
PGA: Wyndham Clark leiðir e. 1. dag RBC Canadian Open
Mót vikunnar á PGA Tour er RBC Canadian Open.
Það snýr nú aftur eftir 3 ára fjarveru vegna Covid-19.
Síðast var RBC Canadian Open haldið 2019 og þá var sigurvegari Rory McIlroy og á hann því titil að verja. Sá sem vann árið á undan honum, Dustin Johnson, mun því miður aldrei aftur snúa á mótið því hann var í dag bannfærður frá mótaþátttöku á PGA Tour ásamt 16 öðrum kylfingum, þar sem þeir spila á LIV, nýju sádí-arabísk styrktu ofurgolfdeildinni.
Eftir 1. dag RBC Canadian Open er það bandaríski kylfingurinn Wyndham Clark, sem leiðir, en hann kom í hús á glæsilegum 7 undir pari, 63 höggum.
Einn í 2. sæti er enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick, einu höggi á eftir, þ.e. á 6 undir pari, 64 höggum og tveir deila 3. sætinu, báðir á 5 undir pari, 65 höggum, hvor, þ.e. þeir Doug Ghim og Harold Varner III.
Sjá má stöðuna að öðru leyti á RBC Canadian Open með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023