Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Elí Björgvinsson. Ágúst Elí er fæddur 11. apríl 1995 og á því 28 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og mikill FH-ingur s.s. hann á ættir til og einn besti markvörður landsins í handboltanum. Auk krefjandi æfinga í handboltanum hefir Ágúst Elí staðið sig vel í ýmsum opnum mótum í golfinu; var m.a. í vinningssæti á Gamlársdagspúttmóti Hraunkots 31. desember 2008 (3. sæti); 1. sæti á Unglingamótaröð GSÍ , 21. júní 2009; í vinningssæti á Opna Teigsmótinu í Þorlákshafnarvelli 8. maí 2010 (3. sæti + nándarverðlaun á 3. braut); 2. sæti í drengjaflokk (15-16 ára) á Arionbankamótaröð unglinga í Leirunni 5. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2023 | 09:00

Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters

Núna í ár var 87. skiptið sem Masters risamótið fór fram. Á þessum tímapunkti er e.t.v. skemmtilegt að rifja upp nokkrar staðreyndir um mótið. 1. Hver er sá yngsti og sá elsti til þess að sigra á Masters til dagsins í dag? Svar: Sá yngsti til að sigra á Masters er Tiger Woods. Þegar hann vann Masters 1997 var hann aðeins 21 árs – og hann sigraði með þvílíkum yfirburðum, átti heil 12 högg á næsta keppanda, sem er jafnframt metið yfir mesta mun á skori milli 1. og 2. sætishafa á Master risamótinu.  Það er af sem áður var, nú í ár (2023) þótti afrek að hann skyldi komast í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2023 | 20:00

25.000 fréttir skrifaðar á Golf1

Golf1 golffréttavefurinn hóf göngu sína formlega 25. september 2011 og hefir því verið starfandi í 12 ár á þessu ári. Frá því að hafist var handa með vefinn hafa verið skrifaðar 25.000,- fréttir og var sú 25 þúsundasta skrifuð í dag! Þetta jafngildir því að skrifaðar hafi verið u.þ.b. 6 golffréttir á dag sl. 12 ár. Mjög mikill metnaður var á upphafsárum Golf 1 og voru reglulega skrifaðar u.þ.b. 10 fréttir á dag og þegar mest var voru skrifaðar 20 golffréttir á einum degi á Golf 1. Einnig var meira um það að farið var í mót og myndir teknar af keppendum, sem mæltist vel fyrir, enda myndaraðir úr mótum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Elín Illugadóttir. Hún er fædd 10. apríl 1967 og á 56 ára afmæli í dag! Hér má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið Elín Illugadóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hafliði Þórsson, GO, 10. apríl 1949 (74 ára); Sverrir Haraldsson, 10. apríl 1951 (72 ára); Miguel Fernández, argentínskur, 10. apríl 1962 (61 árs); Patrice Mourier, franskur 10. apríl 1962 (61 árs); Elín Illugadóttir, 10. apríl 1967 (56 ára); Þórður Þórðarson, 10. apríl 1972 (51 árs); Þórunn Högna, 10. apríl 1975 (48 ára) ….. og ….. Grindavíkurbær – Góður Bær, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2023 | 13:00

Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“

Hér má sjá brot af fréttamannafundi Jon Rahm, sigurvegara Masters 2023 eftir að honum hafði verið fenginn Græni Jakkinn. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Rahm m.a. að hann hafi aldrei ímyndað sér að hann myndi tárast við að sigra í móti – það hafi þó gerst á 18. eftir að ljóst var hann hefði sigrað á Masters. Rahm sagðist hafa fundið fyrir stuðningi Seve á lokahringnum og sigurinn væri tileinkaður Seve. Þetta var 10. risamótssigur Spánar og 2. risamótssigur Rahm. Sjá myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2023 | 00:20

Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn

Sam Bennett áhugamaður, sem spilaði á Masters 2023 á sérstakri undanþágu og boðskorti frá Augusta National, stóð svo sannarlega undir væntingum sem til hans voru gerðar. Framkvæmdastjórn Augsta National mat það svo að Bennett ætti heima meðal þeirra bestu í heiminum og þó hann ætti í raun ekki þátttökurétt í risatmótinu eftir hefðbundnum leiðum, en honum var boðið sérstaklega. Sjá eldri grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Í Masters 2023 voru 87 þátttakendur og skorið niður miðja vegu eins og venja er nema hvað ákveðið var fyrirfram að 54 efstu myndu ná niðurskurði. Bennett flaug í gegnum niðurskurð og gerði sér lítið fyrir og varð T16 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2023 | 23:00

Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!

Það var Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari á Masters 2023, 87. Masters mótinu frá upphafi. Sigurskor Rahm var 12 undir pari, 276 högg (65 69 73 69). Annað sætið deildu LIV kylfingarnir Phil Mickelson og Brooks Koepka, báðir á samtals 8 undir pari, hvor, en Koepka, sem búinn var að vera í forystu allt mótið átti afleitan lokahring upp á 75 högg. Jordan Spieth, Patrick Reed og Russell Henley deilda síðan 4. sætinu á samtals 7 undir pari, hver. Jon Rahm er fæddur 10. nóvember 1994 og því 28 ára, Sigurinn á Masters er sá 21. á atvinnumannsferli Rahm og sá 11. á PGA Tour. Þetta er fyrsti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023

Afmæliskylfingur dagsins Hörður Hinrik Arnarson.  Hörður er í Golfklúbbnum Keili, golfkennari og framkvæmdarstjóri hjá GolfSaga ehf.. Hörður fæddist 9. apríl 1967 á Sólvangi í Hafnarfirði og á því 56 ára afmæli í dag. Hörður byrjaði í golfi 11 ára, árið 1978 vegna þess að foreldrar hans, Örn og Bjarney, fóru út á golfvöll og hann fylgdi þeim. Hörður var á tímabili aðstoðarmaður landsliðsþjálfara í golfi og hefir ásamt Magnúsi Birgissyni og Ragnhildi Sigurðardóttur kennt þúsundum Íslendinga golf í Portúgal og á Spáni, einkum á Matalascañas og Costa Ballena. Hörður er kvæntur og á 3 börn og eitt fósturbarn: Dag, Einar Örn, Tinnu Alexíu og Söru Margréti. Aðrir frægir kylfingar sem eiga Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2023 | 12:00

Masters 2023: Tiger dró sig úr Masters!

Tiger Woods dró sig úr Masters 2023 vegna meiðsla, sem tóku sig upp hjá honum núna í gær, eftir 7 spilaðar holur af 3. hring.. Hann tilkynnti um fyrirætlan sína að draga sig úr Masters  á Twitter: „I am disappointed to have to WD this morning due to reaggravating my plantar fasciitis. Thank you to the fans and to @TheMasters who have shown me so much love and support. Good luck to the players today!„ Tiger var búinn að spila á (74 73) og rétt slapp gegnum niðurskurð, sem er bara býsna fínt hjá honum!!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2023 | 09:00

Masters 2023: Koepka leiðir fyrir lokahringinn

Það er Brooks Koepka sem leiðir eftir 3. hring á Masters 2023; á samtals 13 undir pari. Koepka hefir nú verið í forystu Masters 2023 allt frá 1. degi. Uppfærsla: Á laugardeginum átti Jon Rahm eftir að ljúka leik var á samtals 9 undir pari í lok dags, en leik á risamótinu var þá enn frestað vegna veðurs. Rahm saxaði þó enn meir á forskot Koepka og þegar hann lauk 3. hring, nú í dag (sunnudaginn 9. apríl)  þá var forskotið milli þessara tveggja forystumanna mótsins aðeins 2 högg. Spennandi hvað gerist í kvöld? Hvor þeirra stendur uppi sem sigurvegari? Eða gerist eitthvað óvænt og einhver enn annars stelur sigrinum?