Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Marzibil Sæmundardóttir – 3. júlí 2020

Það er Marzibil Sæmundardóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Marzibil er fædd 3. júlí 1974 og á því 46 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Marzibil til hamingju með afmælið hér að neðan Marzibil Sæmundardóttir– Innilega til hamingju með 46 ára afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Johnny C. Palmer, f. 3. júlí 1918 – d. 14. september 2006; Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir, 3. júlí 1956 (64 ára); Postulín Svövu (61 árs); Baldvin Örn Berndsen, 3. júlí 1962 (58 ára); Halldór Örn Sudsawat Oddsson, 3. júlí 1964 (56 ára); Anna Jóna Jósepsdóttir, 3. júlí 1987 (33 ára); Ji-Young Oh, 3. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2020 | 20:00

Ólafía Þórunn og Axel Íslandsmeistarar í holukeppni 2020

Íslandsmótinu í holukeppni 2020 lauk í dag, sunnudaginn 21. júní 2020, á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Axel Bóasson, GK, fögnuðu sigri eftir spennandi keppni í úrslitaleikjunum. Þetta er í þriðja sinn sem Ólafía Þórunn sigrar á þessu móti og í annað sinn sem Axel vinnur Íslandsmótið í holukeppni. Hákon Örn Magnússon, GR og Axel Bóasson, GK léku til úrslita í karlaflokki. Í kvennaflokki mættust Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Eva Karen Björnsdóttir, GR í úrslitum. Axel sigraði 1/0 gegn Hákoni eftir hörkuleik. Guðmundur Ágúst landaði þriðja sætinu með 4/3 sigri gegn Ólafi. Ólafía Þórunn sigraði 4/3 í úrslitaleiknum gegn Evu Karen. Ragnhildur sigraði Guðrúnu Brá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Sigurðardóttir – 21. júní 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Sigurðardóttir, GR. Ragnhildur er fædd 21. júní 1970 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Ragnhildur er margfaldur Íslandsmeistari í golfi og jafnframt margfaldur klúbbmeistari GR og hin síðari ár þekkt sem einn besti golfkennari Íslands. Afrek Ragnhildar eru kunnari en frá þurfi að segja en meðal síðari tíma afreka er að hún varð sigurvegari Einvígsins á Nesinu 2018. Ragnhildur er í sambandi með Jóni Andra Finnssyni og á þrjár dætur Hildi Kristínu, Lilju og Söru Líf (dóttir Jóns Andra). Hér má sjá eldra viðtal Golf1 við Ragnhildi með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjört Bjarnadóttir – 17. júní 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Dagbjört Bjarnadóttir. Dagbjört er fædd 17. júní 1963. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún var ávallt meðal efstu í púttmóti Keiliskvenna og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta með góðum árangri. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Dagbjört Bjarnadóttir (57 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Judy Kimball Simon, 17. júní 1938 (82 ára); Ísland Best Í Heimi, 17. júní 1944 (76 ára); Iceland Ísland (76 ára); Fallega Fólkið, 17. júní 1944 (76 ára) Cathy Sherk (née Graham, 17. júní 1950 (70 ára Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2020 | 07:00

Gleðilegan Þjóðhátíðardag 2020!

Gleðilegan Þjóðhátíðardag! Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags! Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Jón Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811 á Hrafnseyri við Þingeyri og hefði orðið 209 ára í dag! Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu. Í boði eru 13 eftirfarandi mót fyrir kylfinga víðsvegar um landið í dag (tveimur mótum fleiri en í fyrra og 1 móti fleira en í hittifyrra) en aðeins 7 af þeim almenn: 1 Rauðkumót 1 Golfklúbbur Siglufjarðar 17.6.2020 2 Kaffi Krókur 3 Golfklúbbur Skagafjarðar 17.6.2020 3 OPNA ICELANDAIR Nesklúbburinn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Phil Mickelson og Sigurþór Ingólfsson–—- 16. júní 2020

Það eru þeir Sigurþór Ingólfsson og Phil Mickelson, sem eru afmæliskylfingur dagsins. Báðir eru fæddir 16. júní 1970 og eiga því 50 ára STÓRafmæli í dag!!! Mickelson fæddist í San Diego í Kaliforníu. Mickelson er nú nr. 64 á heimslistanum og hefir hann færst niður um 40 sæti frá því á sama tíma fyrir ári. Mickelson er í 9. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast PGA Tour mót (en Mickelson hefir sigrað í 44 slíkum mótum og nálgast óðfluga þann, sem er í 8. sæti með 45 sigra). Eins hefir Phil sigrað þrívegis á Masters (2004, 2006 og 2010); einu sinni á Opna breska (2013) og einu sinni á PGA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Monique Smit (46/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Justin Leonard – 15. júní 2020

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Justin Leonard. Justin sem heitir fullu nafni Justin Charles Garrett Leonard fæddist í Dallas, Texas 15. júní 1972 og er því 48 ára í dag. Leonard gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Á þeim tíma hefir hann m.a. sigrað í 12 mótum á PGA mótaröðinni. Einn fræknasti sigur Leonard var þegar hann sigraði á Opna breska árið 1997. Leonard er kvæntur Amöndu og á 4 börn: Skylar Charles Leonard, Luke Garrett Leonard, Avery Kate Leonard og Reese Ella Leonard. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ives Abbott, 15. júní 1878; Salthússmarkaður Á Stöðvarfirði 15. júní 1970 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Rakel Þorbergsdóttir, 15. júní Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2020 | 23:59

PGA: Berger sigraði á Charles Schwab e. bráðabana

Það var Daníel Berger sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, Charles Schwab Challenge. Sigurinn kom eftir bráðabana við Collin Morikawa, en báðir voru þeir á 15 undir pari, 265 höggum eftir hefðbundnar 72 holur. Daníel Berger er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á PGA og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum, með því að SMELLA HÉR:  Þriðja sætinu deildu 4 kylfingar: Xander Schauffele, sem var í forystu fyrir lokahringinn, enski kylfingurinn og „Íslandsvinurinn“ Justin Rose, Bryson DeChambeau og Jason Kokrak. Sjá má lokastöðuna á Charles Schwab Challenge með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2020 | 23:00

BOU GSÍ 2020 (2): Jón Gunnarsson sigraði í piltaflokki 19-21 árs

Nettó mótið – annað mótið á Barna- og Unglingamótaröð (hér skammst. BOU) GSÍ fór fram á Leirdalsvelli dagana 11.-13. júní s.l. Alls kepptu 130 börn og unglingar í golfi í mótinu. Í piltaflokki þ.e. flokki 19-21 árs pilta luku 10 keppni. Sigurvegari var  heimamaðurinn Jón Gunnarsson, GKG og var heildar- og sigurskor hans samtals 4 yfir pari, 217 högg . Spilaðir voru 3 hringir hjá keppendur 17 ára og eldri. Sjá má heildarúrslitin í piltaflokki 19-21 árs í Nettómótinu hér að neðan: 1 sæti Jón Gunnarsson, GKG, 4 yfir pari 217 högg (68 74 75). 2 sæti Andri Már Guðmundsson, GM, 7 yfir pari, 220 högg (71 71 78). 3 sæti Lesa meira