GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!
Það voru 39 konur, sem tóku þátt í hinu árlega, glæsilega kvennamóti GSS, sem fram fór í ágætis veðri í gær, laugardaginn 2. júlí 2022, á Hlíðarendavelli, á Sauðárkróki. Kvennamót GSS er með glæsilegri kvennamótum sem haldin eru hérlendis og er að skapa sér fastan sess, í kvennagolfmótaflórunni á Íslandi. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Sigurvegari mótsins í ár var heimakonan í GSS, Una Karen Guðmundsdóttir en hún var með 41 punkt. Þess mætti geta að Una Karen er aðeins 15 ára. Í næstu 4 sætum voru keppendur úr GA þ.e. í 2. sæti varð Eygló Birgisdóttir, GA með 39 punkta. Þriðja sætinu deildu GA-ingarnir Fanný Bjarnadóttir og Linda Hrönn Lesa meira
NGL: Andri Þór lauk keppni á PGA Championship Landeryd Masters
Andri Þór Björnsson, GR, var meðal þátttakenda á PGA Championship Landeryd Masters, móti vikunnar á Ecco Tour, sem er hluti af Nordic Golf League (skammst.: NGL). Andri Þór lék á samtals 9 yfir pari, 293 höggum (69 70 71 83) og var 12 högga sveifla milli 3. og 4. hrings hjá honum, sem er óvenjulegt fyrir hann. Andri Þór var eins og sjá má búinn að spila frábært golf og var á 3 undir pari fyrir lokahringinn en endaði í 9 yfir pari og í 53. sæti. Sigurvegari mótsins var Svíinn Rasmus Holmberg, en hann lék á samtals 11 undir pari. Sjá má lokastöðuna á PGA Championship Landeryd Masters með Lesa meira
LIV: Branden Grace sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar á Pumpkin Ridge!
Það var Branden Grace frá S-Afríku, sem sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar, LIV Golf Series. Grace lék á samtals 13 undir pari, 203 höggum (69 69 65). Í 2. sæti varð Carlos Ortiz á samtals 11 undir pari. Þriðja sætinu deildu síðan Patrick Reid, sem tók nú í fyrsta sinn þátt í móti á arabísku ofurgolfmótaröðinni og Dustin Johnson, báðir á samtals 9 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á Pumpkin Ridge með því að SMELLA HÉR:
Golfgrín á laugardegi (27/2022)
Einn á ensku: A little girl was at her first golf lesson when she asked a question. “Is the word spelled P-U-T or P-U-T-T?” She asked her instructor. “P-U-T-T is correct,” the instructor replied. “P-U-T means to place a thing where you want it. “P-U-T-T means merely a futile attempt to do the same thing.”
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Sigurjónsson. Gunnar Þór fæddist 2. júlí 1994 og á því 28 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gunnar Þór hefir spilað á Mótaröð þeirra bestu (áður: Eimskipsmótaröðinni) með góðum árangri og hefir m.a. unnið hjá Golfspjall.is. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gunnar Þór Sigurjónsson – 28 ára – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alfred Harry Padgham, f. 2. júlí 1906 – d. 4. mars 1966 ; Steinunn Olina Thorsteinsdottir, 2. júlí 1969 (53 ára) ;Brianne Jade Arthur, 2. Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst úr leik á Italian Challenge Open
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, hóf leik í gær á Italian Challenge Open, en mótið er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram á Golf Nazionale, Viterbo, á Ítalíu, dagana 30. júní – 3. júlí 2022. Guðmundur Ágúst lék 2. hring á 72 höggum og dugði það ekki til, en niðurskurður miðaðist við parið eða betra. Samtals spilaði Guðmundur Ágúst á 1 yfir pari, 145 höggum (73 72) og munaði því aðeins höggi að hann kæmist í gegn. Sjá má stöðuna á Italina Challenge Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Oddný Hrafnsdóttir – 1. júlí 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Oddný Hrafnsdóttir. Oddný er fædd 1. júlí 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag! Oddný var í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, en er nú búsett í Noregi. Oddný er gift Sigurgeir Ólafssyni og á börnin Ólaf og Kristjönu Helgu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Oddnýju til hamingju með afmælið hér að neðan: Oddný Hrafnsdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julien Guerrier, 1. júlí 1985 (37 ára); Jade Schaeffer, 1. júlí 1986 (36 ára); Júlíana Kristný Sigurðardóttir, 1. júlí 1998 (24 ára); Classic Sportbar; Lipurtá Snyrtistofa(35 ára); Bluessamband Reykjavíkur Lesa meira
Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín 2 höggum frá því að komast á Opna breska
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG og Haraldur Franklín Magnús, GR, tóku báðir þátt á lokaúrtökumótinu fyrir Opna mótið 2022, sem er eitt af risamótunum fjórum á þessu ári hjá atvinnukylfingum í karlaflokki. Íslensku kylfingarnir léku á The Prince’s vellinum á Englandi en leikið var á fjórum keppnisvöllum á sama tíma, þriðjudaginn 28. júní. Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur og leiknar voru 36 holur á einum keppnisdegi – og fjórir keppendur af hverjum velli fyrir sig komust inn á sjálft risamótið sem fram fer á St. Andrews vellinum í Skotlandi um miðjan júlí. Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst léku báðir á 144 höggum eða pari vallar og voru þeir tveimur höggum frá því að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ómar Bogason —– 30. júní 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Ómar Bogason. Ómar er fæddur 30. júní 1960 og á því 62 ára afmæli í dag. Ómar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF). Ómar er kvæntur Margréti Urði Snorradóttur og á börnin: Arnar Boga, Helga, Urði Örnu og Dagnýju Erlu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér til þess að óska honum til hamingju með daginn Ómar Bogason – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Park Sr., f. 30. júní 1833 – d. 25. júlí 1903 ; Harriot Sumner Curtis, f. 30. júní 1881 – d. 25. október 1974; Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (37 ára) …. Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tekur nú þátt í Italian Challenge Open, en mótið er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram á Golf Nazionale, Viterbo, á Ítalíu, dagana 30. júní – 3. júlí 2022. Guðmundur Ágúst lék á 2 yfir pari, 73 höggum á 1. hring. Niðurskurður miðast sem stendur við slétt par, þannig að Guðmundur Ágúst þarf að spila 2. hring betur, til að komast í gegn. Sjá má stöðuna á Italina Challenge Open með því að SMELLA HÉR:










