Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2020 | 23:20

PGA: Streb sigraði á RSM

Það var bandaríski kylfingurinn Robert Streb, sem sigraði á móti vikunnar á PGA mótaröðinni, RSM Classic, sem fram fór á St. Simmons Island í Georgíu, dagana 19.-22. nóvember 2020. Sigur Streb kom eftir bráðabana við Kevin Kisner, en báðir voru þeir efstir og jafnir eftir 72 hefðbundnar holur – léku báðir á samtals 19 undir pari, hvor. Par-4 18. hola Sea Island keppnisvallarins var spiluð tvívegis. Þar kom að því að Streb sigraði með fugli á 2. holu bráðabanans, en Kisner laut lægra haldi með par. Í 3. sæti varð síðan Cameron Tringale á samtals 18 undir pari. Bandarískir kylfingar vermdu því 3 toppsætin og ekki fyrr en í 4. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2020 | 17:00

Áskorendamótaröðin: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-16 á Challenge Tour Grand Final

Lokamót Áskorendamótaraðarinnar, Challenge Tour Grand Final, fór fram í T-Golf & Country Club, á Mallorca, Spáni, dagana 19.-22. nóvember 2020 og lauk nú i dag. Meðal keppenda var Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Guðmundur Ágúst lék á samtals 3 undir pari, 281 höggi (72 68 70 71) og varð jafn 4 öðrum kylfingum í 16. sæti (þ.e. T-16). Fyrir árangur sinn hlaut Guðmundur Ágúst €4,590 (þ.e. u.þ.b. 758.000 íslenskar krónur). Sigurvegari í mótinu var Tékkinn Ondrej Lieser, en hann lék á samtals 11 undir pari og hlaut í sinn hlaut € 62.000 (u.þ.b. 10 milljónir íslenskra króna). Sjá má lokastöðuna á Challenge Tour Grand Final með því að SMELLA HÉR:  Aðalmyndagluggi: Guðmundur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Emma Cabrera Bello – 22. nóvember 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Emma Cabrera Bello. Emma er fædd 22. nóvember 1985 og á því 35 ára afmæli. Emma byrjaði að spila golf 5 ára og býr nálægt Maspalomas golfvellinum, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. Hún er samt félagi í fínasta golfklúbbnum á Gran Kanarí: Real Club de Golf de Las Palmas, en völlur klúbbsins er byggður ofan í eldfjallagíg. Meðal áhugamála afmælisbarnsins er lestur góðra bóka, að vera á skíðum hvort heldur svig eða vatns-, henni finnst auk þess gaman að fara í kynnisferðir til að kynna sér nýja staði sem hún ferðast til. Bróðir Emmu er Rafa, sem spilar á Evrópumótaröðinni. Emma er með gráðu í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Dagbjört og Orri – 16. nóvember 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Dagbjört Kristín Bárðardóttir og Orri Heimisson. Dagbjört er fædd 16. nóvember 1975 og á því 45 áraafmæli í dag. Orri hins vegar er fæddur 16. nóvember 1995 og á 25 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebooksíður afmæliskylfinganna hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Dagbjört Kristín Bárðardóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Orri Heimisson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Betty Hicks, f. 16. nóvember 1920 – d. 20. febrúar 2011); Barabara Romack, 16. nóvember 1932 (88 ára); Salína Helgadóttir, GR, 16. nóvember 1958 (62 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2020 | 23:59

Masters 2020: DJ sigraði!!!

Það var nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ), sem sigraði á 84. Mastersmótinu nú í dag, 15. nóvember 2020 á nýju mótsmeti. Sigurskor hans var samtals 20 undir pari, 268 högg (65 70 65 68). Fyrra mótsmet áttu þeir félagarnir Tiger Woods (1997) og Jordan Spieth (2015), en það var 18 undir pari, 270 högg. Í 2. sæti, 5 höggum á eftir DJ, urðu Ástralinn Cameron Smith og Sungjae Im frá S-Kóreu. DJ var fagnað vel eftir sigurinn af barnsmóður sinni, Paulinu Gretzky og það var sjálfur Tiger Woods sem klæddi DJ í græna jakkann, s.s. hefð er. Þetta er fyrsti Masters sigur DJ. Sjá má lokastöðuna á Masters 2020 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2020 | 10:39

Masters 2020: DJ með 4 högga forystu f. lokadaginn

Dustin Johnson (DJ) er með 4 högga forystu á næstu menn eftir 3. hring Masters risamótsins. DJ er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (65 70 65). Fjórum höggum á eftir honum eru þeir Abraham Ancer, Sungjae Im og Cameron Smith. Dylan Fritelli frá S-Afríku er í 5. sæti á 11 undir pari og Justin Thomas í 6. sæti á 10 undir pari. Brooks Koepka og Rory McIlroy eru meðal þeirra sem eru T-10 og Tiger Woods og Xander Schauffele meðal þeirra sem eru T-20. Sjá má stöðuna á Masters með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2020 | 15:00

Masters 2020: 5 í forystu í hálfleik

Nokkuð óvenjulegt, eins og allt árið 2020, er að Masters risamótið fer nú fram í nóvember. Það eru fimm (5) sem eru efstir og jafnir í hálfleik á Masters. Þetta eru þeir Abraham Ancer frá Mexíkó, Dustin Johnson og Justin Thomas frá Bandaríkjum, hinn ástralski Cameron Smith og Spánverjir Jon Rahm. Þeir hafa allir spilað á 9 undir pari, 135 höggum. Tiger Woods er meðal keppenda og sem stendur T-17.  Bernhard Langer, sem er meðal efstu kylfinga í mótinu er T-26 – vel af sér vikið!!! Jordan Spieth hefir oft staðið sig betur á Augusta, rétt slapp í gegnum niðurskurð og er T-50. Niðurskurður í ár miðaðist í við slétt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2020 | 10:00

LET: Guðrún Brá úr leik í Saudi Arabíu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í Aramco Saudi Ladies International, en mótið fer fram dagana 12.-15. nóvember 2020. Guðrún Brá komst ekki í gegnum niðurskurð en spilaði fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (80 76). Niðurskurður miðaðist við samtals 8 yfir pari eða betra. Efst í mótinu er danska stúlkan Emily Kristine Pedersen, en hún hefir spilað á samtals 9 undir pari (67 68). Sjá má stöðuna á Aramco Saudi Ladies International með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2020 | 20:00

Valdís nýr íþróttastjóri GL og stefnir á ÓL 2021

Valdís Þóra Jónsdóttir er nýr íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni (GL). Atvinnukylfingurinn tekur við starfinu í byrjun nóvember en hún hefur stýrt gangi mála í barna – og unglingastarfi Leynis frá því um mitt sumar. Birgir Leifur Hafþórsson var áður í þessu starfi en hann sagði starfi sínu lausu fyrr á þessu ári. Valdís Þóra hefur verið í fremstu röð atvinnukylfinga á undanförnum árum en hún er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni – sem er sterkasta atvinnumannamótaröð Evrópu í kvennaflokki. Hún ætlar að halda áfram í atvinnumennsku samhliða starfinu hjá Leyni. Valdís Þóra er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, 2009, 2012 og 2017. Hún varð einnig Evrópumeistari í liðakeppni árið 2018 . Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2020 | 11:00

Yfirlýsing vegna lokunar golfvalla á höfuðborgarsvæðinu 11. október 2020

Ákvörðun um lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu til 19. október var ekki tekin tekin af Golfsambandi Íslands heldur er hún tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (hér eftir nefnd sóttvarnayfirvöld) og ákvörðunarferlið er útskýrt hér að neðan. Viðbragðshópur Golfsambands Íslands, sem skipaður er 12 fulltrúum frá 10 golfklúbbum af öllu landinu, ásamt fulltrúum úr stjórn GSÍ, hefur unnið saman að málum tengdum sóttvörnum og golfiðkun frá því í vor, sökum Covid-19. Í ljósi misvísandi upplýsinga og þeirrar gagnrýni sem beinst hefur að þeirri ákvörðun að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu vill viðbragðshópur GSÍ koma á framfæri eftirfarandi skýringum. Með því vonast hópurinn til að varpa ljósi á málavexti og ástæður að Lesa meira