Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 15:15

Skyldu vera golfvellir á Tortola?

Sagan er alltaf að endurtaka sig. Hér má lesa grein ritstjóra Golf1, sem birtist fyrir rúmum 6 árum, nánar tiltekið 27. janúar 2010 á iGolf fréttavefnum og var mest lesna greinin þann daginn (þrefalt meira lesin, en aðrar greinar sem birtust þann dag á iGolf 🙂 Nú þegar Tortola, útrásarvíkingar, aflandssjóðir og afsögn forsætisráðherra eru aftur í umræðunni og hæstvirtur forseti Íslands, sem þekktur var fyrir að halda öllum helstu víkingunum boð og fljúga í einkaþotum þeirra er „hættur við að hætta“ og þykist bjarvættur Íslands,  er vert að rifja þessa óhefðbundnu „golfgrein“ upp: „Sumir telja hálfan þjóðarauð Íslendinga að finna í Karabíahafi, nánar tiltekið á eyjunni Tortola, sem er stærst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 13:00

PGA: 10 bestu ásar golfsögunnar

PGA Tour tók fyrir 5 árum saman myndskeið um hverjir að mati matsmanna mótaraðarinnar væru 10 bestu ásar golfsögunnar, þ.e. ásar í mótum á PGA. Alltaf gaman að rifja svona upp þó margir glæsilegir ásar hafi bæst við golfsöguna á sl. 5 árum … og margir munu eflaust falla í sumar! Hér má sjá myndskeið PGA um 10 bestu ása golfsögunnar: SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 12:00

GB: Breytingar á 8. braut Hamarsvallar

Hótel Hamar ætlar að stækka í vesturátt eða að þeim lóðarmörkum sem GB gaf leyfi fyrir á sínum tíma. Framkvæmdir eru þegar hafnar. Sú framkvæmd krefst breytinga á 8. braut eða hótelbrautinni. Miklar vangaveltur hafa verið um hvort breyta eigi brautinni í stutta „hundslappalega “ par 4 braut eða viðhalda par 3 brautinni. Jóhannes Ármannsson frkv.stjóri GB kallaði til golfvallasérfræðinga sem og að kanna hug Vallarnefndar GB til að fá botn í málið. Undanfarið hefur Edwin Roald unnið að brautarhönnun á 8. braut í fulltingi við Jóhannes og vallarnefnd. Niðurstaða er komin í málið og framkvæmdir vel á veg komnar. Að vísu var fjöldi trjáa tekin upp, aspir, reynir og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 11:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 5. sæti á CAA Championships

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon tóku þátt í CAA (Carolinas Athletic Association) Championships en mótið fór fram í St. James Plantation Reserve Club í Southport, Norður Karólínu. Í þessu svæðamóti voru allir bestu kylfingar í háskólaliðum á Carolina svæðinu og Sunna þar á meðal. Þátttakendur voru 40 í 8 háskólaliðum. Sunna varð í 25. sæti í einstaklingskeppninni á 30 yfir pari, 246 höggum (86 80 80).  Lið Elon varð í 5. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á CAA Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 11:15

Challenge Tour: Þórður Rafn á 79 e. 1. dag

Íslandsmeistarinn í höggleik Þórður Rafn Gissurarson, GR fékk boð um að taka þátt í Red Sea Egyptian Challenge, mótinu á Áskorendamótaröðinni (eða Challenge Tour eins og mótaröðin heitir á ensku og er það heiti notað í fyrirsögn til aðgreinaringar frá íslensku Áskorendamótaröðinni). Hann kom í hús á 7 yfir pari, 79 höggum og er meðal þeirra neðstu, sem lokið hafa leik, en fjölmargir eiga eftir að ljúka leik eða eru jafnvel ekki farnir út þegar þetta er skrifað. Þórður Rafn var meðal þeirra fyrstu sem fóru út í morgun. Á hring sínum fékk Þórður Rafn 1 skramba, 6 skolla og 1 fugl. Til þess að sjá stöðuna á Red Sea Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 10:50

LEK: Mótaskrá 2016

Mótaskrá Landssamtaka eldri kylfinga, LEK, er þétt og fjölbreytt að vanda. Samtökin voru stofnuð árið 1985 og er LEK því að hefja sitt 32. starfsár. Starfsemi LEK hefur farið vaxandi með árunum og sömuleiðis þátttaka í mótum á vegum þess. Ævintýraleg fjölgun hefur orðið á eldri kylfingum frá stofnun LEK árið 1985. Stofnárið munu hafa verið um 200 eldri kylfingar í öllum golfklúbbum landsins og er þá átt við karla 55 ára og eldri og konur 50 ára og eldri, en í dag er talan á sjöunda þúsund. Öldungamótaröðin var á laggirnar sumarið 2014, þar sem hinn „almenni” kylfingur var settur í forgang. Á þessari mótaröð geta allir tekið þátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Gísli varð T-10 og Bjarki T-45 í Indiana

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og Kent State lið þeirra tók þátt í Boilermaker mótinu  í Indiana í bandaríska háskólagolfinu nú sl. helgi, en mótið stóð yfir dagana 16.-17. apríl. Þátttakendur í mótinu voru 84 úr 15 háskólaliðum og gestgjafi í mótinu var Purdue háskóli. Gísli náði þeim glæsilega árangri að verða T-10 , lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (78 68 69). Bjarki varð T-45 og lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (75 76 73). Sjá má umfjöllun á heimasíðu Kent State um mótið með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna í Boilermaker mótinu SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Bjarka og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 10:40

GKG: Opnað fyrir skráningu í golfherma

Frá og með 18. apríl 2016 (þ.e. frá því í fyrradag) hefir verið hægt að bóka tíma í golfhermum GKG. Stefnt er að því að hafa bókunarkerfi á netinu en þar til það verður tilbúið er hægt að bóka tíma í síma 565 7373. Verð fyrir hálftíma fyrir kl. 15:00 á virkum dögum er kr. 1.500 fyrir GKG meðlimi en kr. 2.000 fyrir aðra. Eftir kl. 15:00 og um helgar er verðið kr. 2.000 fyrir GKG meðlimi en kr. 2.700 fyrir aðra. Dæmi: Ef fjórir aðilar velja að spila 9 holur, þá tekur það um 1,5 klst. Ef spilað er eftir kl. 15:00, þá er verðið kr. 6.000,- eða 1.500 á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 10:20

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-3 e. 2. dag Mountain West Championships!

Það er áframhaldandi góða gengið hjá Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK og Fresno State á Mountain West Championships! Guðrún Brá er nú junior þ.e. á 3. ári hjá Fresno State og glæsilegur árangur, sem hún hefir náð í bandaríska háskólagolfinu á námsárum sínum þar. Í gær lék Guðrún Brá á 76 höggum og var með 2 skramba, 4 skolla en líka 4 glæsifugla!!!  Útkoman hringur upp á 4 yfir pari. Samtals er Guðrún Brá búin að spila á 3 yfir pari 147 höggum (71 76). Guðrún Brá er T-3 í einstaklingskeppninni en lið hennar Fresno State er í 2. sæti. Alls taka 9 háskólalið þátt í mótinu og keppendur eru 45 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 09:59

10 frábær „Öpp“ til að ná betri árangri í golfi 2016

Þeir hjá Golfmagic hafa tekið saman lista yfir 10 bestu „öpp-in“ til að bæta frammistöðuna á golfvellinum nú í sumar. Eitt þeirra er SkyProSkyCaddie-app-ið en um það hefir Hank Haney, fv. sveifluþjálfari Tiger Woods m.a. sagt: „Eitt af því frábæra við  SkyPro  er að nemendur geta nýtt sér það til þess að bæta sig. Það er mjög nákvæmt og veitir fólki tækifæri til þess að vinna í golfleik sínum, líkt og þeir væru með kennara, sem segir þeim hvað þeir verði að bæta sig í eða á hverju fókusinn ætti að vera. Þetta er frábær leið til þess að vera á æfingu undir eftirliti jafnvel þó golfkennarinn sé ekki þarna.“ Lesa meira