Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2023 | 16:16

Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5

Trylltir áhangendur í sæluvímu streymdu inn á Marco Simone golfvöllinn í Guidonia, rétt fyrir utan Róm á Ítalíu, þar sem Ryder Cup 2023 hefir farið fram sl. 3 daga, eftir að lið Evrópu hafði betur gegn Bandaríkjamönnum 16,5-11,5. Sumir fleygðu sér í vatnstorfærurnar sem eru umhverfis völlinn – en fremur heitt er í Róm. Síðustu tvær viðureignirnar í Rydernum skiptu engu því Fleetwood var áður búinn að gulltryggja Evrópu sigur og kom stöðunni í 15-11. Það þurfti 14 vinninga til að sigra. Shane Lowry hélt jöfnu gegn Jordan Spieth og kom stöðunni í 15,5-11,5. Robert MacIntyre sigraði síðan einnig í viðureign sinni gegn Wyndham Clarke og lokastaðan því 16,5 -11.5, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2023 | 15:40

Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!

Ryderinn bikarinn er aftur á leið til Evrópu!!!! 🙂 🙂 🙂 Það var Tommy Fleetwood sem innsiglaði sigur liðs Evrópu eftir að hafa tryggt hálfa stigið, sem lið Evrópu þarfnaðist sárlega.  …. og hann gerði gott betur og sigraði í sinni viðureign gegn Rickie Fowler 3&1 og kom liði Evrópu í 15-11. Justin Thomas var þar áður búinn að vinna Sepp Straka 2&1. Þar með er Ryder bikarinn aftur á leið til Evrópu eftir háðulegt tap liðs Evrópu í Whistling Straits í Wisconsin, Bandaríkjunum fyrir 2 árum (19-9). Þetta er 7. sigur liðs Evrópu í röð í Rydernum á heimavelli!!! Segja má þó að Bandaríkjamenn hafi barist hetjulega í tvímenningnum eftir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2023 | 15:10

Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!

Þeir Viktor Hovland, Rory McIlroy og Tyrrell Hatton unnu allir viðureignir sínar gegn geysisterkum Bandaríkjamönnum í Rydernum í sunnudagstvímenningnum og Jon Rahm hélt jöfnu gegn Scottie Scheffler. Hovland hafði betur gegn Collin Morikawa 4&3 Rory sömuleiðis sigraði Sam Burns 3&1. Hatton vann sína viðureign gegn Brian Harman 3&2. Eins og staðan er nú (kl. 15:30 í sunnudagstvímenningunum) vantar Evrópu aðeins 1/2 vinning til þess að innsigla sigurinn og endurheimta Ryder bikarinn. Af hálfu Bandaríkjamanna hafa Patrick Cantlay, Max Homa og Brooks Koepka og Xander Schauffele unnið sínar viðureignir. Nú er bara beðið eftir úrslitum í 4 viðureignum og eins og staðan er nú lítur allt út fyrir sigur liðs Evrópu. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2023 | 12:00

Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins

Tvímenningsleikir sunnudagsins eru eftirfarandi og jafnframt fylgir staðan kl. 12:30 (að íslenskum tíma): (Feitletruðu eru yfir) 1 Scottie Scheffler g. Jon Rahm 1 UP eftir 13 spilaðar holur 2 Collin Morikawa g. Viktor Hovland  3 UP eftir 11 spilaðar holur 3 Patrick Cantlay g. Justin Rose 2 UP eftir 10 spilaðar holur 4 Sam Burns g.  Rory McIlroy 3 UP eftir 10 spilaðar holur 5 Max Homa g. Matt Fitzpatrick allt jafnt eftir 8 spilaðar holur 6 Brian Harman g. Tyrrell Hatton 1 UP eftir 9 spilaðar holur 7 Brooks Koepka g.  Ludvig Aberg 8 UP thru 8 spilaðar hour 8 Justin Thomas g. Sepp Straka 2 UP thru 7 spilaðar hour 9  Xander Schauffele g.  Nicolai Hojgaard allt jafnt eftir 6 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2023 | 08:00

Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag

Bandaríska Ryder Cup liðið náði sér aðeins á strik á laugardeginum eftir skelfilega byrjun í Rydernum. Fyrir tvímenningsleikina er lið Evrópu þó enn með afgerandi forystu; er með 10,5 vinning gegn 5,5 vinningum bandaríska liðsins. Aðeins 12 tvímenningsleikir eru eftir í dag, sunnudag og  fjórir vinningar, sem skilja Evrópu frá því að endurheimta Ryder bikarinn og halda áfram þriggja áratuga sigurgöngu sinni á heimavelli. Laugardagurinn byrjaði svipað og föstudagurinn þar sem Bandaríkjamenn fóru hægt af stað í morgunfjórmenningunum.. Bandaríska liðið var í uppnámi eftir morgunfjórmenningana sérstaklega þar sem eitt sterkasta tvíeyki þeirra Scottie Scheffler og Brooks Koepka tapaði stórt fyrir Norðurlandatvíeykinu Viktor Hovland og Ludvig Åberg 9&7  Mum tapið vera Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2023 | 21:00

Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!

Logi Sigurðsson, GS, hlaut Björgvinsskálina 2023, sem veitt er fyrir lægsta skor áhugakylfinga á Íslandsmótinu. Skálin er veitt í minningu Björgvins Þorsteinssonar, sexfalds Íslandsmeistara, sem er sá kylfingur sem unnið hefir Íslandsmótið í karlaflokki næstoftast, eða 6 sinnum. Úlfar Jónsson hefir einnig sigrað á Íslandsmótinu 6 sinnum og Birgir Leifur Hafsteinsson, er sá kylfingur sem sigrað hefir oftast á Íslandsmótinu eða alls 7 sinnum. Verðlaunabikarinn er verðlaunagripur sem Björgvin hlaut fyrir fyrsta sigur sinn á Íslandsmóti árið 1971. Björgvin tók þátt í 56 Íslandsmótum þar af 55 mótum í röð, sem er met. Logi er sá þriðji, sem hlýtur Björgvinsskálina en áður hafa hafa hana hlaotið: Arons Snær Júlíusson GKG Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2023 | 19:30

Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!

Íslandsmótinu í golfi lauk í dag á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Logi Sigurðsson, GS eru Íslandsmeistarar 2023. Þetta er í fyrsta sinn sem þau fagna þessum titli. Úrslitin réðust á lokaholunni í dag í blíðviðrinu á Urriðavelli að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum. Helstu úrslit í karlaflokki voru eftirfarandi: 1. Logi Sigurðsson, GS 273 högg (69-67-71-66) (-11) 2.Hlynur Geir Hjartarson, GOS 274 högg (70-65-68-71) (-10) 3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG (69-65-76-67) (-7) Helstu úrslit í kvennaflokki voru eftirfarandi: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 283 högg (70-70-71-71) (-1) 2. -4. Andrea Björg Bergsdóttir, GKG 285 högg (74-71-72-68) (+1). 2.-4. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 285 högg (76-69-69-71) (+1) 2.-4. Hulda Clara Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (32/2023)

Skoskur kylfingur fer í miðasöluna og spyr hvað miði á Ryder bikarinn kosti. „Við eigum eftir nokkra miða á 30.000 krónur,“ segir miðasölumaðurinn. „Allt í lagi láttu mig þá fá miða á 15.000 krónur,“ segir Skotinn. „En það er bara hálft miðaverðið, við megum ekki ….“ byrjar miðasölumaðurinn. „Já, já,“ grípur Skotinn fram í fyrir honum. „En ég hef líka bara áhuga á hvernig öðru liðinu, því evrópska, gengur!!!“


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2023 | 23:00

Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023

Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram í dag á Nesvellinum frábæru veðri. Þetta var í 27. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Félagi áhugafólks um Downs-heilkennni. Félag ághugafólks um Downs-heilkenni veitir fræðslu til foreldra og almennings um Downs heilkennið.  Áhersla er lögð á að vekja athygli á lífi, starfi, hæfileikum og draumum einstaklinga með Downs heilkenni í samfélaginu. Birgir Björn Magnússon sigraði eftir æsispennandi lokaholu þar sem hann sigraði Gunnlaug Árna Sveinsson í „shoot-outi“ á 9. braut. Að móti loknu var verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir sitt framlag til málefnisins.  Mótið er eins og áður sagði Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Guðlaugur Gíslason, fv. alþingismaður og forvígismaður margs góðs í Vestmannaeyjum Guðlaugur var og framúrskarandi kylfingur. Guðlaugur var fæddur 1. ágúst 1908 og á  því 115 ára afmæli í dag. Hann lést 6. mars 1992. Guðlaugur var forystumaður Golfklúbbs Vestmannaeyja um árabil, sem í ár (4. desember) fagnar 85 ára afmæli sínu. Eins var Guðlaugur einn aðalhvatamaður að stofnun Fiska- og Náttúrugripasafns í Vestmannaeyjum, sem í dag heitir Sæheimar. Guðlaugur er faðir Jakobínu Guðlaugsdóttir og Jón Hauks Guðlaugssonar, kylfinga með meiru. _______________________ Hinn afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Liljar Pálsson. Hann er fæddur 1. ágúst 1973 og fagnar því 50 ára stórafmæli!!! Komast má á facebook síðu Guðmundar Liljars Lesa meira