Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2022 | 22:30

NGL: Allir íslensku strákarnir komust gegnum niðurskurð á TB Samsø Classic mótinu!

Frábært!

Allir fjórir íslensku þátttakendurnir: Andri Þór Björnsson, GR; Aron Snær Júlíusson, GKG; Axel Bóasson, GK og Bjarki Pétursson, GB & GKG, komust í gegnum niðurskurð á Thomas Bjørn Samsø Classic mótinu.

Mótið fer fram 08/06/2022 – 10/06/2022 í Samsø golfklúbbnum, á Samsø eyju, 15 km undan Jótlandi í Danmörku og spila því allir Íslendingarnir lokahringinn á morgun.

Efstur af Íslendingunum er Axel Bóasson. Hann er búinn að spila á 7 undir pari, 137 höggum (68 69).

Næstbestur Íslendinganna er Andri Þór Björnsson. Skor hans er samtals 5 undir pari, 139 högg (69 70).

Bjarki Pétursson hefir spilað á samtals 3 undir pari, 141 höggi (68 73).

Svo er það Íslandsmeistarinn í höggleik 2021, Aron Snær Júlíusson. Hann var undir niðurskurðarlínunni í gær, en náði sér upp með frábæru spili á 2. hring; spilaði samtals á 2 undir pari, 142 högg (73 69).

Sjá má stöðuna á Thomas Bjørn Samsø Classic með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Frá Samsø golfvellinum, sem þykir einn af þeim fegri í Danmörku.