Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 23:47

LET: 4 efst á Volvo Car Scandinavian Mixed

Mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET) er Volvo Car Scandinavian Mixed.

Mótið fer fram 9.-12. júní 2022 í Halmstad golfklúbbnum í Svíþjóð og er sérstakt að því leyti að bæði LET konur og menn af Evróputúrnum taka þátt í mótinu.

Hvorki Ólafía Þórunn KristinsdóttirGuðrún Brá Björgvinsdóttir eru meðal keppenda.

Efst eftir 1. dag eru 4: 3 karlar: Craig Howie frá Skotlandi; Matthieu Pavon frá Frakklandi og Santiago Tarrio frá Spáni og ein kona: hin ítalska Carolina Melgrati, sem ofan á allt er áhugamaður.  Þau hafa öll spilað á 7 undir pari, 65 höggum.

Sjá má stöðuna á Volvo Car Scandinavian Mixed að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Carolina Melgrati frá Ítalíu