Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2018 | 11:30

Afsökunarbeiðni golfklúbbs f. að hringja á lögreglu vegna hægspilandi blökkukvenna

Golfklúbbur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefir orðið að biðjast afsökunar eftir að hringt var á lögreglu til að fjarlægja holl af blökkukonum af golfvelli vegna meints hægagangs þeirra á golfvellinum. Þeir sem kvörtuðu voru meðeigandi klúbbsins og faðir hans sem voru í holli á eftir blökkukonunum. „Mér fannst eins og okkur hefði verið mismunað“ sagði ein af konunum, Myneca Ojo, í viðtali við York Daily Record. „Þetta var hræðileg reynsla.“ Sandra Thompson og 4 vinkonur hennar hittust s.l. laugardag til þess að spila golfhring í  Grandview golfklúbbnum, þar sem þær eru allar félagar, sagði í frétt blaðsins. Á 2. holu, kom hvítur karlmaður, hvers sonur er meðeigandi klúbbsins til þeirra og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2018 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og félagar T-9 á Sun Belt svæðamótinu e. 2. dag

Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar í Louisiana Lafayette  í bandaríska háskólagolfinu, eru við keppni á Sun Belt Conference Championships. Mótið fer fram dagana 22.-24. apríl og lýkur því í dag – Þátttakendur eru 60 frá 12 háskólum. Eftir fyrstu tvo mótsdagana er Björn Óskar T-39 í einstaklingskeppninni; er búinn að spila á samtals 11 yfir pari, 153 höggum (79 74) – Lið Björns Óskars er T-9 þ.e. deilir 9. sætinu. Lokahringurinn verður spilaður í dag. Fylgjast má með gengi Björns Óskars og Louisiana Lafayetter með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn er T-3 á KCAC svæðismótinu e. 2. dag!!!

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar hans í Bethany háskólanum í Kansas eru nú við keppni á KCAC svæðismótinu, sem fram fer á Buffalo Dunes golfvellinum í Garden City, Kansas, dagana 23.-24. apríl og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 43 frá 8 háskólum. Birgir Björn, sem er busi í háskólanum fær að keppa sem einstaklingur á svæðismótinu! Hann er T-3 þ.e. jafn félaga sínum úr Bethany, Scott Farrall í 3. sæti mótsins!!! Glæsilegur árangur þetta hjá Birgi Birni. Þó Birgir Björn sé ekki í liði Bethany er liðið í 1. sæti í mótinu!!!! Hefði Birgir verið í liði Bethany væri hann á 2.-3. besta skori liðsins. Sjá má stöðuna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karen Guðnadóttir – 23. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er margfaldur klúbbmeistari GS, Karen Guðnadóttir. Karen er fædd 23. apríl 1992 og á því 26 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Karenu til hamingju með afmælið hér að neðan Karen Guðnadóttir – f. 23. apríl 1992 (26 ára) – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Don Ray Massengale, 23. apríl 1937 – d. 2. janúar 2007; Ramón Sota Ocejo 23. apríl 1938 (80 ára STÓRAFMÆLI!!!); Ágúst Ögmundsson, 23. apríl 1946 (72 ár); Peter Teravainen, 23. apríl 1956 (62 ára); Terri Luckhurst, 23. apríl 1959 (59 ára); Joseph (Jodie) Martin Mudd, 23. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2018 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State luku keppni í 5. sæti

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK tóku þátt í Robert Kepler Intercollegiate mótinu. Mótið stóð dagana 21.-22. apríl 2018 og lauk því í gær. Mótið fór fram á Scarlett golfvellinum í Columbus, Ohio og gestgjafar voru The Ohio State University. Þátttakendur voru 84 frá 16 háskólum. Gísli lauk keppni T-17 með samtals skor upp á 5 yfir pari, 218 högg (72 70 76 ). Bjarki lauk keppni T-24 með samtals skor upp á 10 yfir pari, 223 högg (72 76 75). Kent State varð í 5. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Robert Kepler Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Bjarka og Gísla er MAC Championship, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2018 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og félagar sigruðu í Flórida!!!

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar hennar í Albany luku keppni í 1. sæti í MAAC svæðamótinu, sem fram fór á Magnolia golfvellinum á Disney svæðinu í Flórída, dagana 20.-22. apríl og lauk í gær. Þátttakendur í mótinu voru 45 frá 9 háskólum. Helga Kristín lék á samtals 21 yfir pari 237 höggum (76 81 80) og varð T-10, þ.e. jöfn liðsfélaga sínum Caroline Juillat í 10. sæti. Liðsfélagi Helgu Kristínar,  Annie Lee sigraði í einstaklingskeppninni og enn annar liðsfélagi Megan Henry tók bronsið. Til þess að sjá lokastöðuna á MAAC mótinu SMELLIÐ HÉR:  


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2018 | 10:00

Hvað var í sigurpoka Landry?

Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Texasbúans Andrew Landry á Valero Texas Open: DRÆVER: Ping G30 (9°), with Aldila Tour Blue 65X skafti. BRAUTARTRÉ: Ping G (14.5° lagfært í to 15.5°), meðProject X HZRDUS Yellow 75X skafti; (17.5 °), með Project X HZRDUS Yellow 85X skafti. JÁRN: Ping iBlade (3-PW), með Nippon N.S. Pro Modus3 105 X sköftum FLEYGJÁRN: Titleist Vokey Design SM7 (52° og 60°), með True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 sköftum. PÚTTER: Ping PLD ZB-S. BOLTI: Titleist Pro V1x. GRIP: Lamkin Crossline Cord.


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2018 | 08:00

PGA: Landry sigraði á Valero Texas Open – Hápunktar 4. dags

Það var Andrew Landry sem sigraði á Valero Texas Open. Landry er e.t.v. ekki sá þekktasti á PGA Tour og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Sigurskor Landry var 17 undir pari, 271 högg (69 67 67 68). Bandarísku kylfingarnir Sean O´Hair og Trey Mullinax deildu 2. sætinu 2 höggum á eftir Landry, þ.e. á samtals 15 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Levy sigraði í Marokkó!

Það var Frakkinn Alexander Levy sem sigraði á Trophée Hassan II, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Levy lék á samtals 8 undir pari, 280 höggum (72 69 69 70). Levy er fæddur 1. ágúst (líkt og Nökkvi Gunnarsson, NK) 1990 og er því 27 ára. Þetta er 5. sigur hans á Evróputúrnum. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Levy með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti varð spænski kylfingurinn Alvaro Quiros á samtals 7 undir pari. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Lárusdóttir – 22. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Lárusdóttir. Hún er fædd 22. apríl 1958 og er því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Önnu til hamingju hér fyrir neðan: Anna Lárusdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Deane R. Beman 22. apríl 1938 (80 ára STÓRAFMÆLI!!!); Jóna Bjarnadóttir, GSG, 22. apríl 1951 (67 ára); Eric Allen Axley, 22. apríl 1974 (44 ára) …. og ….. Valmar Väljaots Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira