Mæðgurnar Heiðrún og Guðrún Brá á Íslandsmótinu í höggleik 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 10:20

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-3 e. 2. dag Mountain West Championships!

Það er áframhaldandi góða gengið hjá Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK og Fresno State á Mountain West Championships!

Guðrún Brá er nú junior þ.e. á 3. ári hjá Fresno State og glæsilegur árangur, sem hún hefir náð í bandaríska háskólagolfinu á námsárum sínum þar.

Í gær lék Guðrún Brá á 76 höggum og var með 2 skramba, 4 skolla en líka 4 glæsifugla!!!  Útkoman hringur upp á 4 yfir pari.

Samtals er Guðrún Brá búin að spila á 3 yfir pari 147 höggum (71 76).

Guðrún Brá er T-3 í einstaklingskeppninni en lið hennar Fresno State er í 2. sæti.

Alls taka 9 háskólalið þátt í mótinu og keppendur eru 45 þeir bestu í háskólaliðum á Mountain West svæðinu.

Sjá má stöðuna á Mountain West Conference Championships með því að SMELLA HÉR: