Jon Rahm
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2023 | 13:00

Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“

Hér má sjá brot af fréttamannafundi Jon Rahm, sigurvegara Masters 2023 eftir að honum hafði verið fenginn Græni Jakkinn.

Í meðfylgjandi myndskeiði segir Rahm m.a. að hann hafi aldrei ímyndað sér að hann myndi tárast við að sigra í móti – það hafi þó gerst á 18. eftir að ljóst var hann hefði sigrað á Masters.

Rahm sagðist hafa fundið fyrir stuðningi Seve á lokahringnum og sigurinn væri tileinkaður Seve.

Þetta var 10. risamótssigur Spánar og 2. risamótssigur Rahm.

Sjá myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: