Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2023 | 20:00

25.000 fréttir skrifaðar á Golf1

Golf1 golffréttavefurinn hóf göngu sína formlega 25. september 2011 og hefir því verið starfandi í 12 ár á þessu ári.

Frá því að hafist var handa með vefinn hafa verið skrifaðar 25.000,- fréttir og var sú 25 þúsundasta skrifuð í dag!

Þetta jafngildir því að skrifaðar hafi verið u.þ.b. 6 golffréttir á dag sl. 12 ár.

Mjög mikill metnaður var á upphafsárum Golf 1 og voru reglulega skrifaðar u.þ.b. 10 fréttir á dag og þegar mest var voru skrifaðar 20 golffréttir á einum degi á Golf 1.

Einnig var meira um það að farið var í mót og myndir teknar af keppendum, sem mæltist vel fyrir, enda myndaraðir úr mótum vinsælt efni.

Í Covid-faraldrinum og á síðustu misserum hefir greinaskrifum fækkað nokkuð – en Golf 1 er langt frá því hætt og nú verður bara hafist handa við að slá met sl. 12 ára um 25.000 greinar!!! 🙂