Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2020 | 08:15

LET: Valdís flaug g. niðurskurð

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, flaug í gegnum niðurskurðinn á Women´s NSW Open. Hún lék samtals á 2 yfir pari, 146 höggum (72 74) og er T-31 eftir 2. dag mótsins. Glæsileg!!! Nú hafa allar lokið 2. hring og í 1. sæti er belgískur kylfingur Manon De Roey á samtals 9 undir pari (71 64) – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á De Roey með því að SMELLA HÉR:  Sjá má stöðuna á Women´s NSW Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2020 | 07:20

LET: Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá!

Annar hringur Women´s NSW Open stendur nú yfir. Íslandsmeistarinn í höggleik 2019, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hefir lokið leik og bætti sig um heil 5 högg frá 1. hring sínum. Glæsileg!!! Samtals hefir Guðrún Brá spilað á 5 yfir pari, 149 höggum  (77 72). Hún er þegar þetta er ritað (kl. 7:15) T-54 og er að gera það sem þarf til þess að komast í gegnum niðurskurð, sem miðast einmitt við samtals 5 yfir par eða betra. Nokkrar eiga eftir að ljúka keppni þannig að endanleg sætistala og skipan um hverjar komist í gegnum niðurskurð liggur ekki fyrir, en telja verður allar líkur á að Guðrún Brá sé komin í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2020 | 23:59

PGA: English & Lewis efstir e. 1. dag The Honda Classic

Það eru enski kylfingurinn Tom Lewis og Harris English frá Bandaríkjunum, sem eru efstir og jafnir á The Honda Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Mótið fer fram í Palm Beach Gardens, Flórída dagana 27. febrúar – 1. mars 2020. Lewis og English luku báðir 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna að öðru leyti á The Honda Classic með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á The Honda Classic með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2020 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar & félagar T-11 á Púertó Rícó

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og félagar í Georgia State tóku þátt í Dorado Beach Collegiate á Púertó Rícó. Mótið átti að fara fram dagana 23.-25. febrúar sl. en aðeins var spilaður 1 hringur vegna mikilla rigninga næstu 2 daga á Púertó Rícó. Þátttakendur voru 96 frá 15 háskólum. Egill Ragnar ásamt félaga sínum Josh Edgar var á besta skori Georgia State fyrsta og eina dag mótsins;  báðir komu í hús á sléttu pari, 72 höggum og urðu T-33 í einstaklingskeppninni. Lið Georgia State varð jafnt liði Indiana í 11. sæti í mótinu. Sjá má lokastöðuna á Dorado Beach Collegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Egils Gunnars og Georgia Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Adrien Saddier (18/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni. Golf 1 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2020 | 17:00

Evróputúrinn: Migliozzi leiðir e. 1. dag í Óman

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Oman Open, sem fram fer í Al Mouj Golf, Muscat, Oman, dagana 27. febrúar- 1. mars 2020. Sá sem leiðir eftir 1. dag er ítalski kylfingurinn Guido Migliozzi. Migliozzi kom í hús á 6 undir pari, 66 höggum, sem var lægsta skor dagsins. Danski kylfingurinn Rasmus Höjgaard, Brandon Stone frá S-Afríku og Tahee Lee frá S-Kóreu eru í 2. sæti á 67 höggum. Sjá má stöðuna á Oman Open með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Daðey Einarsdóttir – 27. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Daðey Einarsdóttir. Daðey er fædd 27. febrúar 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Daðeyjar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Daðey Einarsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Daðey á m.a. sama afmælisdag og kólombíski LPGA kylfingurinn Mariajo Uribe, en hún á 30 ára afmæli í dag, þ.e. er fædd 27. febrúar 1990. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigmundur Guðmundsson, 27. febrúar 1963 (57 ára); Jóhann Björn Elíasson 27. febrúar 1971 (49 ára); Jóhann Island Elíasson 27. febrúar 1971 (49 ára); Gunnar Hallberg 27. febrúar 1973 (47 ára); Dóra Birgis Art 27. febrúar 1978 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2020 | 07:45

LET: Guðrún Brá og Valdís Þóra hófu keppni í Ástralíu í nótt

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hófu keppni á Women´s New South Wales (skammst. NSW) Open, móti vikunnar á LET í nótt. Valdís Þóra lék á sléttu pari, 72 höggum; fékk 4 fugla og 4 skolla og er T-22 eftir 1. dag Guðrún Brá lék á 5 yfir pari, 77 höggum; fékk aðeins 1 fugl en einnig 6 skolla og er T-99 eftir 1. dag. Í efsta sæti eru skosku kylfingarnir Michele Thomson og Gemma Dryburgh; báðar á 5 undir pari, 67 höggum, hvor. Sjá má stöðuna á Women´s NSW Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2020 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar & félagar urðu í 11. sæti

Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar í Louisiana Lafayette tóku þátt í Border Olympics mótinu í Laredo Texas, dagana Þátttakendur voru 93 frá 17 háskólum. Björn Óskar lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (76 69 76) og varð T-32 í einstaklingskeppninni. Lið Louisiana Lafayette varð í 11. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í Border Olympics með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Louisiana Lafayette er á heimavelli 16. mars n.k.


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Sami Välimäki (17/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni. Golf 1 Lesa meira