AUGUSTA, GEORGIA – APRIL 08: Brooks Koepka of the United States reacts on the seventh green during the third round of the 2023 Masters Tournament at Augusta National Golf Club on April 08, 2023 in Augusta, Georgia. (Photo by Patrick Smith/Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2023 | 09:00

Masters 2023: Koepka leiðir fyrir lokahringinn

Það er Brooks Koepka sem leiðir eftir 3. hring á Masters 2023; á samtals 13 undir pari.

Koepka hefir nú verið í forystu Masters 2023 allt frá 1. degi.

Uppfærsla: Á laugardeginum átti Jon Rahm eftir að ljúka leik var á samtals 9 undir pari í lok dags, en leik á risamótinu var þá enn frestað vegna veðurs.

Rahm saxaði þó enn meir á forskot Koepka og þegar hann lauk 3. hring, nú í dag (sunnudaginn 9. apríl)  þá var forskotið milli þessara tveggja forystumanna mótsins aðeins 2 högg.

Spennandi hvað gerist í kvöld? Hvor þeirra stendur uppi sem sigurvegari? Eða gerist eitthvað óvænt og einhver enn annars stelur sigrinum?