Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2019 | 23:59

PGA: Griffin sigraði á Houston Open

Það var nýliðinn á PGA Tour, Lanto Griffin, sem stóð uppi sem sigurvegari á Houston Open. Sigurskor Griffin var 14 undir pari, 274 högg (66 74 65 69). Sjá má kynningu Golf 1 á Lanto Griffin með því að SMELLA HÉR:  Jafnir í 2. sæti urðu þeir Mark Hubbard og Scott Harrington, aðeins 1 höggi á eftir Griffin. Sjá má lokastöðuna á Houston Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahringsins á Houston Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2019 | 22:00

Evróputúrinn: Wiesberger sigraði!

Það var Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, sem sigraði á Opna ítalska, móti vikunnar á Evróputúrnum. Sigurskor Wiesbergers var 16 undir pari, 268 högg (66 70 67 65). Englendingurinn Matthew Fitzpatrick varð í 2. sæti á samtals 15 undir pari, 269 höggum (67 65 68 69). Þriðji varð svo bandaríski kylfingurinn Ken Kitayama á samtals 12 undir pari. Mótið fór fram í Olgiata golfklúbbnum í Róm á Ítalíu. Sjá má lokastöðuna á Opna ítalska með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta lokarhringsins á Opna ítalska með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2019 | 17:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Ólafur úr leik

Ólafur Björn Loftsson, GKG, tók þátt í einu af 1. stigs úrtökumótunum fyrir Evróputúrinn; sá eini af íslensku kylfingunum sem keppti í Hardelot, Frakklandi. Mótið fór fram 9.-12. október og lauk því í gær. Ólafur Björn lék lokahringinn á 2 yfir pari og lauk keppni á samtals á 2 yfir pari, 286 höggum  (69 70 74 73). Það voru 118 sem hófu keppni og 24 efstu kylfingarnir, sem fengu að halda áfram á 2. stigs úrtökumót. Ólafur Björn lauk keppni T-45 og er því úr leik. Sigurvegari í úrtökumótinu í Hardelot var Skotinn Sam Locke, en hann lék á samtals 12 undir pari. Alls reyndu 10 íslenskir kylfingar fyrir sér Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Orri Þórðarson – 13. október 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Kristófer Orri Þórðarson. Kristófer Orri er fæddur 13. október 1997 og á því 22 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmæliðKristófer Orri Þórðarson Kristófer Orri Þórðarson · Innilega til hamingju með 22 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brian Thomas („Bud“ eða „Buddy„) Allin 13. október 1944 (75 ára); Kristín Inga Þrastardóttir, 13. október 1945 (74 ára); Kristján Ingibjörn Jóhannsson, 13. október 1945 (74 ára); Chako Higuchi, f. 13. október 1945 (74 ára); Kristján Jóhannsson f. 13. október 1945 (74 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Tyler Duncan (39/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig. Í dag verður Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2019 | 23:59

PGA: Griffin leiðir e. 3. dag

Nýliðarnir eru svo sannarlega að láta til sín taka á móti vikunnar á PGA Tour; Houston Open. Nú er það Lanto Griffin, sem er í forystu, en Golf 1 hefir nýlega kynnt Griffin – Sjá með því að SMELLA HÉR: Griffin er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 205 höggum (66 74 65). Þess mætti geta að Lanto Griffin á sama afmælisdag og annar nýliði á PGA Tour, sem þegar hefir látið að sér kveða, þ.e. Cameron Mackray Champ, nema hvað Griffin er 7 árum eldri fæddur 1988 meðan Champ er fæddur 1995. Í 2. sæti fyrir lokahring Houston Open er síðan enn einn nýliðinn Mark Hubbard – Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (41)

A pastor was also an avid golfer. One day, the priest was getting ready to play in a tournament. As he was preparing to tee off, the organizer of the tournament approached him and pointed to the dark, threatening storm clouds, which were gathering around. “Preacher,” the organizer said, “I trust you’ll see to it that the weather won’t turn bad on us?” The pastor shook his head. “Sorry,” he replied. “I’m in sales, not management!”


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dóróthea Jóhannesdóttir – 12. október 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Dóróthea Jóhannesdóttir. Dóróthea er fædd 12. október 1994 og því  25 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Dóróthea Jóhannesdóttir – Innilega til hamingju með 25 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir (62 ára); Freydís Ágústa Halldórsdóttir (58 ára); Todd Gibson (51 árs); Cristie Kerr, 12. október 1977 (42 ára);  Reynir Línberg … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: David Hearn (38/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig. Í dag verður Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2019 | 07:00

Tiger gerir samning v/PopStroke

Tiger Woods hefir gert samning við PopStroke, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í nýju concepti af minigolf völlum. Það sem er í fyrirrúmi hjá PopStroke eru fagmannlega hannaðar minigolfflatir og eins er áhersla lögð á mat og drykk. Einn PopStroke völlur fyrir almenning hefir þegar opnað í Port St. Lucie í Flórída. Fyrirtæki Tiger, TGR Design mun hanna alla aðra PopStroke velli í framtíðinni, en á döfinni eru m.a. vellir í Scottsdale, Arizona og Fort Myers, Flórída. „Sumar af bestu minningum mínum eru að verja tíma með pabba á golfvellinum í púttkeppnum. Ég hlakka til að aðrir geti skemmt sér með börnum sínum í PopStroke. Þetta er ný leið Lesa meira