
LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Amundi German Masters – Maja Stark sigraði
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í Amundi German Masters, móti á Evrópumótaröð kvenna, (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET)
Mótið fór fram dagana 30. júní – 3. júlí í Golf & Country Club Seddiner See og lauk því í dag.
Guðrún Brá komst því miður ekki gegnum niðurskurð að þessu sinni; lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (73 80) og var ansi langt frá því að ná niðurskurði, sem að þessu sinni miðaðist við samtals 2 yfir par eða betra.

Maja Stark
Sigurvegari í mótinu varð sænski kylfingurinn Maja Stark, en hún lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (68 68 67 70). Landa hennar Jessica Karlsson, sem búin var að vera í forystu hélt ekki haus alveg undir blálokin og deildi 2. sætinu með heimakonunni Leonie Harm, en báðar léku á samtals 14 undir pari og voru því aðeins 1 höggi á eftir Stark.
Maja Stark er fædd 10. desember 1999 og því 22 ára. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2021 og er þetta 3. sigur hennar á LET. Eins á hún í beltinu einn sigur á LET Access. Stark er frá Abbekås, Skurup á Skáni, í Svíþjóð.
Sjá má lokastöðuna á Amundi German Masters með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge