Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2016 | 20:00

Fyndið – jafnvel þeir bestu gera mistök! – Myndskeið

Allir kylfingar vita hversu erfitt golfið getur verið stundum. Stutt pútt detta ekki – maður er búin að missa sveifluna – chipin vilja ekki ofan í – ekki er náð inn á flatir á réttum höggafjölda – eða eitthvað annað gjörsamlega neyðarlegt gerist út á velli! Listinn er of langur – og veruleikinn oft skrítnari en skáldskapur. Þeir á PGA Tour hafa sett saman myndskeið, annað birtist fyrir u.þ.b. 3 mánuðum og hitt er aðeins eldra eða hálfs árs (frá því í okt 2015)  þar sem sjá má að jafnvel þeir bestu gera mistök. Sjá má myndskeið nr. 12 (2015) með því að SMELLA HÉR:  Sjá má myndskeiðið nr. 13 (2016) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Christine Song (29/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 28 stúlkur verið kynntar og nú verða kynntar þær 3 sem deildu 19. sætinu en það eru: Benyapa Niphatsophon frá Thaílandi;  Jing Yan, frá Kína og Christine Song frá Bandaríkjunum. Þessar þrjár þurftu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valtýr Auðbergsson – 19. apríl 2016

Það er Valtýr Auðbergsson, alías Ufsaskalli, sem er afmæliskylfingur dagins. Valtýr er fæddur 19. apríl 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Valtýr er í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Valtýr Auðbergsson – 40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Elías Magnússon, GK, 19. apríl 1939 (77 ára); Páll Sævar Guðjónsson, 19. apríl 1970 (46 ára); Matteo Manassero, 19. apríl 1993 (23 ára);  Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun, 19. apríl 1994 (22 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2016 | 12:00

PGA: Willett mun spila á PGA Tour

Danny Willett hefir ákveðið að hann muni nú framvegis aðallega spila á PGA Tour eftir Masters sigurinn á Augusta fyrr í mánuðnum. Þetta er fyrsta risamót ársins og jafnframt fyrsta risamótið, sem Willett hefir sigrað í. Hluti sigurlauna Willett, sem er 28 ára,  er að hann hlýtur 5 ára keppnisrétt á PGA Tour, en síðasta keppnistímabil Willett á PGA Tour mun verða 2020-2021, takist honum ekki að hala inn nokkra sigra á því tímabili og framlengja þar með dvöl sína á mótaröðinni enn meir. Á þessu keppnistímabili hefir Willett 3 sinnum verið meðal 5 efstu í þeim 5 mótum sem hann hefir spilað í, á PGA Tour. Hann sigraði einnig nú í vor Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2016 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-1 eftir 1. dag á Mountain West Championships!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State hófu í gær leik ásamt The Bulldogs, golfliði Fresno State á Mountain West Championships, sem er lokamót hennar á þessu keppnistímabili í bandaríska háskólagolfinu. Hún lék Rancho Mirage völlinn, þar sem 1. risamót kvennagolfsins fór fram, á 1 undir pari, 71 höggi og deilir efsta sætinu ásamt  Katrina Prendergast (Colorado State) og Georgia Lacey (San Diego State) en þær þrjár eru einu einstaklingarnir í mótinu, sem voru á skori undir pari! Á hringnum góða fékk Guðrún Brá 3 fugla 2 skolla og 13 pör – Glæsilegt, eins og Guðrúnar Brár er von og vísa!!! Sjá má umfjöllun um mótið á heimasíðu Fresno State með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2016 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hlýtur heiðurstitilinn Mountain West kylfingur vikunnar!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er svo sannarlega að gera góða hluti með liði Fresno State! Hún hlaut heiðurstitilinn Mountain West Women’s Golfer of the Week, sem myndi útleggjast svo mikið sem Mountain West kvenkylfingur vikunnar. Þennan heiðurstitil hlýtur Guðrún Brá aðallega vegna frábærrar frammistöðu með Fresno State í 2 mótum:  Fresno State Classic (sem fór fram 7.-8. mars s.l.) and Dr. Donnis Thompson Invitational (sem fór fram 22.-23. mars s.l.). Hún hefir eins verið í topp-15 í einstaklingkeppnum í sl. 3 mótum, sem hún hefir tekið þátt í Á heimasíðu Fresno State er nánar gerð grein fyrir þeim heiðri sem Guðrúnu Brá hlotnast og má lesa um það með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2016 | 09:55

Þórður Rafn hefur leik í Egyptalandi á morgun!

Þórður Rafn Gissurarson, GR, Íslandsmeistari í golfi 2015, hefur leik á fimmtudaginn á Áskorendamótaröðinni í golfi – sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Þórður Rafn fékk boð um að taka þátt á mótinu sem fram fer í Egyptalandi en hann er með keppnisrétt á ProGolf mótaröðinni sem er í hópi atvinnudeilda í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Þórður verður í ráshóp með tveimur hollenskum kylfingum fyrstu tvo keppnisdagana áður en fækkað verður í keppendahópnum fyrir lokahringina tvo. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Á fésbókarsíðu sinni skrifar Þórður eftirfarandi: „Á morgun tek ég þátt í mínu fyrsta Challenge Tour móti, Red Sea Egyptian Challenge. Hef leik kl. 6.50 af fyrsta teig og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2016 | 08:00

Þessi saga um matareitrun Tiger og Martin í háskóla er ótrúleg

Tiger Woods greypti ímynd þess hversu harður hann er af sér í huga margra eftir sigurinn 2008 á Opna bandaríska risamótinu. Þá vikuna sigraði Tiger þrátt fyrir að hafa haltrað um Torrey Pines fótbrotinn og gjörsamlega á skjön við fyrirmæli læknisins síns. En áratug áður, á háskólaárum sínum, sýndi Tiger af sér hörku sem skólafélagar hans eru enn að tala um og þeir þekktu aftur vininn sinn á Torrey Pines og hversu ótrúlega hörku Tiger getur sýnt sjálfum sér, þegar eitthvað bjátar á. Það er einfaldlega einkenni þeirra sem eru haldnir fullkomnunaráráttu eins og Tiger að geta ekki viðurkennt að eitthvað sé að hjá þeim, t.a.m. veikindi. Þau eru bara yfirspiluð; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Jóhanna Þorleifs og Ragnar Ólafsson – 18. apríl 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: og Jóhanna Þorleifsdóttir og Ragnar Ólafsson.  Jóhanna er fædd 18. apríl 1961. Jóhanna er fyrrum formaður Golfklúbbs Siglufjarðar. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins hér: Jóhanna Þorleifsdóttir, GKS F. 18. apríl 1961 (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Hinn afmæliskylfingurinn er Ragnar Ólafsson. Hann er fæddur 18. apríl 1976 og á því 40 ára merkisafmæli í dag!!! Ragnar Ólafsson – F. 18. apríl 1976 (40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anne-Marie Palli, 18. apríl 1955 (61 árs, frönsk, var á LPGA); David Wayne Edwards, 18. apríl 1956 (60 ára stórafmæli!!!, var á PGA); Ian Doig, 18. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 15:15

PGA: T-4 – Glæsileg byrjun hjá DeChambeau!

Bryson DeChambeau, 22 ára,  þykir einhver sá alefnilegasti kylfingur sem fram hefir komið á síðustu missurum í Bandaríkjunum. Og hann fékk að spila á fyrsta mótinu sínu í PGA tour nú um helgina …. og hann stóð undir væntingum …. varð jafn öðrum í 4. sæti – sem er stórglæsilegur árangur af 1. móti manns meðal allra bestu kylfinga heims. Hann spilaði lokahringinn á glæsilegum 66 höggum, sem færði honum 4. sætið. Margir hefðu farið yfir um á taugum bara af því einu að vera að spila meðal þeirra bestu, en DeChambeau er með stáltaugur og frekar óvenjulegt golfsett! Sjá eldri grein Golf 1 um það með því að SMELLA Lesa meira