Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2018 | 02:08

Sigrar Tiger í 3. sinn á Tour Championship?

Tiger Woods er efstur á Tour Championship eftir 3. dag mótsins. Nú þegar aðeins á eftir að spila lokahringinn er spurning hvort Tiger takist að sigra Tour Championship enn á ný, en hann hefir á ferli sínum tvívegis áður sigrað í mótinu? Tiger hefir sótt sig með hverju mótinu, er í feykiformi og m.a. í Ryder liði Bandaríkjanna sem keppir 30. september n.k. á Le Golf National vellinum í París. Tiger er búinn að spila á 12 undir pari, 198 höggum (65 68 65) og á 3 högg á þá Rory McIlroy og Justin Rose, sem báðir hafa spilað á samtals 9 undir pari, hvor. Kyle Stanley og Jon Rahm Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2018 | 01:00

EM piltalandsliða: Ísland tryggði sér sæti í efstu deild EM

Íslenska piltalandsliðið í golfi tryggði sér sæti í efstu deild Evrópumótsins í dag með stórsigri gegn Slóvakíu í leik um 3.-4. sætið. Ísland endaði í 2. sæti í höggleiknum og var einum sigri frá því að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu á EM á næsta ári þegar liðið mætti Portúgal í undanúrslitum. Þrátt fyrir tap í undanúrslitum náði Ísland að vinna leikinn um 3. sætið sem skipti öllu máli um sæti í efstu deild. Noregur og Portúgal tryggðu sér sæti í efstu deild með sigri í undanúrslitaleikjunum. Úrslit í viðureigna Íslands gegn Slóvakíu:  


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (20)

Jimmy Stewart segir hér einn gamla og góðan Sjá með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur fór ekki g. 2. niðurskurð á Portugal Masters

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er úr leik á móti vikunnar á Evróputúrnum, Portugal Masters. Eftir 3. hring í dag var skorið niður að nýju og komust aðeins 70 efstu og þeir sem jafnir voru í 70. sætinu áfram. Birgir Leifur varð einn í 79. sæti og sárgrætilegum 2 höggum frá því að komast í gegnum 2. niðurskurðinn. Samtals lék Birgir Leifur á 1 undir pari, 212 höggum (73 66 73), en spila varð á 3 undir pari eða betur til þess að ná í gegnum lokaniðurskurðinn. Efstur í mótinu, eftir 3. dag, er ástralski kylfingurinn Lucas Herbert en hann hefir spilað á 19 undir pari, 194 höggum (63 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Jónsdóttir – 22. september 2018

Það er Áslaug Jónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Áslaug er fædd 22. september 1992 og á því 26 ára afmæli í dag!!! Áslaug Þóra Jónsdóttir 26 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Bland, frá S-Afríku, 22. september 1945 (73 ára); Halldóra Helgadottir, 22. september 1949 (69 ára); Jerry Anderson 22. september 1955 (63 ára); Philip Arnold Blackmar, 22. september 1957 (61 árs); Greg Bruckner, 22. september 1959 (59 ára); Michele Berteotti, 22. september 1963 (55 ára); Ingólfur Theodor Bachmann, 22. september 1975 (43 ára); Mikaela Parmlid (W-7 módel), 22. september 1980 (38 ára); Joaquin Estevez, (frá Argentínu), 22. september Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 14:00

LET: Ólafía T-44 e. 3. dag Estrella Damm

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, lék 3. hring á Estrella Damm mótinu á 69 höggum og er sem stendur T-44 eftir 3. dag mótsins. Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 3 undir pari, 210 höggum  (72 69 69). Hollenska stúlkan Anne Van Dam hefir tekið afgerandi forystu í mótinu á 5 högg á þá sem næst kemur, en er búin að spila á glæsilegum 20 undir pari, 193 höggum (64 64 65). Í 2. sæti er Solheim Cup kylfingurinn Caroline Hedwall, en hún hefir spilað á samtals 15 undir pari, 198 höggum (69 67 62) og átti lægsta skorið í dag eftir 3. hring; stórglæsileg 62 högg þar sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og Missouri í 1. sæti á Evangel Fall Inv.

Arnar Geir Hjartarson og lið hans Missouri Valley urðu í 1. sæti á Evangel Fall Invite sem fram fór dagana 17.-18. september á Rivercut golfvellinum í Springfield, Missouri. Þátttakendur í mótinu voru 61 frá 11 háskólum. Arnar Geir varð T-20 í einstaklingskeppninni á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (79 78). Sjá má lokastöðuna á Evangel Fall Invite með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Arnars Geirs og Missouri Valley er 24. september n.k.


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: 3 Íslendingar v/keppni í Arizona

Þeir Egill Gunnar Ragnarsson,GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State; Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK eru allir við keppni á Maui Jim Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Mirabel golf- klúbbnum, í Scottsdale, Arizona, dagana 21.-23. september, en mótinu lýkur á morgun. Þátttakendur í mótinu eru 78 frá 14 háskólum. Bjarki átti stórglæsilegan 2. hring í dag, kom í hús á 66 glæsihöggum og er samtals búinn að spila á 136 höggum (70 66) og er T-19 í mótinu í einstaklingskeppninni. Gísli er búinn að spila best Íslendinganna, er 1 höggi á undan Bjarka á 135 höggum (67 68) og er T-12. Lið Bjarka og Gísla, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug og félagar í 2. sæti á Loyola Fall Inv.

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar hennar í Drake, golfliði Drake University í Des Moins, Iowa urðu í 2. sæti í Loyola Fall Invite, sem fram fór í Flossmoor Country Club, í Flossmoor, Illinois,  17.-18. september sl. Þátttakendur voru 70 frá 12 háskólum. Sigurlaug Rún lék á samtals 23 yfir pari, 239 höggum (80 79 80) og varð T-18 þ.e. deildi 18. sætinu í mótinu ásamt 3 öðrum. Sjá má lokastöðuna á Loyola Fall Invite með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake er 29. september n.k.


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 01:00

EM piltalandsliða: Ísland tapaði f. Portúgal

Ísland tapaði gegn liði Portúgals í undanúrslitum í 2. deild Evrópumóts piltalandsliða í dag 4,5 – 2,5. Ísland endaði í 2. sæti í höggleiknum og var einum sigri frá því að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu á EM á næsta ári. Með sigrinum tryggði Portúgal sér sæti í efstu deild ásamt Noregi. Ísland getur með sigri gegn Slóvakíu á laugardag tryggt sér sæti í efstu deild. Noregur sigraði Slóvaka naumlega 4/3 í undanúrslitum í dag. Í undanúrslitaleiknum gegn Portúgal var byrjað á því að leika tvo fjórmenninga fyrir hádegi. Tveir leikmenn úr sama liði liði skiptust á um að slá einum bolta til skiptis út holuna í holukeppni. Lesa meira