Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 21:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín T-63 e. 1. dag Empordá Challenge

Haraldur Franklín Magnús, GR, tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Empordá Challenge.

Mótið fer fram dagana 9.-12. júní 2022 á Empordà Golf, í Girona, á Spáni.

Haraldur lék á 1 yfir pari, 71 höggi og er T-63 þ.e. deilir 63. sætinu með 21 öðrum kylfingi. (Þátttakendur í mótinu eru 156)

Golf 1 óskar Haraldi velgengni í mótinu á morgun og vonar að hann komist gegnum niðurskurð!

Eftir fyrsta dag eru það heimamennirnir Alejandro del Rey og Manuel Elvira, ásamt Finnanum Matias Honkala, sem deila efsta sætinu, en þeir komu allir í hús í dag á 4 undir pari, 66 höggum.

Sjá má stöðuna á Empordá Challenge með því að SMELLA HÉR: