Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 18:30

LIV: Charl Schwartzel sigraði á Opnunarmótinu

Það var Charl Schwartzel, 37 ára, sem sigraði á Opnunarmóti LIV, sádí-arabísk bökkuðu ofurgolfmótaröðinni. Mótið fór fram á Centurion Golf, í London, dagana 9.-11. júní 2022. Það sem vekur nokkra athygli er að það eru suður-afrískir kylfingar í efstu 3 sætunum. Fyrir fyrsta sætið hlaut Schwartzel 4 milljónir bandaríkjadala og þar að auki $ 750.000 vegna þess að lið hans varð í 1. sæti í liðakeppninni á Opnunarmótinu (Í „Stinger“ liði hans voru Du Plessis, 25 ára, sem varð í 2.sæti og Grace, 34 ára, sem varð í 3. sæti auk Oosthuizen, 39 ára, sem varð T-10).  Þetta eru u.þ.b. 632 milljónir íslenskra króna, sem Schwartzel hlaut fyrir 3 keppnisdaga! Fram Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 18:00

LIV: Pat Perez nýjasti kylfingurinn á arabísku ofurgolfmótaröðinni

Pat Perez er nýjasti kylfingurinn, sem gengur til liðs við LIV, arabísku ofurgolfmótaröðina. Perez er fæddur 1. mars 1976 og er því 46 ára. Allt í allt hefir Perez unnið sér inn u.þ.b. $ 30 milljónir á PGA Tour í verðlaunafé og getur nú á efri árum enn bætt þar við. Perez gerðist atvinnumaður í golfi 1997 og hefir á ferli sínum sigrað 3 sinnum á PGA Tour, 1 sinni á Korn Ferry og 1 sinni á Asíutúrnum.  Hann hefir verið á PGA Tour frá árinu 2001. Það olli nokkru uppnámi að eiginkona Pat, Ashley, greindi frá því á félagsmiðlum að eiginmaður hennar væri á leið til LIV áður en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 17:00

Evrópumót eldri kylfinga: Sigurbjörn lauk keppni T-29

Tveir íslenskir keppendur eru á Evrópumóti eldri kylfinga sem fram fer á Pärnu Bay Golf Links í Eistlandi dagana 9.- 11. júní. Keppt er í flokki 50 ára og eldri og +60 ára. Alls eru 145 keppendur í karlaflokki og er leikið af hvítum teigum á þessu móti. Leiknar verða 54 holur, 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. Halldór Birgisson, frá Golfklúbbnum Höfn í Hornafirði (GHH) og Sigurbjörn Þorgeirsson, frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB) eru á meðal keppenda. Þeir félagar eru báðir með 0,1 í forgjöf en lægsta forgjöf mótsins er +3,8 og hæsta forgjöf mótsins er um 10. Báðir keppa í flokki 50+.  Halldór komst ekki gegnum niðurskurð. Sigurbjörn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Arnórsson – 11. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Rúnar Arnórsson. Rúnar er fæddur 11. júní 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Rúnar er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði . Hann spilar á mótaröð þeirra bestui og varð m.a. stigameistarari GSI 2013! Rúnar spilaði í bandaríska háskólagolfinu med golfliði University of Minnesota. Sjá má gamalt viðtal Golf 1 við Rúnar með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rúnar Arnórsson – Innilega til hamingju með 30 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bruce Plummer, 11. júní 1957 (65 ára); Deborah Vidal, 11. júní Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 14:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín T-47 e. 3. dag

Haraldur Franklín Magnús, GR, tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Empordá Challenge. Mótið fer fram dagana 9.-12. júní 2022 á Empordá Golf, í Girona, á Spáni. Á 3. hring lék Haraldur á 2 yfir pari, 72 höggum. Á hringnum fékk Haraldur einn tvöfaldan skolla, 3 skolla og 3 fugla. Samtals er Haraldur nú á 1 yfir pari, 211 höggum (71 68 72) og T-47, þ.e. deilir 47. sætinu ásamt 7 öðrum. Jens Dantorp frá Svíþjóð heldur naumri forystu; hefir spilað á samtals 11 undir pari, 199 höggum (70 62 67). Það er Liam Johnston frá Skotlandi sem sækir að Dantorp, en hann hefir spilað á 10 undir pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 13:00

LIV: Sergio Garcia segist ánægður á LIV – bann PGA Tour trufli sig ekkert

Sergio Garcia, 42 ára, sagðist glaður aðspurður um hvað sér finndist um að PGA Tour hefði bannfært hann og 16 aðra kylfinga frá því að spila framvegis á mótum PGA Tour. Og hann leit svo sannarlega út fyrir að vera ánægður með sjálfan sig eftir að hafa hætt á PGA mótaröðinni og eftir að hafa hafið nýtt líf á LIV Golf. Haft var eftir Garcia, þegar hann lenti í útistöðum við dómara á Wells Fargo mótinu nú nýlega, að hann gæti ekki beðið eftir að yfirgefa PGA mótaröðina. Og það gerði hann fyrir tæpum 2 vikum, að sögn, til þess að forðast lagadeilur. Aðspurður um hvað sér finndist um að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 12:00

Fylgist með 3. degi Opnunarmóts LIV HÉR:

Nú er lokadagurinn á Opnunarmóti sádí-arabísku mótaraðarinnar hafinn. Spilað er á Centurion í London. Tvo daga í röð er suður-afríski kylfingurinn Charl Schwartzel búinn að vera í forystu. Verður hann 1/2 milljarði íslenskra króna ríkari í kvöld eða hneppir einhver annar hnossið? Fylgjast má með, með þvi að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 10:00

LIV: Ian Poulter mun áfrýja ákvörðun PGA Tour um að bannfæra hann frá mótaröðinni

Kraftaverkamaðurinn frá Medinah, Ian Poulter, 46 ára, mun ekki gefa upp spilarétt sinn á PGA Tour án baráttu. Eins og flestum er kunnugt bannfærði PGA Tour sl. fimmtudag, 17 kylfinga úr sínum röðum, fyrir það eitt að þeir kusu að spila á opnunarmóti nýju sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar, LIV.  Kom bannið sama dag og þeir tíuðu upp í Centurion Golf í London, þar sem opnunarmótið fer fram.  Bannið nær til allra móta PGA Tour um alla framtíð og þeir sem bannfærðir eru voru allir meðlimir PGA Tour, sem þátt tóku í opnunarmótinu, sem og þeir kylfingar á PGA Tour eða Korn Ferry og öðrum mótaröðum á snærum PGA, sem munu í framtíðinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 07:00

LET: Scrivener leiðir e. 2. dag Volvo Car Scandinavian Mixed

Mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET) er Volvo Car Scandinavian Mixed. Mótið fer fram 9.-12. júní 2022 í Halmstad golfklúbbnum í Svíþjóð og er sérstakt að því leyti að bæði LET konur og menn af Evróputúrnum taka þátt í mótinu. Hvorki Ólafía Þórunn Kristinsdóttir né Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru meðal keppenda. Þegar mótið er hálfnað er það Jason Scrivener, sem leiðir. Sjá má stöðuna á Volvo Car Scandinavian Mixed með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Jason Scrivener. Mynd: Tristan Jones

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 01:00

PGA: Clark heldur naumri forystu e. 2. dag … með ofurkylfinga á hælunum

Wyndham Clark er enn efstur á RBC Canadian Open eftir 2. keppnisdag. Hann er samtals búinn að spila á 7 undir pari, 133 höggum (63 70). Nú eru hvorki fleiri né færri en 5 kylfinga fast á hælum hans og munurinn milli þeirra aðeins 1 högg. Af þessum fimm sem deila 2. sætinu eru tveir „ofurkylfingar“ þ.e. Rory McIlroy og Matthew Fitzpatrick. Hinir eru minna þekktir en þeir eru bandarísku kylfingarnir Alex Smalley, Keith Mitchell og Jim Knous. Sjá á stöðuna á RBC Canadian Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Wyndham Clark