Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2022 | 23:59

Nokkrir þekktir kylfingar spila í arabísku ofurgolfdeildinni LIV

Það var vitað mál að Phil Mickelson myndi spila í arabísku ofurgolfdeildinni, þar sem verðlaunafé er mun hærra en á PGA Tour.

Jafnframt er vitað mál að þeir kylfingar sem lýsa því yfir að ætla að spila á mótum ofurgolfdeildarinnar, hafi fyrirgert spilarétti sínum á PGA Tour, sem m.a. sýndi sig í því að Mickelson tók ekki þátt í PGA Championship, til að reyna að verja titil sinn þar, nú í ár.  Hann hefir hins vegar lýst því yfir að hann ætli að halda í lífstíðarspilarétt sinn á PGA Tour, þó flestir, sem ætla að spila á LIV, og hafa spilað á PGA Tour ætli sér ekki að spila þar áfram.

Nú hafa nokkrir þekktir kylfingar til viðbótar tilkynnt að þeir muni spila á mótum arabísku ofurgolfdeildarinnar.

Það eru þeir Dustin Johnson, Patríck Reed og Bryson DeChambeau.

Tveir hinna síðarnefndu hafa verið afar umdeildir á PGA Tour.

Upplýst hefir verið að DeChambeau hafi þegið $100 milljóna  greiðslu fyrir að samþykkja að taka þátt í nýju deildinni, LIV.

Fyrsta mót LIV fer fram í London, nú í vikunni. Á fyrsta mótinu munu Reed og DeChambeau ekki taka þátt, en 7 önnur mót eru á dagskrá og munu þeir spila í einhverjum þeirra.

Eftirfarandi kylfingar taka hins vegar þátt í 1. mótinu og hefja allir leik kl. 14:15 að staðartíma í London fimmtudaginn 9. júní og er eins og sjá má margt þekktra kylfinga meðal þátttakenda, þó nokkrir óþekktari séu einnig með í bland (þekktir kylfingar feitletraðir)

– 1. braut Dustin Johnson, Scott Vincent, Phil Mickelson

– 2. braut Sergio Garcia, Talor Gooch, Pablo Larrazabal

– 3. braut Charl Schwartzel, Graeme McDowell, Wade Ormsby

– 4. braut Sam Horsfield, Sadom Kaewkanjana, Andy Ogletree

– 5. braut Richard Bland, Ratchanon Chantananuwat (a), Ryosuke Kinoshita

– 6. braut  Jediah Morgan, Ian Snyman, Oliver Fisher

– 7. braut  Chase Koepka, Turk Pettit, Kevin Yuan

– 8. braut  Itthipat Buranatanyarat, Hennie Du Plessis, James Piot (a)

– 10. braut Jinichiro Kozuma, Phachara Khongwatmai, JC Ritchie

– 12. braut David Puig (a), Oliver Bekker, Viraj Madappa

– 13. braut  Peter Uihlein, Adrian Otaegui, Blake Windred

– 14. braut Laurie Canter, Martin Kaymer, Hudson Stafford

– 15. braut Shaun Norris, Travis Smyth, Hideto Tanihara

– 16. braut Branden Grace, Sihwan Kim, Matt Jones

– 17. braut Lee Westwood, Bernd Wiesberger, Justin Harding

– 18. braut Louis Oosthuizen, Kevin Na, Ian Poulter