Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2022 | 23:30

NGL: Íslensku strákarnir stóðu sig vel á Samsø

Íslendingarnir 4 sem þátt tóku í Thomas Bjørn Samsø Classic mótinu, spiluðu lokahringi sína í dag.

Mótið fór fram á Samsø eyju, 15 km utan við Jótland í Danmörku dagana 8.-10. júní 2022 og lauk því í dag.

Andri Þór Björnsson, GR og Axel Bóasson, GK enduðu T-10; báðir á samtals 8 undir pari, 208 höggum; Andri Þór (69 70 69) og Axel (68 69 71).

Bjarki Pétursson, GB & GKG varð T-19, lék á samtals 4 undir pari, 212 höggum (68 73 71).

Aron Snær Júlíusson, GKG varð T-28 á 1 undir pari, 215 höggum (73 69 73).

Sjá má lokastöðuna á Thomas Bjørn Samsø Classic með því að SMELLA HÉR: