Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2022 | 22:00

GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2022

Meistaramót Golfklúbbs Öndverðarness (GÖ) fór fram dagana 29. júní – 2. júlí 2022. Þátttakendur, sem luku keppni, voru 112 og kepptu þeir í 11 flokkum. Verður þetta að teljast metþátttaka, en þátttakendur í ár voru 2 fleiri en í fyrra, en árið 2021 voru þeir 110 og 5 fleiri en árið 2020, en það ár var talað um metþátttöku og þá voru þátttakendur 107. Klúbbmeistarar GÖ 2022 eru þau Ásgerður Sverrisdóttir og Þórir Baldvin Björgvinsson. Nokkuð sérstakt er að þau voru bæði á sama sigurskori, 18 yfir pari, 231 höggi! Ekki alltaf sem kvenkylfingar, eru á sama skori og karlkylfingarnir!!! Ásgerður og Þórir Baldvin urðu einnig klúbbmeistarar GÖ árið 2019. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2022 | 20:00

Sigmar Arnar fór holu í höggi!

Sigmar Arnar Steingrímsson fór holu í höggi á 12. braut Þorlákshafnarvallar. Tólfta brautin er 93 m af gulum telgum. Afrekið átti sér stað mánudaginn 16. maí sl., að afstöðnum Eurovision og sveitarstjórnarkosningum. Golf 1 óskar Sigmari Arnar innilega til hamingju með ásinn! Í aðalmyndaglugga: Sigmar Arnar eftir draumahöggið.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2022 | 18:00

PGA: Poston sigraði á John Deere Classic

Það var JT(skammstöfun á James Tyree) Poston, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour; John Deere Classic. Sigurskor Poston var 21 undir pari, 263 högg (62 65 67 69). Í sigurlaun hlaut Poston $1,278,000. En það sem er ívíð eftirsóknarverðara etv. er að með sigrinum hlaut Poston þátttökurétt á Opna breska risamótið! John Deere Classic fór að venju fram á TPC Deere Run, í Silvis, Illinois, nú dagank 30. júní – 3. júlí 2022. JT Poston er fæddur 1. júní 1993 og því 29 ára. Þetta er 2. sigur hans á PGA Tour, en þann fyrri vann hann á Wyndham Championship, 2019. Sjá má lokastöðuna á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Stefán Garðarsson. Arnar er fæddur 4. júlí 1964 og á því 58 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að Stefáni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Stefán Garðarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Örn Stefánsson 4. júlí 1966 (56 ára); Arnar Olsen Richardsson, 4. júlí 1968 (54 ára); Þórunn Sif Friðriksdóttir, 4. júlí 1971 (51 árs); Jón Ævarr Erlíngsson, 4. júlí 1973 (49 ára); Yesmine Olsson, 4. júní 1973 (49 ára); Mix DeTrix, 4. júlí 1975 (47 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2022 | 14:00

Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!

Atvinnukylfingurinn og GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús og unnusta hans Kristjana Arnardóttir eignuðust stelpu, 30. júní sl. Á facebook síðu sinni segir Haraldur: „Fullkomna stelpan okkar Kristjönu Arnarsdóttur kom í heiminn síðastliðin fimmtudag. Þær mæðgur eru heilsuhraustar og fæðingin gekk vel. Við foreldrarnir erum að springa úr hamingju og skemmtum okkur við að kynnast stelpunni okkar. Sjálfur er ég fullur þakklætis og er að springa úr ást á stelpunum mínum. Gríðarlega spennandi tímar framundan. Þúsund þakkir til allra sem hjálpuðu okkur og öllu fagfólkinu sem við eigum. Mæðravernd, ljósmæður, sjúkraliðar, Landsspítalinn; Þið eruð snillingar. Leikurinn í tölum: 30 jún. 15,4 merkur (3830 grömm) 52cm 100% snilld.“ Golf 1 óskar litlu fjölskyldunni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!

Það var pólski kylfingurinn Adrian Meronk, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Horizon Irish Open. Sigurskor Meronk var 20 undir pari, 268 högg (67 67 68 66). Fyrir sigurinn hlaut Meronk €974,605.92, u.þ.b. 140 milljónir íslenskra króna. Hann átti heil 3 högg á þann sem næstur kom en það var Ryan Fox, frá Nýja-Sjálandi, sem svo oft áður hefir verið í þessari stöðu að verða nr. 2! Hlýtur að fara að koma hjá honum! Adrian Meronk er fæddur 31. maí 1993 og er því 29 ára ungur. Hann er með hávaxnari kylfingum á túrnum, 1,97 m á hæð. Meronk gerðist atvinnumaður í golfi 2016 og er þetta fyrsti sigur hans á Evróputúrnum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2022

Það er Baldvin Örn Berndsen, sem er afmæliskylfingur dagsins. Baldvin Örn er fæddur 3. júlí 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag! Eitt af fjölmörgum áhugamálum Baldvins Arnar er golf. Baldvin Örn er kvæntur Berglindi Helgadóttur og eiga þau saman 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Baldvin Örn Berndsen – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John C. Palmer, 3. júlí 1918 – 14. september 2006; Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir, 3. júlí 1956 (66 ára); Postulín Svövu (62 ára); Baldvin Örn Berndsen, 3. júlí 1962 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2022 | 15:00

GB: Hansína og Bjarki klúbbmeistarar 2022

Meistaramót Golfklúbbs Borgarness fór fram dagana 29. júní – 2. júlí 2022. Þátttakendur, sem luku keppni voru 55 og kepptu þeir í 8 flokkum. Klúbbmeistarar GB 2022 eru þau Hansína Þorkelsdóttir og Bjarki Pétursson. Sjá má úrslit í öllum flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla 1 Bjarki Pétursson 15 undir pari 269 högg (68 64 69 68) 2 Siggeir Vilhjálmsson 297 högg (71 75 75 76) 3 Hlynur Þór Stefánsson 318 högg (78 79 80 81) 4 Albert Garðar Þráinsson 319 högg (84 73 88 74) 5 Rafn Stefán Rafnsson 323 högg (78 76 87 82) T6 Jón Örn Ómarsson 326 högg (84 79 86 77) T6 Anton Elí Einarsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2022 | 13:00

LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Amundi German Masters – Maja Stark sigraði

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í Amundi German Masters, móti á Evrópumótaröð kvenna, (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET) Mótið fór fram dagana 30. júní – 3. júlí í Golf & Country Club Seddiner See og lauk því í dag. Guðrún Brá komst því miður ekki gegnum niðurskurð að þessu sinni; lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (73 80) og var ansi langt frá því að ná niðurskurði, sem að þessu sinni miðaðist við samtals 2 yfir par eða betra. Sigurvegari í mótinu varð sænski kylfingurinn Maja Stark, en hún lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (68 68 67 70). Landa hennar Jessica Karlsson, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2022 | 12:00

GVS: Heiður Björk og Helgi Runólfs klúbbmeistarar 2022

Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar fór fram 22.-25. júní sl. á Kálfatjarnarvelli. Þátttakendur, sem luku keppni voru 32 og kepptu þeir í 10 flokkum. Klúbbmeistarar GVS 2022 eru þau Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson. Sjá má öll úrslit hér fyrir neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Helgi Runólfsson 224 högg (73 76 75) 2 Ívar Örn Magnússon 239 högg (81 79 79) 3 Gunnlaugur Atli Kristinsson 241 högg (78 80 83) Meistaraflokkur kvenna: 1 Heiður Björk Friðbjörnsdóttir 246 högg (70 89 78) 2 Sigurdís Reynisdóttir 270 högg (87 93 90) 3 Oddný Þóra Baldvinsdóttir 285 högg (90 102 93) 1. flokkur karla: 1 Sverrir Birgisson 251 högg (82 82 87) 2 Ríkharður Sveinn Lesa meira