Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 23:30

Úrtökumót f. LET 2020: 20 hlutu keppnisrétt á LET

Tuttugu stúlkur tryggðu sér keppnisrétt á bestu kvenmótaröð Evrópu, Ladies European Tour (skammst.: LET) keppnistímabilið 2020, í gær, 26. janúar 2020.  Þeirra á meðal varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Fimm efstu af þessum 20 komust í flokk 5c og hljóta því þátttökurétt í öllum mótum LET 2020. Þetta eru sigurvegarinn Amy Boulden frá Wales; Magdalena Simmermacher frá Argentínu, sem varð í 2. sæti; Alison Muirhead frá Skotlandi (3. sæti); Kim Metraux frá Sviss (4. sæti) og enski kylfingurinn Alice Hewson (5. sæti). Sigurvegari mótsins, Amy Boulden 26 ára, frá Llandudno í Wales  er reynslubolti og langt frá því að vera „ný“ á LET. Hún var valin nýliði ársins á LET fyrir 6 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 23:00

PGA: Leishman sigraði á FIO

Það var Marc Leishman frá Ástralíu, sem sigraði á Farmers Insurance Open (FIO). Sigurskor Leishman var 15 undir pari, 273 högg (68 72 68 65). Í 2. sæti varð spænski kylfingurinn Jon Rahm, 1 höggi á eftir Leishman. Sjá má lokastöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 22:01

Úrtökumót f. LET 2020: Myndir af Guðrúnu Brá

Á vefsíðu LET er mappa með 488 myndum af þeim 120 þátttakanda, sem spilaði í lokaúrtökumóti LET, dagana 22.-25. janúar 2020 og síðan þeim 60, sem komust áfram og spiluðu lokahringinn í gær, 26. janúar 2020, á La Manga golfstaðnum á Spáni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir á stórt hlutfall af þeim myndum eða 14 talsins. Sjá má myndir af henni á lokaúrtökumótinu, teknar af hirðljósmyndara LET, Tristan Jones, hér að neðan: Hér má sjá myndir af 2. hring lokaúrtökumótsins: Myndir af 3. degi lokaúrtökumótsins: Myndir af 4. degi úrtökumótsins: Myndir af 5. degi úrtökumótsins: Í aðalmyndaglugga: Guðrún Brá ásamt föður sínum Björgvini Sigurbergssyni þegar kortið og keppnisréttur á LET 2020 var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 22:00

LPGA: Sagström sigraði á Gainbridge mótinu

Sænski kylfingurinn Madelene Sagström sigraði á Gainbridge LPGA at Boca Rio mótinu. Sigurskor Sagström var 17 undir pari, 271 högg (72 – 62 – 67 – 70). Fyrir sigurinn í mótinu, sem er fyrsti sigur Sagström á LPGA móti hlaut hún $300.000 (u.þ.b. 37 milljónir íslenskra króna). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Sagström með því að SMELLA HÉR:  Nasa Hataoka frá Japan varð í 2. sæti og er þetta í 2. skiptið í röð sem hún landar 2. sætinu á LPGA-móti. Sjá má lokastöðuna á Gainbridge mótinu með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 16:00

LET: Guðrún Brá með keppnisrétt á sterkustu kvenmótaröð Evrópu!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tryggði sér í dag, með glæsilegum hætti, keppnisrétt á sterkustu kvenmótaröð Evrópu, ens.: Ladies European Tour (skammst.: LET). Hún er 2. Keiliskonan og 4. íslenski kvenkylfingurinn til þess að komast á LET. Stórglæsileg!!! Hinar sem komist hafa á LET á undan Guðrúnu Brá eru: Ólöf María Jónsdóttir, GK; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem spilar enn á mótaröðinni. Íslendingar eiga því a.m.k. 2 íslenska kvenkylfinga í mótum LET 2020; þar sem eru Guðrún Brá og Valdís Þóra og e.t.v. einnig Ólafíu Þórunni, sem gæti komist inn í einhver mót og þá eru íslensku kvenkylfingarnir 3. Ólafía Þórunn hefir þó gefið út að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Una Sveinsdóttir og Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Bjarni Benediktsson og Una Sveinsdóttir. Bjarni er fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum forsætisráðherra. Hann fæddist 26. janúar 1970 og er því 50 ára STÓRAFMÆLI í dag. Komast má á facebook síðu Bjarna hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn Bjarni Benediktsson (50 ára) – Innilega til hamingju með stórafmælið! Una er fædd 26. janúar 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Unu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið   Una Sveinsdóttir (60 ára) – Innilega til hamingju með merkisafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 15:00

Evróputúrinn: Herbert sigraði í Dúbaí

Það var franski kylfingurinn Lucas Herbert, sem sigraði á Omega Dubai Desert Classic. Herbert og suður-afríski kylfingurinn Christiaan Bezuidenhuit voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur; báðir á 9 undir pari. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Herbert hafði betur í. Þriðja sætinu deildu 3 kylfingar 2 höggum á eftir forystumönnunum; Adri Arnaus frá Spáni; Dean Burmester frá S-Afríku og enski kylfingurinn Tom Lewis. Sjá má lokastöðuna á Omega Dubai Desert Classic með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2020 | 23:59

PGA: Rahm leiðir f. lokahring FIO

Það er Jon Rahm, sem leiðir fyrir lokahring Farmers Insurance Open. Rahm hefir spilað á samtals 12 undir pari, 204 höggum (68 71 65). Á hæla hans er forystumaður hálfleiks mótsins, Ryan Palmer, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 11 undir pari, 205 höggum (72 62 71). Í 3. sæti á samtals 9 undir pari, 207 höggum eru 4 kylfingar, þeir Rory McIloy, Harry Higgs, Sung Kang frá S-Kóreu og Cameron Champ. Aðrir sem vert er að fylgjast með eru eftirfarandi: Forystumenn 1. dags: hinn ungi, danski Sebastian Cappelen, sem var í forystu 1. dag er nú T-7; Tiger Woods er T-14 og Keegan Bradley, sem leiddi með Cappelen Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2020 | 21:00

LPGA: Sagström enn m/ forystu f. lokahringinn

Hin sænska Madelene Sagström er enn með forystuna í Gainbridge LPGA at Boca Rio mótinu eftir 3. dag þ.e. fyrir lokahringinn. Sagström er samtals búin að spila á 15 undir pari, 201 höggi (72 62 67). Sagström er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á LPGA, en sjá má kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir Sagström er hin japanska Nasa Hataoka. Danielle Kang frá Bandaríkjunum og Sei Young Kim frá S-Kóreu deila síðan 3. sætinu á samtals 12 undir pari, hvor. Sjá má stöðuna á Gainbridge LPGA mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (4/2020)

Hér er einn á ensku: Phil was a 15-handicap and a terrible putter. As he lined up a 60-foot, left-to-right breaking putt, he offered a wager to his group saying, “I have a dollar that says I can make this putt.” Naturally, everyone takes him up on the bet and Phil misses the putt by some five feet. “Alright, boys, pay up. You all owe me a dollar,” Phil says. His buddies look at each other, confused. “What are you talking about, Phil? That wasn’t even close,” his buddy John says. Phil reaches into his wallet, pulls out a dollar, hands it to his John and says, “See? You guys Lesa meira