Evrópumót eldri kylfinga: Sigurbjörn T-28 – Halldór komst ekki g. niðurskurð e. 2. dag
Tveir íslenskir keppendur eru á Evrópumóti eldri kylfinga sem fram fer á Pärnu Bay Golf Links í Eistlandi dagana 9.- 11. júní. Keppt er í flokki 50 ára og eldri og +60 ára.
Alls eru 145 keppendur í karlaflokki og er leikið af hvítum teigum á þessu móti. Leiknar verða 54 holur, 18 holur á dag á þremur keppnisdögum.
Halldór Birgisson, frá Golfklúbbnum Höfn í Hornafirði (GHH) og Sigurbjörn Þorgeirsson, frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB) eru á meðal keppenda. Þeir félagar eru báðir með 0,1 í forgjöf en lægsta forgjöf mótsins er +3,8 og hæsta forgjöf mótsins er um 10. Báðir keppa í flokki 50+.
Halldór og Sigurbjörn tóku báðir þátt á Opna spænska meistaramótinu fyrir eldri kylfinga á Lakes vellinum við Tarragona í febrúar á þessu ári þar sem þeir náðu flottum árangri.
Eftir 2. dag er Sigurbjörn T-28; hefir spilað á samtals 11 yfir pari, 155 höggum (76 79).
Halldór komst ekki í gegnum niðurskurð, sem miðaðist við 15 yfir pari eða betra. Halldór lék á samtals 31 yfir par, 175 höggum (86 89).
Í aðalmyndaglugga: f.v. Halldór Birgisson (GHH) og Sigurbjörn Þorgeirsson (GFB). Heimild og mynd: GSÍ.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024