Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Sigurðsson – 15. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Sigurðsson. Ottó er fæddur 15. nóvember 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Ottó er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann hefir æft golf frá árinu 1993, þ.e. frá 14 ára aldri. Hann var m.a. skráður í PGA á Íslandi og því atvinnumaður í golfi 2007-2009. Hann hefir staðið sig geysivel í fjölmörgum opnum mótum og mætti sem dæmi nefna glæsilegan sigur hans í ZO-ON mótinu 19. júní 2010, þegar hann spilaði Hvaleyrina á -5 undir pari, 66 höggum. Aðeins 3 vikum áður sigraði Ottó höggleikinn á Vormóti Hafnarfjarðar og svo mætti sem dæmi nefna sigur hans á 1. maí móti GHR Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Petrea Jónsdóttir – 14. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Petrea Jónsdóttir. Petrea er fædd 14. nóvember 1949 og á því 70 ára merkisafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Petreu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Petrea Jónsdóttir – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 – d. 21. apríl 1939; Samuel Henry „Errie“ Ball. f. 14. nóvember 1910 – d. 2. júlí 2014; Ágústa Hansdóttir (61 árs); Orense Golf Madrid (61 árs); Jacob Thor Haraldsson (57 ára); André Bossert, svissneskur, 14. nóvember 1963 (56 ára); Nicolas Colsaerts, 14.nóvember 1982 (37 ára); Bent Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rafn Stefán Rafnsson – 13. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Rafn Stefán Rafnsson. Rafn Stefán er fæddur 13. nóvember 1978 og er því 41 árs STÓRAFMÆLI í dag. Rafn Stefán er í Golfklúbbi Borgarness. Hann var áður í GO og hefir m.a. orðið klúbbmeistari GO. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rafn Stefán Rafnsson (41 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Jay Sigel, 13. nóvember 1943 (76 ára); Marianna Fridjonsdottir, 13. nóvember 1953 (66 ára); Þuríður Bernódusdóttir, 13. nóvember 1954 (65 ára); Rosie Jones, 13. nóvember 1959 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Rögnvaldur A Sigurðsson, 13 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2019 | 17:00

Hver er kylfingurinn: Tyrrell Hatton?

Tyrrell Hatton sigraði í 4. sinn á atvinnumannsferli sínum á Evróputúrnum sl. sunnudag þ.e. á Turkish Airlines Open. Hann er ekki alveg óþekkt nafn í golfheiminum, en heldur ekki sá þekktasti. Er að festa sig í sessi. Hver er kylfingurinn kunna sumir að spyrja? Tyrrell Glen Hatton fæddist 14. október 1991 í High Wycombe, Buckinghamshire, í Englandi og er því 28 ára. Sem áhugamaður fyrir 9 árum, aðeins 19 ára tók hann í fyrsta sinn þátt í risamóti þ.e. Opna breska 2010. Besti árangur hans í risamótum er T-5 árangur, einmitt á Opna breska, árið 2016. Áður en hann komst á Áskorendamótaröð Evrópu 2012 spilaði Hatton aðallega á PGA EuroPro Tour Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lucas Glover –—— 12. nóvember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Lucas Glover. Glover er fæddur 12. nóvember 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Glover hefir sigrað 6 sinnum á atvinnumannsferli sínum þar af þrívegis á PGA Tour. Þekktastur er hann e.t.v. fyrir það að hafa sigrað á Opna bandaríska 2009.  Hin síðari ár hefir hann verið í fréttum vegna heimilserja, þ.e. eiginkonan, Krista,  á það til að tuska hann til þegar honum gengur ekki nógu vel í golfinu, sbr. t.d. eftirfarandi frétt Golf 1 SMELLIÐ HÉR:  Þau Krista eiga 2 börn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hljóðfæraverslunin Rín (77 ára); John Schroeder, 12. nóvember 1945 (74 ára); Delroy Cambridge, 12. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2019 | 18:00

Úrtökumótin f. Evróputúrinn: Haraldur komst ekki á 3. stigið

Haraldur Franklín Magnús, GR tók þátt í 2. stigs úrtökumóti fyrir Evróputúrinn á Alenda golfstaðnum, í Alicante, á Spáni. Haraldur Franklín lék á samtals 5 yfir pari og komst því miður ekki á lokaúrtökumótið. Hann lék lokahringinn vel; var á 2 undir pari en það dugði því miður ekki til. Sigurvegari í Alenda úrtökumótinu varð Norðmaðurinn Jarand Ekelund Arnoy, en hann lék á samtals 11 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Alenda 2. stigs úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2019 | 17:00

Úrtökumótin f. Evróputúrinn: Bjarki kominn á lokaúrtökumótið!!!

Bjarki Pétursson, GKB, tók þátt í 2. stigs úrtökumóti fyrir Evróputúrinn, sem fram fór í Club de Golf Bonmont, í Tarragona, á Spáni 8.-11. nóvember 2019 Bjarki lék á samtals 5 undir pari í mótinu og varð T-8 og er þar með kominn í lokaúrtökumótið, sem fram fer á Lumine golfstaðnum á Spáni, 15.-20. nóvember n.k. Lokahringurinn hjá Bjarka var sérlega glæsilegur en hann lék á 6 undir pari, 66 höggum. Sigurvegarinn í mótinu í Bonmont var ítalski kylfingurinn Aron Zemmer, en hann lék á samtals 12 undir pari. Sjá má lokastöðuna á 2. stigs úrtökumótinu í Bonmont með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Arnar Unnarsson, Halla Bjarnadóttir og Ólöf Baldursdóttir ——-– 11. nóvember 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Arnar Unnarsson, Halla Bjarnadóttir og Ólöf Baldursdóttir. Arnar er fæddur 11. nóvember 1967 og á því 52 ára afmæli! Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Elsku Arnar Unnarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Halla Bjarnadóttir er fædd 11. nóvember 1967 og á því 52 ára afmæli í dag! Hún er frá Kirkjubæjarklaustri en býr í Reykjavík. Komast má á facebook síðu Höllu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Elsku Halla Bjarnadóttir – Innilega til hamingju með 52 ára afmælið!!! Síðast en ekki Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Hatton sigraði í Tyrklandi

Tyrrell Hatton stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum: Turkish Airlines Open. Hatton þurfti að hafa fyrir sigrinum því 6 manns börðust í bráðabana þeir: Matthias Schwab frá Austurríki; Ken Kitayma frá Bandaríkjunum, Benjamin Herbert og Victor Perez frá Frakklandi, sem og Eric van Rooyen frá S-Afríku. Allir voru á samtals 17 undir pari eftir hefðbundnar 72 holur. Hatton hafði að lokum sigur á 4. holu bráðabanans. Sjá má lokastöðuna á Turkish Airlines Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2019 | 20:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst og Andri Þór komust á lokaúrtökumótið!!!

Það voru 3 kylfingar sem tóku þátt í 2. stigs úrtökumóti á Desert Springs golfstaðnum í Almería á Spáni: Andri Þór Björnsson, GR; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Rúnar Arnórsson, GK. Skemmst er frá því að segja að Andri Þór fékk einhverja bestu afmælisgjöf, sem hann gat gefið sjálfum sér … hann er kominn á lokaúrtökumótið. Sama er að segja um Íslandsmeistarann í höggleik 2019; Guðmund Ágúst. Rúnar Arnórsson varð T-52 og er því miður úr leik en einvörðungu 20 efstu og þeir sem jafnir voru í 20. sætinu komust inn á lokaúrtökumótið. Rúnar lék á samtals 10 yfir pari en til þess að eiga möguleik að komast í 20 Lesa meira