Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2022 | 23:59

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur komst gegnum niðurskurð á Empordá Challenge!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Empordá Challenge.

Mótið fer fram dagana 9.-12. júní 2022 á Empordá Golf, í Girona, á Spáni.

Haraldur komst í gegnum niðurskurð!!!! Glæsilegt!!! Hann er búinn að spila á samtals 1 undir pari (71 68).

Niðurskurður miðaðist við slétt par eða betra.

Svíinn Jens Dantorp tyllti sér á toppinn með 2. hring upp á 62 högg – og er samtals á 8 undir pari, 132 höggum (70 62).

Sjá má stöðuna á Empordá Challenge með því að SMELLA HÉR: