Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 19:00

LIV: Staðan eftir 1. dag

Í dag fór fram 1. mót af 8 í arabísku ofugolfdeildinni, LIV. Spilað er í Centurion Club, í London, dagana 9.-11. júní.

Viðbrögð PGA Tour við þessu 1. móti LIV, voru þau að banna þeim 17 kylfingum sem eiga þátttökurétt á PGA Tour og taka þátt í mótum LIV, að taka þátt í nokkru af mótum PGA Tour mótaraðarinnar framvegis.

Meðal þeirra, sem bannið tekur til er Phil Mickelson, sem átti að hafa lífstíðarspilarétt á PGA Tour og ætlaði að halda honum.

Eftir 1. dag er staða efstu 10 kylfinga  á LIV eftirfarandi:

1 Charl Schwarzel 5 undir pari

2 Hennie Du Plessis 4 undir pari

T3 Scott Vincent 3 undir pari

T3 Phachara Khongwatmai 3 undir pari

T5 Branden Grace 2 undir pari

T5 Justin Harding 2 undir pari

T7 Dustin Johnson 1 undir pari

T7 Phil Mickelson 1 undir pari

T7 Sam Horsefield 1 undir pari

T7 Laurie Canter 1 undir pari

Í aðalmyndaglugga: Forystumaður 1. dags á Opnunarmóti LIV, Charl Schwartzel, 37 ára, frá S-Afríku.