Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 12:30

Svör Norman aðspurður um morðið á Khashoggi

Í dag hefst fyrsta af 8 mótum nýrrar sádí-arabísk bakkaðrar ofurgolfdeildar, sem hlotið hefir nafnið LIV. NB: LIV er ekki skammstöfun á neinu, heldur er mynda stafirnir rómönsku töluna 54; sem er fjöldi hola sem spilaður verður í hverju móti. Þ.e. spilaðir eru 3 hringir en ekki 4 eins og á PGA Tour.  M.ö.o er þetta stytting vinnuvikunnar hjá kylfingum, sem spila á LIV og hækkun launa. Hver myndi ekki vilja þannig díl? Málið er það er bara eitthvað hjábragð af þessu öllu saman. Önnur skýring á 54 er að það er höggafjöldinn ef fenginn væri fugl á hverja holu par-72 vallar.

Upphafsmót LIV fer fram á golfvelli Centurion GC í London og helst kl. 14:15 að staðartíma (þ.e. kl. 13:15 að íslenskum tíma).

Sá sem hefir verið talsmaður nýju ofurgolfdeildarinnar er „Hvíti hákarlinn“, þ.e. ástralski kylfingurinn Greg Norman.

Hann hefir á undanförnum misserum auðvitað verið spurður að því á blaðamannafundum, hvernig hann gæti lifað með sjálfum sér eða friðað samvisku sína að vera talsmaður ríkis, sem stendur svo bágt í mannréttindamálum, með sérstakri vísun til hrottalegs morðs sádí-arabíska ríkissins á bandaríska blaðamanninum Jamal Khashoggi, í Tyrklandi 2018, sem sádí-arabíska ríkisstjórnin hefir viðurkennt að bera ábyrgð á.

Svar áströlsku golfgoðsagnarinnar, Greg Norman, var: „Við höfum öll gert mistök

Khashoggi var myrtur eftir að hafa heimsótt ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl, þar sem hann vantaði nauðsynlega pappíra, þar sem hann var að fara að gifta sig. Rannsókn á vegum Bandaríkjastjórnar leiddi í ljós að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, samþykkti morðið á blaðamanninum, sem hafði verið áberandi gagnrýnandi stjórnvalda í Miðausturlöndum.

Árið 2019 neitaði Bin Salman hins vegar að hann hafi persónulega fyrirskipað morðið á Khashoggi, en tók ábyrgð á morðinu þar sem hann viðurkenndi að það væri „framið af einstaklingum sem starfa fyrir Sádi-Arabíustjórn“.

Þegar Norman var spurður um drápið á Khashoggi á blaðamannafundi hjá LIV Golf gerði hann lítið úr stöðunni og fullyrti að „við höfum öll gert mistök“ og þeir sem voru hluti af drápinu hefðu axlað ábyrgð.

Það eru allir búnir að axla ábyrgð, ekki satt?“ spurði Norman.

„Það hefur verið rætt um þetta í þaula, eftir því sem ég hef lesið, og þið (blaðamenn) hafið fjallað um málið.“

Það verður að taka ábyrgð, sama hvað það er.“

Sjáið þið til, við höfum öll gert mistök og maður vill bara læra af þessum mistökum og sjá hvernig hægt er að leiðrétta þau í framhaldinu.

Nýja ofurdeildin er frumkvöðull í golfheiminum og rekin af LIV Golf Investments, sem er undir forystu Norman sem forstjóra.

Þó Norman hafi ekki komið orðum að því sjálfur er líklegt að hann friði samvisku sína með því að hann persónulega hafi hvergi komið nálægt neinum morðum og finnist peningar húsbænda sinna (morðingjanna) koma sér vel. Sumir myndu segja að þarna sé fégræðgin, siðferðisvitundinni yfirsterkari. Það sama á líklega við alla 48 kylfinganna, sem tía upp í Centurion í dag.  Margir þeirra þekktustu, sem þar tía upp eru líka komnir eða að komast á efri ár í golfinu, en vilja eftir sem áður græða vel.

Samtökin, LIV Golf Investments eru fjárhagslega studd af opinbera fjárfestingarsjóðnum (ens.: Personal Investment Fund, skammst: PIF) í Sádi-Arabíu, sem er í meginatriðum fjármálaarmur sádí-arabísku ríkisstjórnarinnar.

Það er deginum ljósara að Sádí-Arabar eru að verja óhemju fé í að bæta ímynd sína meðal þjóða heims. En duga allir peningar heimsins til þess að hvítþvo hrottalegt morð og óteljandi önnur mannréttindabrot? Og er rétt að gera herramannsíþróttina, golf, að þvottakerlingu í því samhengi?

PIF keypti nýlega 80 prósent hlut í úrvalsdeildarliðinu Newcastle United og hefur fjárfest í ýmsum öðrum alþjóðlegum íþróttum.

Í febrúar á þessu ári tilkynnti LIV Golf um 300 milljónir Bandaríkjadala, 10 ára fjárfestingu á Asíumótaröðinni, og mun Liv þá standa fyrir mótaröð, sem inniheldur 10 alþjóðleg mót víðs vegar um Asíu, Miðausturlönd og Evrópu.