Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (4/2021)

Tveir eldri kylfingar tala saman. „Hey Pétur, af hverju ferð þú ekki til golfkennara?„ Pétur: „Siggi, ef golfkennarinn segir mér eitthvað í dag, þá er ég búinn að gleyma því á morgun – ég kaupi mér þá frekar eina góða flösku af rauðvíni!“ 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG. Hann fæddist 22. janúar 1985 og á því 36 ára afmæli í dag. Klúbbmeistarar GKG 2013; Ragna Björk Ólafsdóttir og Alfreð Brynjar Kristinsson, Mynd: GKG Alfreð Brynjar kemur úr mikilli golffjölskyldu; sonur hjónanna Kristins J. Gíslasonar, verkfræðings og Elísabetar M. Erlendsdóttur, ljósmóður. Alfreð á 4 systkini, Elínborgu, Lóu Kristínu, Kristinn Jósep og Ólafíu Þórunni, en síðastnefnda systir Alfreðs Brynjars er 3-faldur Íslandsmeistari í golfi 2011 og Íslandsmeistari í holukeppni (2013) hefir náð lengst íslenskra kylfinga, eftir þátttöku á LET og LPGA. Alfreð Brynjar bjó í Danmörku í 10 ár. Hann byrjaði 12 ára gamall í golfi, vegna þess að hann vildi spila við Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2021 | 12:00

Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann

Miðjumaður The Yankees, Aaron Hicks, er meðal þeirra sem spila í Pro-Am-inu, á móti vikunnar á LPGA, Diamond Resorts Tournament of Champions. Og Hicks er kærasti frænku Tiger Woods og vinkonu Ólafíu Þórunnar okkar Kristinsdóttur. Og það er einmitt kærastan, Cheyenne Woods, sem er á pokanum hjá honum. Þau Cheyenne kynntust þegar hún tók viðtal við hann fyrir podcast sitt „Birdies Not BS“, síðastliðið vor og hafa verið saman síðan. „Við spilum bara mikið þegar við erum heima,“ sagði Woods, „og við tökum peninga allra.“ Í sl. viku fékk Hicks m.a. ás með 3-tré, á 303 yarda par-4 holu í Silverleaf Club í Scottsdale, Arizona. Oftar er Hicks á pokanum hjá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2021 | 11:58

Brooke Henderson endurnýjar samning við PING

Sjötti besti kvenkylfingur heims, Brooke Henderson, sem á í beltinu 9 LPGA titla, skrifaði að nýju undir golfútbúnaðarsamning við Ping, sagði í tilkynningu fra PING frá því í fyrradag. Ekkert var gefið upp um skilmála samningsins. Henderson, 23 ára, sem sigraði á KPMG Women´s PGA Championship 2016, tekur þátt í móti vikunnar á LPGA; þ.e. Diamond Resorts TOC,  í Lake Buena Vista, í Flórída. „Allir, allt frá starfsmönnum PING á túrnum, sem sjá mér fyrir bestum kylfum leiksins, til frábærra starfsmanna PING Canada, sem hafa stutt mig frá fyrstu dögum mínum og komið komið fram við mig eins og fjölskylda, það hefir sannarlega stuðlað að velgengni minni,“ sagði Brooke Henderson í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2021 | 10:00

PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express

Það er bandaríski kylfingurinn Brandon Hagy, sem leiðir eftir 1. hring á American Express, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Hann átti eiginlega ekkert að fá að vera með, en datt inn í mótið eftir að nr. 2 á heimslistanum, Jon Rahm, sagði sig úr því, án þess að nefna ástæðu. Hagy lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum. Hagy er ekki nafn sem margir kannast við – en hér má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti á American Express er Byeong Hun An, 1 höggi á eftir Hagy. Sjá má stöðuna á American Express með því að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2021 | 08:00

LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC

Fyrsta mót 2021 tímabilsins hófst í gær, en það er Diamond Resorts Tournament of Champions, þar sem einvörðungu sigurvegarar síðasta árs á LPGA mótaröðinni hafa keppnisrétt. Bandaríski kylfingurinn Danielle Kang leiðir eftir 1. dag, en hún lék á 7 undir pari, 64 höggum. Kang hlaut Vare Trophy á sl. ári fyrir að vera með lægsta meðalskor kvenna – Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Kang, 28, ára hefir í beltinu 5 sigra á LPGA, þar af komu 2 á síðasta ári, þ.á.m einnig fyrsti risamótssigur hennar á KPMG Women´s PGA Championship Öðru sætinu deila Gaby Lopez frá Mexíkó og Korda-systur, Nelly og Jessica, aðeins 1 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2021 | 19:30

Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi

Rory McIlroy leiðir eftir 1. dag Abu Dhabi HSBC Championship, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð karla. Mótið fer fram dagana 21.-24. janúar í Abu Dhabi GC, í Abu Dhabi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Rory lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum og skilaði „hreinu“ skorkorti með 8 fuglum og 10 pörum. Í 2. sæti er Tyrrell Hatton en hann kom í hús á 65 höggum. Sjá má stöðuna á Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2021 | 18:00

Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig

Tiger, sem barðist við að endurheimta mannorð sitt eftir kynlífshneykslið frá 2009, telur að heimildarmyndin Tiger sem bandaríska sjónvarpsstöðin HBO frumsýndi nú á dögunum (10. og 17. janúar sl.) ýfi upp gömul sár. Tiger Woods hefir engan áhuga á að horfa á þessa nýju tvíþátta heimildarmynd HBO sagði  heimildarmaður, sem er nátengdur Tiger, við blaðið People. Hann vill forðast  óþægilegar minningar frá kynlífshneykslinu frá 2009 sem keyrði persónulegu og atvinnumannsferli hans sem kylfings  í rúst. „Hann er ekki hrifinn af þessari heimildarmynd,“ segir heimildarmaður People. „Hann er ekki einu sinni að horfa á hana heldur er það fólk, sem er í innsta hring hans sem segir honum hvað er til umfjöllunar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2021 | 15:49

Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Rósa Ólafsdóttir og Davíð og Jónas Guðmundssynir. Öll eru þau fædd 21. janúar 1971 og eiga því 50 ára stórafmæli í dag.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan Rósa Ólafsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið! Davíð Guðmundsson – Innilega til hamingju með afmælið! Jónas Guðmundsson – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Jack Nicklaus, 21. janúar 1940 (81 árs); Haraldur Bilson f. 21. janúar 1948 (73 ára); Opna -bókaútgáfa 21. janúar 1954 (67 ára);  Cindy Schreyer, 21. janúar 1963 (58 ára); Tania Abitbol, (spænsk) 21. janúar 1965 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2021 | 10:00

Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann

Justin Thomas sagðist vera í uppnámi vegna ákvörðunar Ralph Lauren um að binda enda á áralangan styrktarsamning við hann, en sagðist munu halda áfram líkt og þeir hefðu gert. Það, hvert vægi orð hafa, kom berlega í ljós á 4. holu á 3. hring Sentry TOC, þar sem Thomas sagði aðeins eitt orð, „faggot“ (hommi) sem hafði þessar afleiðingar, þ.e. samningsslitin. Þarna var hann að blóta sjálfum sér fyrir að hafa ekki náð par-pútti.  Hann notaði orðið hommi, sem skammaryrði um sjálfan sig. En, eru hommar eitthvað verri kylfingar? Það hefir aldrei verið sannað og líklega eru þeir það alls ekki nema síður sé. Orðið hommi lýsir aðeins kynhneigð viðkomandi Lesa meira