Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2022 | 18:00

NGL: Axel fékk ás á Thom­as Bjørn Sam­sø Classic mótinu

Atvinnumaðurinn Axel Bóasson, GK, fór holu í höggi á 8. holu vallar Samsø golfklúbbsins, í Danmörku, þar sem Thom­as Bjørn Sam­sø Classic-mót­ið, sem er hluti Ecco mótaraðarinnar í Nordic Golf League (skammst.: NGL) fer fram.

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í mótinu. Auk Axels eru það: Andri Þór Björnsson, GR; Aron Snær Júlíusson, GKG og  Bjarki Pétursson, GB & GKG.

Eftir fyrsta dag eru Axel og Bjarki T-5; léku báðir fyrsta hring á 4 undir pari, 68 höggum.

Andri Þór er T-10, lék á 3 undir pari, 69 höggum.

Aron Snær er sá eini sem er undir niðurskurðarlínu; en spáin nú er að hún verði við 1 undir pari.  Aron lék 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum.

Golf 1 óskar Axel innilega til hamingju með ásinn!!! Glæsilegt að fara holu í höggi á NGL-móti!!!

Sjá má stöðuna á Thom­as Bjørn Sam­sø Classic-mót­inu með því að SMELLA HÉR: