Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2022 | 22:00

GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2022

Meistaramót Golfklúbbs Öndverðarness (GÖ) fór fram dagana 29. júní – 2. júlí 2022.

Þátttakendur, sem luku keppni, voru 112 og kepptu þeir í 11 flokkum. Verður þetta að teljast metþátttaka, en þátttakendur í ár voru 2 fleiri en í fyrra, en árið 2021 voru þeir 110 og 5 fleiri en árið 2020, en það ár var talað um metþátttöku og þá voru þátttakendur 107.

Klúbbmeistarar GÖ 2022 eru þau Ásgerður Sverrisdóttir og Þórir Baldvin Björgvinsson.

Nokkuð sérstakt er að þau voru bæði á sama sigurskori, 18 yfir pari, 231 höggi! Ekki alltaf sem kvenkylfingar, eru á sama skori og karlkylfingarnir!!! Ásgerður og Þórir Baldvin urðu einnig klúbbmeistarar GÖ árið 2019. Þetta er 4. árið í röð sem Ásgerður er klúbbmeistari GÖ, en hún hefir þess utan oft áður orðið klúbbmeistari. Þórir Baldvin varð auk 2019, klúbbmeistari GÖ árið 2015. Bæði eru því reynsluboltaklúbbmeistarar!!!

Þess mætti jafnframt geta að Þórir Baldvin bætti vallarmetið á Öndverðarnesi í Minningarmóti Örvars nokkru áður, eða 22. júní, lék Öndverðarnesvöll á 68 glæsihöggum. Bætti hann þar með met Björns Andra Bergssonar frá árinu 2015 um tvö högg, sem er einstaklega glæsilega gert!

Hér að neðan má sjá helstu úrslit í öllum flokkum á Meistaramóti GÖ 2022 og með því að SMELLA HÉR má sjá öll úrslit:

Meistaraflokkur karla:
1 Þórir Baldvin Björgvinsson +18 231 högg (76 76 79)
2 Bergur Konráðsson +19 232 högg (81 75 76)
3 Haukur Guðjónsson +21 234 högg (79 77 78)

Meistaraflokkur kvenna:
1 Ásgerður Sverrisdóttir +18 231 högg (78 76 77)
2 Eva Fanney Matthíasdóttir +44 257 högg (88 80 89)
3 Laufey Sigurðardóttir +52 265 högg (86 87 92)

1. flokkur karla:
1 Guðmundur E Hallsteinsson +36 249 högg (85 83 81)
2 Ágúst Þór Gestsson +42 255 högg (84 81 90)
3 Ragnar Baldursson +46 259 högg (84 80 95)

1. flokkur kvenna
1 Laufey Hauksdóttir +60 273 högg (94 90 89)
2 Sigrún Bragadóttir +66 279 högg (93 94 92)
3 Guðrún Guðmundsdóttir +72 285 högg (91 93 101)

2. flokkur karla:
1 Ólafur Jónsson +35 248 högg (82 82 84)
2 Páll Þórir Pálsson +39 252 högg (88 84 80)
3 Hjálmar Rúnar Hafsteinsson +44 257 högg (85 85 87)

2. flokkur kvenna:
1 Dagmar María Guðrúnardóttir +67 280 högg (94 95 91)
2 Katrín Arna Kjartansdóttir +75 288 högg (95 97 96)
3 Guðrún Óskarsdóttir +79 292 högg (93 97 102)

3. flokkur karla:
1 Alfreð Frosti Hjaltalín +52 265 högg (90 87 88)
2 Örn Guðmundsson +54 267 högg (85 91 91)
3 Viktor Axel Matthíasson +64 277 högg (92 90 95)
4 Ingólfur Hauksson +64 277 högg (91 89 97)

3. flokkur kvenna:
1 Guðbjörg Guðmundsdóttir +3p 111 punktar (40 38 33)
2 Anna Snæbjört Agnarsdóttir -4p 104 punktar (32 40 32)
3 Íris Gunnarsdóttir -7p 101 punktar (28 38 35)

4. flokkur karla:
1 Sigþór Hilmisson +9 222 högg (78 67 77)
2 Agnar Örn Arason +11 224 högg (75 73 76)
3 Helgi Sönderskov Harrysson +15 228 högg (81 70 77)

Opinn flokkur karla:
1 Pétur Ingi Hilmarsson -1p 71 punktur (30 41)
2 Þorsteinn Einarsson -4p 68 punktar (39 29)
3 Jón Bergsveinsson -11p 61 punktur (31 30)

Opinn flokkur kvenna:
1 Ellen Flosadóttir +4p 76 punktar (42 34)
2 Sólveig Hauksdóttir -2p 70 punktar (33 37)
3 Hulda Eygló Karlsdóttir -5p 67 punktar (34 33)
4 Ásdís Lilja Emilsdóttir -5p 67 punktar (36 31)