Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 11:15

Challenge Tour: Þórður Rafn á 79 e. 1. dag

Íslandsmeistarinn í höggleik Þórður Rafn Gissurarson, GR fékk boð um að taka þátt í Red Sea Egyptian Challenge, mótinu á Áskorendamótaröðinni (eða Challenge Tour eins og mótaröðin heitir á ensku og er það heiti notað í fyrirsögn til aðgreinaringar frá íslensku Áskorendamótaröðinni).

Hann kom í hús á 7 yfir pari, 79 höggum og er meðal þeirra neðstu, sem lokið hafa leik, en fjölmargir eiga eftir að ljúka leik eða eru jafnvel ekki farnir út þegar þetta er skrifað.

Þórður Rafn var meðal þeirra fyrstu sem fóru út í morgun.

Á hring sínum fékk Þórður Rafn 1 skramba, 6 skolla og 1 fugl.

Til þess að sjá stöðuna á Red Sea Egyptian Challenge SMELLIÐ HÉR: