Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Keith Horne –——- 9. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Keith Horne. Horne er fæddur 9. júní 1971 í Durban, S-Afríku og fagnar því 51 árs afmæli. Hann var í Westville Boys’ High School í Westville, KwaZulu-Natal, í Suður-Afríku en sá menntaskóli er talinn vera á heimsklassa. Horne átti árangursríkan áhugamannaferil en gerðist atvinnumaður í golfi 1996. Hann lék mestmegnis á Sólskinstúrnum s-afríska en einnig Asíutúrnum. Hann á í beltinu 12 atvinnumannssigra, þar af flesta á Sólskinstúrnum eða 9 talsins. Hann kvæntist kærustu sinni Karen 2000 og eiga þau tvö börn (fædd 2002 og 2007).

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Sowards, 9. júní 1968 (54 árs); Sævar Ómarsson, GM,9. júní 1983 (39 ára) … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is