
Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023
Afmæliskylfingur dagsins Hörður Hinrik Arnarson. Hörður er í Golfklúbbnum Keili, golfkennari og framkvæmdarstjóri hjá GolfSaga ehf.. Hörður fæddist 9. apríl 1967 á Sólvangi í Hafnarfirði og á því 56 ára afmæli í dag.
Hörður byrjaði í golfi 11 ára, árið 1978 vegna þess að foreldrar hans, Örn og Bjarney, fóru út á golfvöll og hann fylgdi þeim.
Hörður var á tímabili aðstoðarmaður landsliðsþjálfara í golfi og hefir ásamt Magnúsi Birgissyni og Ragnhildi Sigurðardóttur kennt þúsundum Íslendinga golf í Portúgal og á Spáni, einkum á Matalascañas og Costa Ballena. Hörður er kvæntur og á 3 börn og eitt fósturbarn: Dag, Einar Örn, Tinnu Alexíu og Söru Margréti.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Seve Ballesteros, 9. apríl 1957 (hefði orðið 66 ára í dag); Þórunn Einarsdóttir, 9. apríl 1959 (64 ára); Valgerður Pálsdóttir, 9. apríl 1961 (62 ára); Helen Alfredson, 9. apríl 1965 (58 ára); Ingibjörg Birgisdóttir, 9. apríl 1966 (57 ára); Ólöf María Einarsdóttir, GM, 9. apríl 1999 (24 ára) … og …
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023
- apríl. 9. 2023 | 12:00 Masters 2023: Tiger dró sig úr Masters!
- apríl. 9. 2023 | 09:00 Masters 2023: Koepka leiðir fyrir lokahringinn