Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!

Það var pólski kylfingurinn Adrian Meronk, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Horizon Irish Open.

Sigurskor Meronk var 20 undir pari, 268 högg (67 67 68 66). Fyrir sigurinn hlaut Meronk €974,605.92, u.þ.b. 140 milljónir íslenskra króna.

Hann átti heil 3 högg á þann sem næstur kom en það var Ryan Fox, frá Nýja-Sjálandi, sem svo oft áður hefir verið í þessari stöðu að verða nr. 2! Hlýtur að fara að koma hjá honum!

Adrian Meronk er fæddur 31. maí 1993 og er því 29 ára ungur. Hann er með hávaxnari kylfingum á túrnum, 1,97 m á hæð. Meronk gerðist atvinnumaður í golfi 2016 og er þetta fyrsti sigur hans á Evróputúrnum. Hann skrifaði sig jafnframt í golfsögubækurnar, því hann er fyrsti Pólverjinn til þess að sigra á Evróputúrnum. Glæsilegt!

Mótið fór fram á írska glæsigolfstaðnum, sem er mörgum Íslendingnum að góðu kunnugur: Mount Juliet Estate, í Thomastown, Kilkenny á Írlandi, dagana 29. júní – 3. júlí 2022.

Sjá má lokastöðuna á Horizon Irish Open með því að SMELLA HÉR: