Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Gísli varð T-10 og Bjarki T-45 í Indiana

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og Kent State lið þeirra tók þátt í Boilermaker mótinu  í Indiana í bandaríska háskólagolfinu nú sl. helgi, en mótið stóð yfir dagana 16.-17. apríl.

Þátttakendur í mótinu voru 84 úr 15 háskólaliðum og gestgjafi í mótinu var Purdue háskóli.

Gísli náði þeim glæsilega árangri að verða T-10 , lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (78 68 69).

Bjarki varð T-45 og lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (75 76 73).

Sjá má umfjöllun á heimasíðu Kent State um mótið með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna í Boilermaker mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Bjarka og Gísla er þann 28. apríl n.k. en það er MAC Championship.