Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2022 | 01:00

PGA: Wyndham Clark leiðir e. 1. dag RBC Canadian Open

Mót vikunnar á PGA Tour er RBC Canadian Open.

Það snýr nú aftur eftir 3 ára fjarveru vegna Covid-19.

Síðast var RBC Canadian Open haldið 2019 og þá var sigurvegari Rory McIlroy og á hann því titil að verja. Sá sem vann árið á undan honum, Dustin Johnson, mun því miður aldrei aftur snúa á mótið því hann var í dag bannfærður frá mótaþátttöku á PGA Tour ásamt 16 öðrum kylfingum, þar sem þeir spila á LIV, nýju sádí-arabísk styrktu ofurgolfdeildinni.

Eftir 1. dag RBC Canadian Open er það bandaríski kylfingurinn Wyndham Clark, sem leiðir, en hann kom í hús á glæsilegum 7 undir pari, 63 höggum.

Einn í 2. sæti er enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick, einu höggi á eftir, þ.e. á 6 undir pari, 64 höggum og tveir deila 3. sætinu, báðir á 5 undir pari, 65 höggum, hvor, þ.e. þeir Doug Ghim og Harold Varner III.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á RBC Canadian Open með því að SMELLA HÉR: