Leiðrétt frétt: Haraldur Franklín komst EKKI á Opna bandaríska!!!
Golf 1 verður að biðja lesendur sína og Harald Franklín afsökunar á því að hafa haft rangt eftir heimildarmanni sínum, sem tjáði að Haraldur Franklín Magnús hefði komist á Opna bandaríska 2022. Sagt var að hann hefði orðið T-3 á lokaúrtökumóti og 5 kæmust inn á risamótið, sem hefði þýtt að Haraldur hefði orðið fyrsti íslenski karlmaðurinn til að spila í 2 risamótum golfins. Hið rétta er að hann náði ekki inn, að þessu sinni . Haraldur lék úrtökuhringina tvo á samtals glæsilegum 2 undir pari, 138 höggum (69 69) og varð T-3 ásamt 7 öðrum. Þar sem staðið var í þeirri trú að frétt heimildarmannsins væri rétt var því Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steingrímur Waltersson – 7. júní 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Steingrímur Waltersson. Steingrímur er fæddur 7. júní 1971 og á því 51 árs afmæli í dag!!! Steingrímur er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Steingrími til hamingju með daginn hér fyrir neðan Steingrímur Waltersson – Innilega til hamingju með 51 árs afmælið!!! Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Terry Gale, 7. júní 1946 (76 ára); Stefanía M. Jónsdóttir, GR, 7. júní 1958 (64 ára); Steven David Rintoul, 7. júní 1963 (59 ára); Steingrímur Walterson, GM, 7. júní 1971 (51 árs); Hilary Lunke, 7. júní 1979 (43 árs); Keegan Bradley, 7. júní 1986 (36 ára) … og … Golf Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Veigar Margeirsson – 6. júní 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Veigar Margeirsson. Hann á afmæli 6. júní 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Veigar spilar golf í tómstundum, stundaði nám við þann góða háskóla University of Miami, en býr í Kaliforníu þar sem hann rekur eigið fyrirtæki. Veigar er kvæntur Sirrý og eiga þau 2 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Veigar Margeirsson – 50 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jock Hutchison, f. 6. júní 1884 – d. 27. september 1977; Ólafur Haukur Kárason, 6. júní 1958 (64 ára); Lárus Lesa meira
Mótaröð GSÍ (2) 2022: Jóhanna Lea og Hákon Örn sigruðu
Það voru þau Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Hákon Örn Magnússon, bæði úr GR, sem sigruðu á 2. mótinu, Leirumótinu, á mótaröð GSÍ 2022. Leirumótið fór fram 3.- 5. júní hjá Golfklúbbi Suðurnesja en mótið er annað í röðinni á tímabilinu á GSÍ mótaröðinni. Keppt var í höggleik í kvenna – og karlaflokki og eru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Golfklúbbur Suðurnesja sá um framkvæmd mótsins. Lokadagurinn var mjög spennandi þar sem að úrslit réðust á lokaholunum og mjótt var á mununum. Helstu úrslit (efstu 10) í karlaflokki voru eftirfarandi: 1 Hákon Örn Magnússon, GR, 10 undir pari, 206 högg (71 69 66) 2 Daníel Ísak Steinarsson, GK, 8 undir pari, Lesa meira
PGA: Horschel sigraði á Memorial
Það var Billy Horschel, sem sigraði á Memorial móti Gullna Björnsins. Mótið fór að venju fram í Dublin, Ohio að þessu sinni dagana 2.-5. júní 2022. Sigurskor Horschel var 13 undir pari, 275 högg (70 68 65 72). Í 2. sæti varð Aaron Wise, 4 höggum á eftir Horschel þ.e. á samtals 9 undir pari (70 69 69 71). Sjá má lokastöðuna á Memorial með því að SMELLA HÉR:
Opna bandaríska risamót kvenna 2022: 2. risatitill Minjee Lee í höfn!!!
Það var hin ástralska Minjee Lee sem sigraði á elsta risamóti kvennagolfsins, Opna bandaríska risamóti kvenna árið 2022. Þetta er 2. risatitill hennar, en í fyrsta sinn, sem hún sigrar á Opna bandaríska. Sigurskor Minjee var 13 undir pari, 271 högg (67 – 66 – 67 – 71). Minjee átti heil 4 högg á þá sem varð í 2. sæti Minu Harigae, frá Bandaríkjunum, sem var á samtals 9 undir pari, 275 höggum (64 – 69 – 70 – 72). Fyrir sigur sinn í mótinu hlaut Minjee 1,8 milljón bandaríkjadala (u.þ.b. 234 milljón íslenskra króna). Minjee er fædd 27. maí 1996 og er því nýorðin 26 ára. Hún gerðist atvinnumaður Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-53 á D+D REAL Czech Challenge
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: D+D REAL Czech Challenge. Mótið fór fram dagana 2.-5. júní 2022 í Golf & Spa Kunětická Hora, Dříteč, í Tékklandi. Guðmundur Ágúst lék á samtals 1 yfir pari, 281 högg (72 68 73 68) og varð T-53 þ.e. deildi 53. sætinu með 3 öðrum kylfingum. Það var Daninn Nicolai Kristensen, sem sigraði í mótinu eftir bráðabana við Frakkann Ugo Coussaud, en báðir voru á samtals 14 undir pari, hvor, eftir hefðbundinn leik. Kristensen vann strax á 1. holu bráðabanans, með fugli meðan Coussaud fékk par. Sjá má lokastöðuna á D+D REAL Czech Challenge með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Baldvinsdóttir – 5. júní 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Katrín Baldvinsdóttir. Katrín er fædd 5. júní 1959 og á því 63 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Katrínu til hamingju með afmælið hér að neðan Katrín Baldvinsdóttir – Innilega til hamingju með 63 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Scott, 5. júní 1965 (57 ára); Massimo Scarpa, 5. júní 1970 (52 ára); Dylan Frittelli (frá Suður-Afríku) 5. júní 1990 (32 ára): Marinó Örn Ólafsson, 5. júní 1996 (26 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira
Opna bandaríska risamót kvenna 2022: Minjee Lee efst e. 3. dag
Ástralski kylfingurinn Minjee Lee er nú ein efst á toppnum á Opna bandaríska risamóti kvenna, þegar aðeins á eftir að spila lokahringinn. Minjee er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 200 höggum (67 66 67). Með þessu skori setti Minjee nýtt met yfir lægsta skor eftir spilaðar 54 holur á Opna bandaríska risamóti kvenna. Fyrra met 201 högg átti Juli Inkster og setti það árið 1999. Minjee Lee á 3 högg á bandaríska kylfinginn Minu Harigae, sem er ein í 2. sæti. Í 3. sæti er síðan enski kylfingurinn Bronte Law, á samtals 7 undir pari. Sjá má stöðuna að öðru leyti á Opna bandaríska risamóti kvenna með Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (23/2022)
Einn á ensku: Q: Are you a scratch golfer? A: Yes I sure am, after each shot I scratch my head and wonder where my ball went.










