Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 07:45

Solheim Cup 2019: Catriona myndi ekki segja nei

Catriona Matthew útilokar ekki að hún muni bjóða sig fram til fyrirliðastarfa aftur í Solheim Cup eftir 2 ár. Þá, árið 2021, fer Solheim Cup fram í Inverness Club í Ohio og mun lið Bandaríkjanna þá freista þess að hefna ófaranna frá sl. helgi. Catriona var enn í sigurvímu eftir frábæran sigur lið hennar, liðs Evrópu, í Solheim Cup 2019, þar sem lið Evrópu bar sigurorð af liði Bandaríkjanna 14 1/2 – 13 1/2. „Ég ætla fyrst að leyfa þessu að seytla inn í vitundina (sigrinum), en maður veit aldrei, ég myndi ekki segja nei,“ sagði Catriona aðspurð um hvort hún hygðist bjóða sig fram til áframhaldandi fyrirliðastarfa. Catriona sagði Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva lauk keppni í Dartmouth Inv.!

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, lék sem einstaklingur í Dartmouth Invitational mótinu. Mótið fór fram dagana 14.-15. september í Hanover, New Hampshire. Þátttakendur voru 79 frá 13 háskólum. Særós Eva lék á samtals 184 höggum (85 79) og lauk keppni í 64. sæti. Sjá má lokastöðuna á Dartmouth Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Boston University er 22. september n.k. Þess mætti geta að Helga Kristín Einarsdóttir, GK, lék einnig í þessu móti og má sjá frétt um gengi hennar með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar á 3. besta skori í liði sínu í Arizona

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State tóku þátt í fyrsta móti skólans á haustönn, Maui Jim Intercollegiate. Mótið fór fram dagana 13.-15. september sl. í Carefree, Arizona. Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum. Egill Ragnar var á 3. besta skorinu í liði sínu, lék á samtals 3 yfir pari, 213 höggum (74 72 67) og endaði T-51 í einstaklingskeppninni. Síðasti hringur Egils Ragnars var sérlega glæsilegur en þann hring lék hann á 3 undir pari, 67 höggum. Georgia State lauk keppni í 13. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Maui Jim Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Egils Ragnars og Georgia Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 05:00

GÞH: Þórunn og Sigurpáll Geir klúbbmeistarar 2019

Meistaramót Golfklúbbsins Þverá að Hellishólum í Fljótsárhlíð fór fram 23. ágúst í sl. mánuði. Þátttakendur voru 28; 17 karlkylfingar og 11 kvenkylfingar. Klúbbmeistarar GÞH 2019 eru Sigurpáll Geir Sveinsson og Þórunn Rúnarsdóttir. Spilaðir voru 2 hringir og voru yfirburðir Sigurpáls Geirs miklir. Hann var sá eini sem spilaði Þverárvöll á undir pari og það ekki svo litlu; heilum 13 undir pari, 131 höggi (66 65)!!! Sjá má úrslit í meistaramóti GÞH 2019 hér að neðan í karla- og kvennaflokki: Karlaflokkur: 1 Sigurpáll Geir Sveinsson GS -2 -7 F -13 66 65 131 2 Baldur Baldursson GÞH 3 3 F 4 73 75 148 3 Ívar Harðarson GÞH 5 6 F Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 01:00

LEK: Lokamótið fer fram 22. sept n.k.

Um næstu helgi eða sunnudaginn 22. september 2019 fer fram lokamótið á tímabilinu á LEK Öldungamótaröðinni. Örninn-mótið fer fram á Korpúlfsstöðum. Leiknar verða lykkjurnar Landið og Áin. Það er hörð keppni um landsliðssæti á ESGA mótum ársins 2020. Úrslitin úr þessu móti munu ráða miklu um hvaða kylfingar hreppa þau sæti. Skráning í mótið á golf.is – SMELLTU HÉR til að skrá þig. Keppnisskilmálar: Völlur: Korpa – Lykkjur mótsins Landið/ Áin. Mótið er hluti af Öldungamótaröðinni og er til viðmiðunar til vals á landsliðum LEK árið 2020. Mótið er opið öllum kylfingum 50 ára og eldri. Þeir sem náð hafa aldri þegar landslið keppir 2020 geta tekið þátt og fengið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 00:01

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Aron úr leik í Svíþjóð

Aron Bjarki Bergsson, GKG, tók þátt í úrtökumóti fyrir Evróputúrinn, sem fór fram í Arlandastad, Rosberg í Svíþjóð, dagana 10.-13. september sl. Aron Bjarki lék á samtals 8 yfir pari, 218 höggum (70 75 73). Hann var 1 höggi frá því að ná niðurskurði, sem miðaður var við samtals 7 yfir pari eða betra. Aron Bjarki komst því miður ekki áfram á 2. stig úrtökumótsins og er úr leik. Aron Bjarki er 23 ára og hefir verið búsettur í Gautaborg, Svíþjóð allt sitt líf; en er samt Íslendingur, spilar undir íslenskum fána og hér á landi hefir hann m.a. keppt á Íslandsmótinu fyrir GKG (2016). Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2019 | 18:00

PGA: Hovland jafnaði met!

Norski kylfingurinn Viktor Hovland jafnaði met á PGA Tour í gær, sunnudaginn 15. september 2019, þegar hann lék 17. hringinn á mótaröðinni í röð á undir 70 höggum. Sautjánda hringinn, lokahringinn á „A Military Tribute at the Greenbrier“ lék Hovland á frábærum 64 höggum. Allir 17 hringirnir eru eftirfarandi: 1. hringur: Rocket Mortgage Classic: 64 högg 2.-5. hringur: 3M Open (69 66 69 65) 6.-9. hringur: John Deere Classic: (69 69 68 64) 10.-13. hringur: Wyndham Championship: (66 66 64 65) 14.-17. hringur: The Greenbrier:  (68 68 68 64). Með lokahringnum á „The Greenbrier“ í gær jafnaði Hovland eldra met, sem Bob Estes átti. Um árangur sinn sagði Hovlandi, sem er 21 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bryson DeChambeau – 16. september 2019

Það er Bryson DeChambeau, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bryson er fæddur 16. september 1993 og er því 26 ára. Segja má að árið 2018 hafi verið ár DeChambeau, því hann sigraði í 3 PGA mótum á árinu og 4 allt í allt. Síðasti sigur hans kom 4. nóvember 2018 á Shriners Hospitals for Children Open Sjá má eldri kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: George Duncan, 16. september 1883-15. janúar 1964; Jerry Haas, 16. september 1963 (56 ára); Iceland Hiking (55 ára)…. og ….. Reykjavik Fasteignasala (26 ára). Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Scott Harrington (10/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2019 | 12:30

Solheim Cup 2019: Pettersen hættir á toppnum!

Suzann Pettersen tilkynnti eftir sigurinn á Solheim Cup að hún væri hætt í atvinnumennskunni í golfi. Það var hún sem skrifaði sig í golfsögubækurnar eftir að hafa sett niður 2,5 metra sigurpútt liðs Evrópu í 2019 Solheim Cup. Sjá má hápunkta í tvímenningsleik Suzann Pettersen og Marinu Alex, þar sem sigurpúttið féll með því að SMELLA HÉR:  „Ég hef engin plön fyrir morgundaginn. Ég er hætt,“ sagði Pettersen að sigrinum loknum. „Þetta er hinn fullkomni endir,“ bætti hún við. „Endir á atvinnumannsferli mínum. Það gerist bara ekki betra.“ Og þetta er hárrétt hjá Suzann Pettersen; það er best að hætta á toppnum. Svo ófyndið sem það er átti Suzann ekki Lesa meira