
Evrópumót eldri kylfinga: Sigurbjörn T-13 og Halldór T-86 e. 1. dag
Tveir íslenskir keppendur eru á Evrópumóti eldri kylfinga sem fram fer á Pärnu Bay Golf Links í Eistlandi dagana 9.- 11. júní. Keppt er í flokki 50 ára og eldri og +60 ára.
Alls eru 145 keppendur í karlaflokki og er leikið af hvítum teigum á þessu móti. Leiknar verða 54 holur, 18 holur á dag á þremur keppnisdögum.
Halldór Birgisson, frá Golfklúbbnum Höfn í Hornafirði (GHH) og Sigurbjörn Þorgeirsson, frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB) eru á meðal keppenda. Þeir félagar eru báðir með 0,1 í forgjöf en lægsta forgjöf mótsins er +3,8 og hæsta forgjöf mótsins er um 10. Báðir keppa í flokki 50+.
Halldór og Sigurbjörn tóku báðir þátt á Opna spænska meistaramótinu fyrir eldri kylfinga á Lakes vellinum við Tarragona í febrúar á þessu ári þar sem þeir náðu flottum árangri.
Eftir 1. dag er Sigurbjörn T-13; lék á 4 yfir pari, 76 höggum.
Halldór lék á 14 yfir pari, 86 höggum og er T-86 af 105 keppendum í fl. 50+
Í aðalmyndaglugga: f.v. Halldór Birgisson (GHH) og Sigurbjörn Þorgeirsson (GFB). Heimild og mynd: GSÍ.
- júlí. 6. 2022 | 17:30 Will Zalatoris þvertekur fyrir að ætla að ganga til liðs við LIV Golf
- júlí. 6. 2022 | 16:30 GBB: Guðný og Heiðar Ingi klúbbmeistarar 2022
- júlí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jón Gunnar Kanishka Shiransson – 6. júlí 2022
- júlí. 6. 2022 | 15:00 GÓS: Birna og Eyþór klúbbmeistarar 2022
- júlí. 6. 2022 | 10:00 GHG: Inga Dóra og Fannar Ingi klúbbmeistarar 2022
- júlí. 5. 2022 | 20:00 GÍ: Bjarney og Hrafn klúbbmeistarar 2022
- júlí. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Agnar Daði Kristjánsson – 5. júlí 2022
- júlí. 5. 2022 | 11:00 GMS: Helga Björg og Margeir Ingi klúbbmeistarar 2022
- júlí. 5. 2022 | 10:00 LIV: Graeme McDowell sér eftir að hafa varið ákvörðun sína að ganga til liðs við LIV
- júlí. 4. 2022 | 22:00 GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2022
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!