Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2022 | 18:00

PGA: Poston sigraði á John Deere Classic

Það var JT(skammstöfun á James Tyree) Poston, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour; John Deere Classic.

Sigurskor Poston var 21 undir pari, 263 högg (62 65 67 69).

Í sigurlaun hlaut Poston $1,278,000. En það sem er ívíð eftirsóknarverðara etv. er að með sigrinum hlaut Poston þátttökurétt á Opna breska risamótið!

John Deere Classic fór að venju fram á TPC Deere Run, í Silvis, Illinois, nú dagank 30. júní – 3. júlí 2022.

JT Poston er fæddur 1. júní 1993 og því 29 ára. Þetta er 2. sigur hans á PGA Tour, en þann fyrri vann hann á Wyndham Championship, 2019.

Sjá má lokastöðuna á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR: