Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2023 | 23:00

Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!

Það var Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari á Masters 2023, 87. Masters mótinu frá upphafi.

Sigurskor Rahm var 12 undir pari, 276 högg (65 69 73 69).

Annað sætið deildu LIV kylfingarnir Phil Mickelson og Brooks Koepka, báðir á samtals 8 undir pari, hvor, en Koepka, sem búinn var að vera í forystu allt mótið átti afleitan lokahring upp á 75 högg.

Jordan Spieth, Patrick Reed og Russell Henley deilda síðan 4. sætinu á samtals 7 undir pari, hver.

Jon Rahm er fæddur 10. nóvember 1994 og því 28 ára, Sigurinn á Masters er sá 21. á atvinnumannsferli Rahm og sá 11. á PGA Tour. Þetta er fyrsti Masters sigur Rahm, en 2. risamótssigur hans, því Rahm sigraði á Opna bandaríska 2021,

Sjá má lokastöðuna á Masters 2023 með því að SMELLA HÉR