25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
Golf1 golffréttavefurinn hóf göngu sína formlega 25. september 2011 og hefir því verið starfandi í 12 ár á þessu ári.
Frá því að hafist var handa með vefinn hafa verið skrifaðar 25.000,- fréttir og var sú 25 þúsundasta skrifuð í dag!
Þetta jafngildir því að skrifaðar hafi verið u.þ.b. 6 golffréttir á dag sl. 12 ár.
Mjög mikill metnaður var á upphafsárum Golf 1 og voru reglulega skrifaðar u.þ.b. 10 fréttir á dag og þegar mest var voru skrifaðar 20 golffréttir á einum degi á Golf 1.
Einnig var meira um það að farið var í mót og myndir teknar af keppendum, sem mæltist vel fyrir, enda myndaraðir úr mótum vinsælt efni.
Í Covid-faraldrinum og á síðustu misserum hefir greinaskrifum fækkað nokkuð – en Golf 1 er langt frá því hætt og nú verður bara hafist handa við að slá met sl. 12 ára um 25.000 greinar!!! 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024