Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2022 | 14:00

Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!

Atvinnukylfingurinn og GR-ingurinn Haraldur Franklín Magnús og unnusta hans Kristjana Arnardóttir eignuðust stelpu, 30. júní sl.

Á facebook síðu sinni segir Haraldur:

Fullkomna stelpan okkar Kristjönu Arnarsdóttur kom í heiminn síðastliðin fimmtudag. Þær mæðgur eru heilsuhraustar og fæðingin gekk vel.
Við foreldrarnir erum að springa úr hamingju og skemmtum okkur við að kynnast stelpunni okkar.
Sjálfur er ég fullur þakklætis og er að springa úr ást á stelpunum mínum. Gríðarlega spennandi tímar framundan.
Þúsund þakkir til allra sem hjálpuðu okkur og öllu fagfólkinu sem við eigum. Mæðravernd, ljósmæður, sjúkraliðar, Landsspítalinn; Þið eruð snillingar.
Leikurinn í tölum:
30 jún.
15,4 merkur (3830 grömm)
52cm
100% snilld.

Golf 1 óskar litlu fjölskyldunni innilega til hamingu og velfarnaðar og heilsuhreysti í framtíðinni!!!!