Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 11:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 5. sæti á CAA Championships

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon tóku þátt í CAA (Carolinas Athletic Association) Championships en mótið fór fram í St. James Plantation Reserve Club í Southport, Norður Karólínu.

Í þessu svæðamóti voru allir bestu kylfingar í háskólaliðum á Carolina svæðinu og Sunna þar á meðal.

Þátttakendur voru 40 í 8 háskólaliðum.

Sunna varð í 25. sæti í einstaklingskeppninni á 30 yfir pari, 246 höggum (86 80 80).  Lið Elon varð í 5. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á CAA Championship SMELLIÐ HÉR: