Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Þórey Petra. Þórey er fædd 18. apríl 1997 og á því 22 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Þóreyjar Petru hér að neðan Þórey Petra 22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anne-Marie Palli, 18. apríl 1955 (64 árs, frönsk, var á LPGA); David Wayne Edwards, 18. apríl 1956 (63 ára – var á PGA); Jóhanna Þorleifsdóttir , GKS, 18. apríl 1961 (58 ára); Ian Doig, 18. apríl 1961 (57 ára, kanadískur); Jeff Cook, 18. apríl 1961 (58 ára); Ragnar Ólafsson, f. 18. apríl 1976 (43 ára) …. og ….. List Án Landa-mæra Listahátíð, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2019 | 14:00

Stungið upp í þá sem ekki trúðu á Tiger

Sigur Tiger Woods á 83. Masters mótinu hafði mikla þýðingu fyrir margt fólk, en það er hægt að skipta því (fólkinu) í tvennt: þá sem trúðu á Tiger og þá sem gerðu það ekki. Sl. 11 ár hafa fjölmiðlagúrúar, sérfræðingar og aðrir sjálfskipaðir golfsérfræðingar haft frjálsar hendur til þess að fella dóm yfir Tiger, en nú þegar Tiger sigrar í 5. sinn á Masters þá hafa þeir sem trúðu á Tiger rifnað úr monti og slegið um sig með frösum á borð við  „sagði ég ekki?“ og haft gaman að fara  yfir ýmislegt miður skemmtilegt sem sagt hefir verið um Tiger. Hér má sjá nokkur dæmi: 1 Brandel Chamblee er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2019 | 12:00

Af hverju Tiger tugði tyggigúmmi á leið sinni að 15. risatitlinum?

Það hafa verið margar skondnar fyrirsagnar og líklegast milljón ólíkar, sem skrifaðar hafa verið um 15. risatitilssigur Tiger á Masters í sl. viku. Einn ein af þeim frumlegri er framangreind, en athugulir golfáhugamenn sáu Tiger tyggja tyggigúmmí á Master og þá er næst að spyrja, af hverju? Phil Mickelson komst í fréttirnar fyrir skemmstu vegna þess að hann tuggði tyggigúmmí. Í viðtali við New York Times sagði hann að það að tyggja örvaði heilabörkinn (þ.e. það svæði heilans, sem hefir með minni, tilfinningar og vitrænar aðgerðir að gera og stjórnar hegðun með tilvísun í dómgreind og forsjálni). Í rannsókn frá 2011 sem gerð var af sálfræðingum við St. Lawrence University kom Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill & félagar urðu í 13. sæti í Shoal Creek

Egill Ragnar Gunnarsson og félagar í Georgia State tóku þátt í Shoal Creek Invitational mótinu. Mótið fór fram í í Shoal Creek CC, í Shoal Creek, Birmingham, Alabama dagana 15.-16. apríl s.l. Egill Ragnar var á 4. besta skori liðsins á samtals 233 höggum (78 73 82). Georgia State varð í 13. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Egils Ragnars og félaga er 21. apríl n.k. á The Raven á Miramar Beach í Flórída.


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2019 | 05:45

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur & félagar urðu í 2. sæti á OVC Championship!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) urðu í 2. sæti á OVC Championship, Þetta er í 6. sinn á 7 árum sem EKU er í annað af topp-liðunum í mótinu en alls tóku 45 þátt frá 9 háskólaliðum. Ragnhildur varð T-9 í mótinu og var það 2.-3. besti árangur í liði hennar. Skor Ragnhildar var 8 yfir pari, 224 högg (73 75 76). Glæsilegt hjá Ragnhildi!!! Sjá má lokastöðuna á OVC Championship með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Ragnhildur á OVC Championship. Mynd: EKU


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2019 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar urðu í 1. sæti og Birgir Björn T-8 á Baker Spring Inv.!!!

Tveir íslenskir kylfingar tóku þátt í Baker University Spring Invite, sem fram fór dagana 15.-16. apríl og lauk í gær; margfaldur klúbbmeistari GSS, Arnar Geir Hjartarson og lið hans Missouri Valley og fv. klúbbmeistari Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, Birgir Björn Magnússon og lið hans Bethany Swedes. Birgir Björn gerði sér lítið fyrir og landaði topp-10 árangri, lék á 147 höggum (76 71) og varð T-8. Lið Birgis Björns, Bethany Swedes varð í 4. sæti af 9 sem þátt tóku. Arnar Geir og lið hans Missouri Valley, hins vegar, sigruðu í mótinu, en Arnar Geir var á 5. besta skorinu í liði sínu þ.e. T-24 á skori upp á 154 högg Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2019 | 18:15

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar urðu í 9. sæti Sun Belt Conf. Tournament

Eva Karen Björnsdóttir og félagar í ULM tóku þátt í Sun Belt Conference Tournament, sem fram fór á Hills velli LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Eva Karen lék á samtals 23 yfir pari, 239 höggum (79 83 77) og bætti sig eins og sjá má eftir því sem leið á mótið. Hún varð í 48. sæti í einstaklingskeppninni en ULM varð í 9. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Sun Belt Conference Tournament SMELLIÐ HÉR:  Þetta er síðasta mót á keppnisdagskránni í vor hjá Evu Karenu og ULM.


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug & félagar luku keppni í 5. sæti á MVC Championship

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake háskólanum sigruðu á MVC Championship!!! Mótið fór fram dagana 15.-16. apríl 2019 í Sand Creek CC í Charleston Indiana og lauk því í gær. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum. Sigurlaug lék á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (78 75 79) og varð T-19 í einstaklingskeppninni, var á 3.-4. besta skori Drake. Sjá má lokastöðuna á MVC Championship með því að SMELLA HÉR: Þetta hljóta að vera sár vonbrigði því eftir 1. dag var Drake í efsta sæti!!! Sigurlaug Rún hélt þó sínu á taugatrekkjandi lokahringnum og varð T-19 sætinu, sem hún var í eftir fyrri keppnisdaginn.Vel gert hjá Sigurlaugu Rún!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2019 | 17:00

Nýja Nike/Tiger auglýsingin

Hver hefði trúað því að Tiger, 43 ára, myndi bæta við 5. Masters og 15. risamótstitlinum sínum í ár? Örugglega hinir fjölmörgu stuðningsmenn hans. En efasemdamennirnir og baknagararnir voru líka margir! Nú eftir að Tiger hefir sýnt og sannað að hann getur þetta enn og er m.a. risinn upp í 6. sætið á heimslistanum, er hann auðvitað orðinn vinsæll meðal auglýsenda. Einn hinna fyrstu sem birti splunkunýja auglýsingu með Tiger er Nike og má sjá nýju auglýsinguna með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2019

Það er Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GKG 2012 og 2013, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragna er fædd 17. apríl 1989 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Ragna spilaði m.a. með golfliði St. Leo í Flórída, í bandaríska háskólagolfinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eyjólfur Kristjánsson, 17. apríl 1961 (58 ára); Helgi Ómar Pálsson, GA, 17. apríl 1962 (57 ára); Susie Redman, frá Salem OH, var á LPGA (varð m.a. í 2. sæti á Nabisco Dinah Shore risamótinu 1995), f. 17. apríl 1966 (53 ára); John Gallacher 17. apríl 1981 (38 ára); Tandi Cunningham (suður-afrísk á LET varð T-2 á Lalla Meryem í Lesa meira