Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2021 | 22:00

Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80

Stórkylfingurinn Tiger Woods slasaðist í bifreiðaslysi í dag, í  Palos Verdes,Kaliforníu. Woods var í L.A. þar sem Genesis Invitational golfmótið fer fram í Riviera Country Club, í Pacific Palisades. Slysið átti sér stað í hinum hæðótta Palos Verdes-skaga suður af Pacific Palisades klukkan 7:12 að staðartíma, að sögn lögreglunnar í L.A. Slysið átti sér stað á Hawthorne Blvd. nálægt Blackhorse Dr. Þessi hluti Hawthorn er með fjórar akreinar og kaflinn sem um ræðir nokkuð brattur og  var Tiger á leið niður brekku þegar slysið varð. Tiger ók nýjum Genesis GV80 crossover jeppa, farartæki sem er hlaðið öryggisbúnaði, sem á að draga úr tjóni í árekstri. Genesis kallar öryggistæknina í GV80 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Jenny Sigurðardóttir. Hún er fædd 2. febrúar 1961  og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Jenny til hamingju með afmælið: Jenny Sigurðardóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru;  Sigríður K Arndrésdóttir, 2. febrúar 1967 (54 ára); Þorgeir Pálsson, 2. febrúar 1968 (53 ára); Arron Matthew Oberholser, 2. febrúar 1975 (46 ára), Virginie Lagoutte-Clement, f. 2. febrúar 1979 (42 ára); MummDesign Mumm (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Gallerí Jenný, 2. febrúar 1985 (36 ára); Gísli Þór Þórðarson, 2. febrúar 1993 (28 ára) … og… Golf 1 óskar öllum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2021 | 18:00

PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open

Það var bandaríski kylfingurinn Patrick Reed, sem sigraði á Farmers Insurance Open, sem fram fór dagana 28.-31. janúar 2021. Mótið fór að venju fram á Torrey Pines, í San Diego, Kaliforníu. Sigurskor Reed var 14 undir pari, 274 högg (64 72 70 68) og var þetta 9. sigur hans á PGA Tour. Jafnir í 2. sæti, 5 höggum á eftir Reed, á samtals 9 undir pari, hver, voru þeir Viktor Hovland, Henrik Norlander, Tony Finau, Ryan Palmer og Xander Schauffele. Umdeilt atvik varð á 3. keppnisdag á 10. holu sem Reed var að spila en hann tók upp bolta sinn lýsti hann grafinn (embedded) og fékk dómara eftir á til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Hildur Kristín fæddist 1. febrúar 1992 og á því 29 ára afmæli í dag. Hildur Kristín byrjaði að spila golf 15 ára og er því aðeins búin að spila golf í 5 ár. Engu að síður er hún komin með 6,2 í forgjöf og spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni sumarið 2011 og 2012. Hildur varð m.a. í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni; hún sigraði 1. flokk á meistaramóti GR, 2009 og sigraði bæði sveitakeppni 1. deildar kvenna kvenna og stúkna 18 ára og yngri 2010. Eins var hún í sveit GR kvenna, sem urðu Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ, 2011. Hildur Kristín er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2021 | 08:00

Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic

Það var enski kylfingurinn Paul Casey sem stóð upp sem sigurvegari á Omega Dubai Desert Classic. Mótið fór fram dagana 28.-31. janúar 2021 í Emirates GC, Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sigurskor Casey var 17 undir pari, 271 högg (67 70 64 70). Hann átti heil 4 högg á Brandon Stone sem var í 2. sæti á samtals 13 undir pari. Casey er fæddur 21. júlí 1977 og er því 43 ára. Þetta var 15. sigur hans á Evróputúrnum og 21. sigur hans í alþjóðlegum atvinnumannamótum. Sjá má lokastöðuna á Omega Dubai Desert Classic með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Justin Timberlake. Justin á afmæli 31. janúar 1981 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Mótið með langa nafnið á PGA Tourbvar m.a. nefnt eftir Justin þ.e. Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open, en hefir breytt aftur um nafn því Justin er ekki lengur styrktaraðili þess. Justin tekur hins vegar enn þátt í fjölda Pro-Am móta fyrir góðgerðarmál og þykir af þotuliðinu í Hollywood einn frambærilegasti kylfingurinn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Heiðar Jóhannsson, GBB, 31. janúar 1955 (66 ára); Michael Louis Allen, 31. janúar 1959 (62 ára); Páll Heiðar (57 ára); Tina Miller 31. janúar 1983 (38 ára); Ásgrímur Jóhannesson Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (5/2021)

Kylfingur í spyr afgreiðslukonuna í Pro-Shop-inu: „Ertu með græna bolta?“ Konan leitar í hillunum, flettir í gegnum bæklingana, hringir í nokkra birgja og verður þá að viðurkenna: „Því miður nei.“ Pirraður fer kylfingurinn til dyra en sölukonan kallar á eftir honum:„ Af hverju þarftu græna bolta? Maðurinn: „Það er augljóst: Vegna þess að það er auðveldara að finna þá í sandinum!“


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021

Það er Payne Stewart, sem er afmæliskylfingur dagsins. Payne fæddist í dag 30. janúar 1955 í Springfield, Missouri og hefði átt 65 ára afmæli í dag. Payne lést í flugslysi 25. október 1999, aðeins 42 ára að aldri. Hann vann 24 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 11 sinnum á PGA Tour og þar af 3 sinnum á risamótum: 2 sinnum á Opna bandaríska 1991 og 1999 og PGA Championship 1999. Payne var m.a. þekktur fyrir mjög sérstakan klæðaburð á golfvellinum og ekkert ósvipaður Bryson DeChambeau. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curtis Strange, 30. janúar 1955 (66 ára); Agla Elísabet Hendriksdottir, 30. janúar 1968 (53 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Erlingur Snær Loftsson. Erlingur Snær fæddist 29. janúar 1991 og á því 30 ára afmæli í dag!!! Erlingur er í Golfklúbbinum á Hellu (GHR). Hann er fyrrum golffréttaritari iGolf.is og er leiðbeinandi í SNAG golfi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Burk Jr., 29. janúar 1923 (98 ára); Donna Caponi, 29. janúar 1945 (76 árs); Oprah Winfrey, 29. janúar 1954 (67 ára); Habbanía Hannyrðakona (61 árs); Yoshitaka Yamamoto, 29. janúar 1951 (70 ára STÓRAFMÆLI!!!) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2021 | 14:45

Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Omega Dubai Desert Classic. Í hálfleik er það Belginn Thomas Detry sem hefir forystu. Hann hefir spilað á samtals 10 undir pari. Í 2. sæti 1 höggi á eftir er Skotinn Robert McIntyre á samtals 9 undir pari. Sjá má stöðuna á Omega Dubai Desert Classic með því að SMELLA HÉR: