Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 12:00

GB: Breytingar á 8. braut Hamarsvallar

Hótel Hamar ætlar að stækka í vesturátt eða að þeim lóðarmörkum sem GB gaf leyfi fyrir á sínum tíma.

Framkvæmdir eru þegar hafnar. Sú framkvæmd krefst breytinga á 8. braut eða hótelbrautinni.

Miklar vangaveltur hafa verið um hvort breyta eigi brautinni í stutta „hundslappalega “ par 4 braut eða viðhalda par 3 brautinni.

Jóhannes Ármannsson frkv.stjóri GB kallaði til golfvallasérfræðinga sem og að kanna hug Vallarnefndar GB til að fá botn í málið.

Undanfarið hefur Edwin Roald unnið að brautarhönnun á 8. braut í fulltingi við Jóhannes og vallarnefnd.

Niðurstaða er komin í málið og framkvæmdir vel á veg komnar.

Að vísu var fjöldi trjáa tekin upp, aspir, reynir og birki, sem við þurfum stuðning félagsmanna GB að koma niður aftur.

Svona lítur hugmyndin um 8. braut út:

Hamarsvöllur - Borgarnes. Mynd: GB