Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 08:15

GS: Henning Darri á besta skorinu í Opna Sumarmótinu!

Völlurinn var frábær í Opna Sumarmóti GS sem fram fór Sumardaginn fyrsta. Um 100 kylfingar tóku þátt og luku 92 leik. Úrslit urðu sem hér segir: Besta Skor: Henning Darri Þórðarson, GK 2 yfir pari, 74 högg 1.sæti punktar Sigurður Hallfreðsson, GG, 38 punktar. 2.sæti punktar Snæbjörn Guðni Valtýrsson,  GS, 36 punktar (17 19) 3.sæti punktar Hjalti Sigurðsson, GR, 36 punktar (18 18) Nándvarverðlaun: 16.braut Júlíus Jónsson, GS. 18.braut Ingólfur Karlsson, GS Golfklúbbur Suðurnesja þakkar kylfingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar kylfingum gleðilegs suamrs. Einnig minnum við alla að völlurinn er opinn og rástíma skráning á golf.is

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2016 | 21:45

Viðtalið: Karl Vídalín Grétarsson

Nú í sumar mun Golf 1 aftur taka til við að taka viðtöl við íslenska og erlenda kylfinga. Fyrsta viðtal sumarsins 2016, birtist í dag, sumardaginn fyrsta og er við framúrskarandi kylfing.  Framvegis munu viðtölin birtast á Golf 1, kl. 18:00 á sunnudögum. En hér fer viðtalið við Kalla, sem er ekki bara tæknilega frábær í golfi, eins og hann á ættir til, heldur líka einstaklega ljúfur og góður spilafélagi. Tja, hundurinn hans Kalla hefur bara alveg rétt fyrir sér!!! Fullt nafn: Karl V. Grétarsson. Klúbbur: GR. Hvar og hvenær fæddistu? Hafnarfirði,  27/9 1961. Hvar ertu alinn upp? Í Hafnarfirði. Í hvaða starfi/námi ertu? Bílstjóri hjá Grayline. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2016 | 18:00

Golf í Egyptalandi  – hið sögufræga Mena House

Þegar talað er um að fara í golfferðalag er fæstum sem dettur í hug Egyptaland sem áfangastað golfara. Þó eru ýmsir kylfingar sem hafa reynslu af golfi í Egyptalandi, t.a.m. Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, sem hefir verið við keppni þar. Landið er í hugum flestra bundið við biblíusögur, forna frægð og hugvit, fátækt, faraóa og pýramíða, Ómar Sharif, stríð við Ísrael eða nú á síðari árum Yacoubian-bygginguna, hið magnaða verk Alaa Al-Aswany um völd, peninga, kynlíf, stjórnmál, trú og ást. Engu að síður eru 14 mjög fjölbreytilegir golfvellir í Egyptalandi, allt frá meira en 100 ára gömlum golfvöllum til nútímalegra valla hönnuðum skv. nýjustu línum í golfvallartísku; golfvöllum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lúðvík Geirsson – 21. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Lúðvík Geirsson, fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann er fæddur 21. apríl 1959 og því 57 ára í dag. Lúðvík er í Golfklúbbnum Keili og hefir spilað golf frá því hann var smástrákur. Sem strákur átti hann (og á eflaust enn) fínt golfsett, sem heill hópur af frábærum kylfingum naut góðs af þegar þeir voru að stíga sín fyrstu spor í golfinu, m.a Þórdís Geirs, margfaldur Íslandsmeistari, systir hans, sem laumaðist í settið hjá eldri bróður sínum, þegar hún var að byrja. Lúðvík er kvæntur Hönnu Björk Lárusdóttur og á 3 syni: Lárus, f. 1984, Brynjar Hans f. 1989 og Guðlaug Bjarka f. 1996, en síðastnefndi sonur Lúðvíks, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2016 | 15:00

Nýtt!!! Golfvellir á Íslandi: Kirkjubólsvöllur í Sandgerði

Golf 1 mun nú í sumar kynna golfvelli á Íslandi og verður byrjað á að kynna Kirkjubólsvöll í Sandgerði. Völlurinn er mörgum kylfingnum að góðu kunnur. Hann er einn af fáum völlum á Íslandi, sem er opinn mestallt árið – jafnvel yfir vetrartímann og að sjálfsögðu meðal fyrstu, sem opnar inn á sumarflatir á vorin. Kirkjuból er sögustaður og á golfvellinum er bæði gamli Kirkjubólsbærinn (Gamlaból) og garðar, sem öllum var skylt að reisa á Suðurnesjum á öldum áður og má sjá víða um völlinn og eru verndaðir og á minjaskrá. Á vellinum þar sem kylfingar leika sér hafa einnig ýmsir merkilegir atburðir í Íslandsssögunni átt sér stað og er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2016 | 12:00

Evróputúrinn: Levy og Soomin efstir e. 1. dag í Kína

Alexander Levy frá Frakklandi deilir forystunni með Lee Soomin, frá S-Kóreu, eftir 1. dag Shenzhen International, sem fram fer í Genzon, í Shenzhen í Kína og er samstarfsverkefni Asíutúrsins og Evrópumótaraðarinnar. Þeir Levy og Soomin eru búnir að spila á 6 undir pari, 66 höggum, hvor. Í 2. sæti er Branden Stone frá S-Afríku; er á 5 undir pari, en á 1 holu eftir óspilaða. Nokkrir eiga eftir að ljúka leik, en leik var frestað vegna myrkurs og þeir sem eiga eftir að ljúka leik eiga aðeins örfáar holur óspilaðar og ólíklegt að nokkur nema e.t.v. Branden Stone frá S-Afríku, nái þeim Levy og Soomin. Til þess að sjá stöðuna SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2016 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno luku leik í 3. sæti!

Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State luku leik í gær á Mountain West Championships og lönduðu 3. sætinu! Guðrún Brá lék 3. hringinn sinn á 76 höggum og lék því á samtals 7 yfir pari 223 höggum (71 76 76). Guðrún lauk keppni T-7, þ.e. deildi 7. sætinu með 2 öðrum, en þetta er 4. mótið í röð, þar sem hún er meðal efstu 15 í mótinu, sem er stórglæsilegur árangur!!! Alls tóku 9 háskólalið þátt í mótinu og keppendur voru 45 þeir bestu í háskólaliðum á Mountain West svæðinu. Sjá má lokastöðuna á Mountain West Conference Championships með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2016 | 08:00

Gleðilegt sumar 2016!

Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og og 4 opin mót á dagskrá, sem er allt annað en í fyrra þegar engin golfmót voru haldin vegna óvenjuharðs vetrar 2014-2015. Jafnframt er GHR með innanfélagmót fyrir félaga sína.  Eftirfarandi mót eru á dagskrá í dag: GS Opna Sumarmót GS Almennt GHR Vorkoma Höggleikur með forgjöf  Innanfélagsmót GÞ Opna Hótel Selfoss Punktakeppni Almennt GM  *****Opna Sumarmót GM og Golfbrautarinnar***** Punktakeppni GHG Jaxlamót Punktakeppni Almennt Alls eru um 280 manns að keppa í dag, þar af 26 kvenkylfingar eða innan við 10% keppenda. Áfram svo kvenkylfingar, dragið fram kylfurnar og spilið í sumar – þið eruð allar frábærar!!! Vonandi er að sumarið verði öllum gott Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 20:00

Golfvellir á Spáni: Las Colinas í Alicante

Las Colinas í Alicante var tekinn í notkun 2010 og … hann er sannkallað himnaríki á jörðu. Um það geta allir vitnað sem spilað hafa hann – þetta er völlur sem mann langar til að koma á aftur og aftur. Allt frá klúbbhúsinu með glæsilegum veitingastað og bar, búningsklefum, golfbúðar, æfingasvæðis, hæðanna (en colinas þýðir s.s. margir vita hólar eða hæðir á spænsku), appelsínutrjánna sem enn bera ávöxt í nóvember… staðurinn er fullkomnun. Hæðirnar eru s.s. nafnið bendir til mikið einkenni vallarins, sem og drifhvítar sandglompurnar og mikið landslag er í vellinum. Par-3 brautirnar eru sérlega eftirminnilegar t.d. er 7. brautin uppáhaldsbraut margra – hún er 95 metrar af rauðum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2016 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karlotta Einarsdóttir – 20. apríl 2016

Það er Karlotta Einarsdóttir, margfaldur klúbbmeistari NK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Karlotta er fædd 20. apríl 1984 og á því 32 ára afmæli í dag!!! Hún hefir orðið klúbbmeistari kvenna í Nesklúbbnum í alls 12 skipti (2000-2002 og 2004-2012) og langoftast allra kvenna í Nesklúbbnum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Karlotta Einarsdóttir F. 20. apríl 1984 (32 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Morris Jr. 20.apríl 1851-d. 1881; Árni Sævar Jónsson, golfkennari, 20. apríl 1943 (73 ára); John Gerard Senden, 20. apríl 1971 (45 ára) …. Lesa meira