Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 09:59

10 frábær „Öpp“ til að ná betri árangri í golfi 2016

Þeir hjá Golfmagic hafa tekið saman lista yfir 10 bestu „öpp-in“ til að bæta frammistöðuna á golfvellinum nú í sumar.

Eitt þeirra er SkyProSkyCaddie-app-ið en um það hefir Hank Haney, fv. sveifluþjálfari Tiger Woods m.a. sagt:

Eitt af því frábæra við  SkyPro  er að nemendur geta nýtt sér það til þess að bæta sig. Það er mjög nákvæmt og veitir fólki tækifæri til þess að vinna í golfleik sínum, líkt og þeir væru með kennara, sem segir þeim hvað þeir verði að bæta sig í eða á hverju fókusinn ætti að vera. Þetta er frábær leið til þess að vera á æfingu undir eftirliti jafnvel þó golfkennarinn sé ekki þarna.“

En jafnvel þó „öpp-in“ séu frábær þá er ekkert sem kemur í stað þess að fara til góðs golfkennara – það er því um að gera að gera hvorutveggja; vera hjá golfkennara og æfa sig með golf-app-i.

Hér má sjá góða grein Golfmagic um 10 bestu öpp-in SMELLIÐ HÉR: