Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2020 | 11:00

Yfirlýsing vegna lokunar golfvalla á höfuðborgarsvæðinu 11. október 2020

Ákvörðun um lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu til 19. október var ekki tekin tekin af Golfsambandi Íslands heldur er hún tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (hér eftir nefnd sóttvarnayfirvöld) og ákvörðunarferlið er útskýrt hér að neðan. Viðbragðshópur Golfsambands Íslands, sem skipaður er 12 fulltrúum frá 10 golfklúbbum af öllu landinu, ásamt fulltrúum úr stjórn GSÍ, hefur unnið saman að málum tengdum sóttvörnum og golfiðkun frá því í vor, sökum Covid-19. Í ljósi misvísandi upplýsinga og þeirrar gagnrýni sem beinst hefur að þeirri ákvörðun að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu vill viðbragðshópur GSÍ koma á framfæri eftirfarandi skýringum. Með því vonast hópurinn til að varpa ljósi á málavexti og ástæður að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagins: Ragnhildur Jónsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir —-– 28. september 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ragnhildur Jónsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Ragnhildur er fædd 28. september 1940 og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Ragnhildur er í Golfklúbbnum Keili (GK). Hún er gift Jóni Halldórs- syni og er móðir Úlfars Jónssonar „kylfingi sl. aldar“ og f.v. landsliðsþjálfara í golfi. Komast má á facebook síðu Ragnhildar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Ragnhildur Jónsdóttir – 80 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið! Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er fædd 28. september 2006 og á því 14 ára afmæli í dag. Hún er m.a. Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri telpna á Íslandsbankamótaröðinni 2018 og spilaði Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karl Vídalín Grétarsson – 27. september 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Karl Vídalín Grétarsson. Karl Grétar er fæddur 27. september 1961 og á því 59 ára afmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Karl með því að SMELLA HÉR Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Karl Vídalín Grétarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kathy Whitworth, 27. september 1939 (81 árs); Ómar Sigurðsson, 27. september 1948 (72 ára); Armando Saavedra, 27. september 1954 (66 ára); Rachel L. Bailey, 27. september 1980 (40 ára STÓRAFMÆLI!!! – spilar á ALPG); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (38/2020)

Kylfingur nokkur keypti sér nýjar Great Big Bertha kylfur. Hann var með þær í golftímanum sínum og golfkennarinn spurði hann: „Jæja, hvernig hefur þér gengið með nýju kylfurnar þínar?“ „Frábært, ég get hent þeim tveimur metrum lengra, en þeim gömlu.“ 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sindri Snær Alfreðsson – 26. september 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Sindri Snær Alfreðsson. Sindri Snær er fæddur 26. september 1995 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Auk þess að vera kylfingur er hann frábær lagasmiður. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sindri Snær Alfreðsson – 25 ára- Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Neil Coles, 26. september 1934 (86 ára); Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ, 26. september 1962 (58 ára);   Adam Hunter, f. 26. september 1963 – d. 14. október 2011 úr hvítblæði); Spanish Golf Options · 56 ára; Robin Hood, 26. september 1964 (56 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2020 | 19:00

Golf 1 níu ára í dag!

Golf 1 er níu ára í dag, þ.e. 9 ár eru frá því að fyrsta fréttin birtist á Golf 1 golffréttavefnum. Það var frétt í greinaflokknum „Frægir kylfingar“ og um John F. Kennedy 35. forseta Bandaríkjanna, sem enn í dag þykir, að öðrum ólöstuðum, fremstur í golfi af þeim sem setið hafa í forsetastóli í Bandaríkjunum.. Sjá fyrstu grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Frá því fyrir níu árum síðan hafa tæpar 23.000 greinar birtst á Golf1, á íslensku, ensku og þýsku en Golf 1 er því eini golffréttavefurinn í heiminum sem skrifar golffréttir á íslensku, ensku og þýsku. Reyndar er svo komið nú fyrir Golf 1 að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jodie Kidd –———– 25. september 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Jodie Kidd. Jodie Kidd fæddist 25. september 1978 í Guildford í Englandi og er því 42 ára í dag. Aðrir frægir kylfingar eru: Michael Douglas, 25. september 1944 (76 ára); Jón Halldórsson, 25. september 1954 (66 ára); Ystiklettur Veiðifélag, 25. september 1955 (65 ára); Heather Locklear, 25. september 1961 (59 ára); Speshandverk Lillaogmagga (54 ára); Catherine Zeta Jones, 25. september 1969 (51 árs); Skúli Már Gunnarsson, 25. september 1971 (49 ára); John Mallinger, 25. september 1979 (41 árs); Belen Mozo, 25. september 1988 (32 ára); Aron Atli Bergmann (22 ára) ; …. og …. Afmæliskylfingurinn Jodie Kidd er þekkt sjónvarpsstjarna og módel í heimalandi sínu og jafnframt frambærilegur kylfingur, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir – 24. september 2020

Það er Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir klúbbmeistari kvenna í GHR (Golfklúbbnum á Hellu) m.a. 2019, 2017, 2016 og 2014, sem er afmæliskylfingur dagsins. Katrín er fædd 24. september 1961. Katrín hefir gegnt ýmsum stjórnarstörfum fyrir GHR og er núverandi ritari klúbbsins. Hún er gift formanni klúbbsins Óskari Pálssyni og á 3 börn þ.á.m. afrekskylfinginn Andra Má. Á þeim fimm árum sem Golf 1 hefir verið starfandi hefir verið tekin fjöldi viðtala, sem stendur tæp 400, víð íslenska sem erlenda kylfinga og var viðtal Golf 1 við Katrínu Björg eitt af því fyrsta og má sjá með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Armour, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lilja G. Gunnarsdóttir – 23. september 2020

Afmæliskylfingur dagsins er fædd 23. september 1967 og á því 53 ára afmæli í dag. Margt stórkylfinga er í kringum hana. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Lilju til hamingju með afmælið Innilega til hamingju með afmælið, Lilja! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rodney Pampling, 23. september 1969 (51 árs), Stacy Prammanasudh,(W-7 módel) 23. september 1979 (41 árs); Inga María Björgvinsdóttir, 23. september 1997 (23 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2020 | 23:00

Björn Viktor sigurvegari Unglingaeinvígisins!

Unglingaeinvígið í Mosó fór fram í dag, 18. september 2020 í 16. sinn. Mótið bar nú heitið: Titleist Unglingaeinvígið 2020. Sigurvegari varð Björn Viktor Viktorsson úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Björn Viktor sigraði með fugli á lokaholunni, en lokastaðan hjá keppendum, sem eru meðal bestu ungu kylfinga landsins var eftirfarandi: 1. sæti –  Björn Viktor Viktorsson, GL 2. sæti – Veigar Heiðarsson, GA 3. sæti – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 4. sæti – Mikael Máni Sigurðsson, GA 5. sæti – Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 6. sæti – Guðjón Frans Halldórsson, GKG 7. sæti – Bjarni Þór Lúðvíksson, GR 8. sæti – Sara Kristinsdóttir, GM 9. sæti – Tristan Snær Viðarsson, Lesa meira