Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2022 | 14:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tekur nú þátt í Italian Challenge Open, en mótið er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram á Golf Nazionale, Viterbo, á Ítalíu, dagana 30. júní – 3. júlí 2022. Guðmundur Ágúst lék á 2 yfir pari, 73 höggum á 1. hring. Niðurskurður miðast sem stendur við slétt par, þannig að Guðmundur Ágúst þarf að spila 2. hring betur, til að komast í gegn. Sjá má stöðuna á Italina Challenge Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Íslandsmeistarinní holukeppni 2017, Egill Ragnar Gunnarsson. Egill Ragnar er fæddur 29. júní 1996 og á því 26 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Egils Ragnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Egill Ragnar Gunnarsson – 26 ára – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lonnie Nielsen 29. júní 1953 (69 ára); Sigurður Pétursson, f. 29. júní 1960, d. (hefði. orðið 62 ára); Kolbrún Kolbeinsdóttir, 29. júní 1964 (58 ára); Þórir Tony Guðlaugsson, 29. júní 1969 (53 ára); Hans Steinar Bjarnason, 29. júní 1973 (49 ára); Jeanne-Marie Busuttil, 24. júní 1976 (46 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Freyja Benediktsdóttir. Freyja er fædd 28. júní 1953 og er því 69 ára. Sambýlismaður Freyju er Einar Jóhann Herbertsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Freyja Benediktsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter H. Oakley, 28. júní 1949 (73 ára); Jim Nelford, 28. júní 1955 (67 ára); Warren Abery 28. júní 1973 (49 ára);  Kollu Keramik (69 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2022 | 12:00

GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!

Þórdís Geirs fór holu í höggi á 10. braut Hvaleyrarbrautarinnar (Bergvíkinni). Þetta var flott högg, sem fór að sögn beint ofan í holu og skemmdi lítillega holubarminn í leiðinni, s.s. Þórdís greindi sjálf frá á facebook síðu sinni. Þetta er í 2. skipti sem Þórdís fær ás í Bergvíkinni, en þetta er 5. ásinn á ferlinum. Þórdís stefnir á að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik, sem fram fer á Vestmannaeyjavelli 4.-7. ágúst n.k. Golf 1 óskar Þórdísi innilega til hamingju með ásinn!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er David Leadbetter .David er fæddur 27. júní 1952 og fagnar því 70 ára merkisafmæli í dag!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru eftirfarandi: Catherine Lacoste, 27. júní 1945 (77 ára); David Leadbetter (bandarískur golfkennari) 27. júní 1952 (70 ára); Ólafur Þorbergsson, 27. júní 1968 … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is Í aðalmyndaglugga: Afmæliskylfingurinn David Leadbetter ásamt nemanda sínum Lydíu Ko frá Nýja-Sjálandi


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2022 | 06:00

PGA: Schauffele sigurvegari Travelers

Það var Xander Schauffele sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour: Travelers Championship. Sigurskor Schauffele var 19 undir pari, 261 högg (63 63 67 68). JT Poston og Sahith Theegala deildu 2. sætinu á samtals 17 undir pari, hvor. Að venju fór mótið fram í Cromwell Conneticut, nú dagana 23.-26. júní 2022. Til þess að sjá lokastöðuna á Travelers Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2022 | 23:30

Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters

Það var Haotong Li frá Kína sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum, BMW International Open. Hann og Thomas Pieters frá Belgíu voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holu spil og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Báðir léku á samtals 22 undir pari, hvor. Í bráðabananum hafði Li betur eftir að hafa naumlega sloppið við vatnshindrun á 1. holu bráðabanans. Síðan setti hann niður monsterpútt, sem Pieters hafði ekki sjéns að jafna við. Því var sigurinn Li. Í 3. sæti varð Ryan Fox frá Nýja-Sjálandi á samtals 20 undir pari. Mótið fór að venju fram í Golfclub München Eichenried, München, Þýskalandi – nú Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2022 | 23:00

KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!

KPMG PGA Women’s Championship risamótið fór fram í Congressional Country Club, í Bethesda, Maryland, dagana 21. – 26. júní 2022 og lauk nú í dag. In Gee Chun frá S-Kóreu er sigurvegari mótsins. Sigurskorið var samtals 5 undir pari (64 69 75 75). Öðru sæti deildu hin ástralska Minjee Lee og Lexi Thompson frá Bandaríkjunum, en báðar voru einu höggi á eftir Chun, þ.e. á samtals 4 undir pari, hvor.  Enn öðru höggi á eftir í 4. sæti varð hin thaílenska Atthaya Thitikul, á samtals 3 undir pari. Chun hlaut 1,35 milljónir bandaríkjadala fyrir sigurinn (u.þ.b. 183.6 milljónir íslenskra króna), sem er hæsta verðlaunafé í kvennagolfinu til þessa. Sjá má Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins í dag er Benedikt Árni Harðarsson. Benedikt Árni er fæddur 26. júní 1995 og á því 27 ára afmæli í dag. Benedikt Árni er í Golfklúbnbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Benedikt Árni Harðarson – 27 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Babe Didrikson Zaharias, 26. júní 1911-d. 27. september 1956; Áslaug Helgudóttir, 26. júní 1958 (64 ára); Rakel Gardarsdottir, GR, 26. júní 1963 (59 ára); Pamela Wright, 26. júní 1964 (58 ára); Rúnar Már Smárason, 26. júní 1971 (51 árs);  Guðrún Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2022 | 22:00

KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn

KPMG PGA Women’s Championship risamótið fer nú fram í Congressional Country Club, í Bethesda, Maryland, dagana 21. – 26. júní 2022. Fyrir lokahringinn leiðir In Gee Chun frá S-Kóreu. Hún er búin að spila á samtals 8 undir pari (64 69 75). Chun hefir 3 högga forystu á þær sem deila 2. sætinu en það eru: Lexi Thompson, Hye-Jin Choi og Sei Young Kim. Ein í 5. sætinu er síðan hin ástralska Hannah Greene, á samtals 4 undir pari. Búið er að tvöfalda vinningsfé í mótinu um helming, en það var í 4,5 milljónum bandaríkjadala en er nú $ 9 milljónir. Sjá má stöðuna á KPMG PGA Women´s Championship með Lesa meira