Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 00:01

Evrópumót eldri kylfinga: Sigurbjörn T-28 – Halldór komst ekki g. niðurskurð e. 2. dag

Tveir íslenskir keppendur eru á Evrópumóti eldri kylfinga sem fram fer á Pärnu Bay Golf Links í Eistlandi dagana 9.- 11. júní. Keppt er í flokki 50 ára og eldri og +60 ára. Alls eru 145 keppendur í karlaflokki og er leikið af hvítum teigum á þessu móti. Leiknar verða 54 holur, 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. Halldór Birgisson, frá Golfklúbbnum Höfn í Hornafirði (GHH) og Sigurbjörn Þorgeirsson, frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB) eru á meðal keppenda. Þeir félagar eru báðir með 0,1 í forgjöf en lægsta forgjöf mótsins er +3,8 og hæsta forgjöf mótsins er um 10. Báðir keppa í flokki 50+. Halldór og Sigurbjörn tóku báðir þátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2022 | 23:59

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur komst gegnum niðurskurð á Empordá Challenge!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Empordá Challenge. Mótið fer fram dagana 9.-12. júní 2022 á Empordá Golf, í Girona, á Spáni. Haraldur komst í gegnum niðurskurð!!!! Glæsilegt!!! Hann er búinn að spila á samtals 1 undir pari (71 68). Niðurskurður miðaðist við slétt par eða betra. Svíinn Jens Dantorp tyllti sér á toppinn með 2. hring upp á 62 högg – og er samtals á 8 undir pari, 132 höggum (70 62). Sjá má stöðuna á Empordá Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2022 | 23:30

NGL: Íslensku strákarnir stóðu sig vel á Samsø

Íslendingarnir 4 sem þátt tóku í Thomas Bjørn Samsø Classic mótinu, spiluðu lokahringi sína í dag. Mótið fór fram á Samsø eyju, 15 km utan við Jótland í Danmörku dagana 8.-10. júní 2022 og lauk því í dag. Andri Þór Björnsson, GR og Axel Bóasson, GK enduðu T-10; báðir á samtals 8 undir pari, 208 höggum; Andri Þór (69 70 69) og Axel (68 69 71). Bjarki Pétursson, GB & GKG varð T-19, lék á samtals 4 undir pari, 212 höggum (68 73 71). Aron Snær Júlíusson, GKG varð T-28 á 1 undir pari, 215 höggum (73 69 73). Sjá má lokastöðuna á Thomas Bjørn Samsø Classic með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2022 | 23:00

LIV: Westy ver ákvörðun sína um að spila á nýju arabísku ofurgolfmótaröðinni

Lee Westwood (oft kallaður Westy) er einn hinna 48 og meðal þeirra þekktari, sem spila á opnunarmóti nýju arabísku ofurgolfmótaraðarinnar, LIV Golf Invitaional. Hann  hefir varið ákvörðun sína um að leika á opnunarmóti LIV Golf Invitational Series í Centurion Club í London og nefnir það stig sem ferill hans sé á, sem aðalástæðuna. Í ræðu fyrir upphafsmótið á mótaröðinni sagði Westy, sem varð 49 ára sl. apríl: „Ég hef átt lengri feril en flestir. Þetta er 29. tímabilið mitt, en líkt og flestir, ef í boði væri launahækkun fyrir þig og það á mínum aldri, þá væri ég heimskur að þiggja hana ekki.“ „Hvíti hákarlinn“, (alías Greg Norman) formaður LIV Golf, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2022 | 22:00

LIV: Staðan e. 2. dag

Hér er staðan á 2. degi opnunarmóts arabísku ofurgolfmótaraðarinnar, LIV: 1 sæti Charl Schwartzel 9 undir pari 2 sæti Hennie Du Plessis 6 undir pari 3 sæti Peter Uihlein 5 undir pari 4 sæti Oliver Bekker 3 undir pari T-5 Dustin Johnson 1 undir pari T-5 Scott Vincent 1 undir pari T-5 Khongwatmai 1 undir pari T-5 Sam Horsfield 1 undir pari Á morgun fer síðan fram lokahringurinn í opnunarmótinu og verður fróðlegt að sjá hver verður 1/2 milljarði ríkari!

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ludviga Thomsen, Sóley Erla Ingófsdóttir og Sigurlaug Rún Jónsdóttir – 10. júní 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Ludviga Thomsen, Sóley Erla Ingólfsdóttir og Sigurlaug Rún Jónsdóttir. Ludviga er fædd 10. júní 1962 og fagnar því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Ludvigu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Ludviga Thomsen – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið! Sóley Erla er fædd 10. júní 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Sóleyjar Erlu til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Sóley Erla Ingólfsdóttir – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið! Sigurlaug Rún á 25 ára stórafmæli í dag, er fædd 10. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2022 | 13:00

Fylgist með 2. degi Opnunarmóts LIV HÉR:

Nú er hafinn 2. keppnisdagur á Opnunarmóti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar, LIV. Fylgjast má með keppendum á 2. degi LIV með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: þrjár af helstu stjörnum LIV golf arabísku ofurgolfmótaraðarinnar, f.v.: Sergio Garcia, Phil Mickelson og Dustin Johnson. 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2022 | 01:00

PGA: Wyndham Clark leiðir e. 1. dag RBC Canadian Open

Mót vikunnar á PGA Tour er RBC Canadian Open. Það snýr nú aftur eftir 3 ára fjarveru vegna Covid-19. Síðast var RBC Canadian Open haldið 2019 og þá var sigurvegari Rory McIlroy og á hann því titil að verja. Sá sem vann árið á undan honum, Dustin Johnson, mun því miður aldrei aftur snúa á mótið því hann var í dag bannfærður frá mótaþátttöku á PGA Tour ásamt 16 öðrum kylfingum, þar sem þeir spila á LIV, nýju sádí-arabísk styrktu ofurgolfdeildinni. Eftir 1. dag RBC Canadian Open er það bandaríski kylfingurinn Wyndham Clark, sem leiðir, en hann kom í hús á glæsilegum 7 undir pari, 63 höggum. Einn í 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 23:47

LET: 4 efst á Volvo Car Scandinavian Mixed

Mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET) er Volvo Car Scandinavian Mixed. Mótið fer fram 9.-12. júní 2022 í Halmstad golfklúbbnum í Svíþjóð og er sérstakt að því leyti að bæði LET konur og menn af Evróputúrnum taka þátt í mótinu. Hvorki Ólafía Þórunn Kristinsdóttir né Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru meðal keppenda. Efst eftir 1. dag eru 4: 3 karlar: Craig Howie frá Skotlandi; Matthieu Pavon frá Frakklandi og Santiago Tarrio frá Spáni og ein kona: hin ítalska Carolina Melgrati, sem ofan á allt er áhugamaður.  Þau hafa öll spilað á 7 undir pari, 65 höggum. Sjá má stöðuna á Volvo Car Scandinavian Mixed að öðru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 22:30

NGL: Allir íslensku strákarnir komust gegnum niðurskurð á TB Samsø Classic mótinu!

Frábært! Allir fjórir íslensku þátttakendurnir: Andri Þór Björnsson, GR; Aron Snær Júlíusson, GKG; Axel Bóasson, GK og Bjarki Pétursson, GB & GKG, komust í gegnum niðurskurð á Thomas Bjørn Samsø Classic mótinu. Mótið fer fram 08/06/2022 – 10/06/2022 í Samsø golfklúbbnum, á Samsø eyju, 15 km undan Jótlandi í Danmörku og spila því allir Íslendingarnir lokahringinn á morgun. Efstur af Íslendingunum er Axel Bóasson. Hann er búinn að spila á 7 undir pari, 137 höggum (68 69). Næstbestur Íslendinganna er Andri Þór Björnsson. Skor hans er samtals 5 undir pari, 139 högg (69 70). Bjarki Pétursson hefir spilað á samtals 3 undir pari, 141 höggi (68 73). Svo er það Íslandsmeistarinn í Lesa meira