Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ben Crane ————- 6. mars 2016
Afmæliskylfingur dagsins Benjamin McCully Crane, betur þekktur sem Golf Boys-inn og grínistinn Ben Crane. Ben Crane er fæddur 6. mars 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Líklegast eru Rickie Fowler, sleggjan Bubba Watson og Hunter Mahan, félagar hans í Golf Boys allir að fagna með honum í Flórída, þar sem heimsmótið Cadillac Championship fer fram!!! Sjá má myndskeiðið sem þeir félagar í Golf Boys með afmæliskylfingnum Ben Crane í fararbroddi gerðu vinsælt fyrir 4 árum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard H. Sikes, 6 mars 1940 (76 ára); Kristín Dagný Magnúsdóttir, GR, 6. mars 1949 (67 ára); Ari Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 09:00
LPGA: Ha Na Yang sigraði á HSBC Women´s Champions

Það var Ha Na Yang sem sigraði á HSBC Women´s Champions í morgun. Mótið stóð 3.-6. mars 2016 og fór fram í Sentosa klúbbnum í Singapore. Það voru stúlkur frá Asíu sem röðuðu sér í efstu 8 sætin Ha Na spilaði á samtals 19 undir pari, 269 höggum (70 – 66 – 68 – 65) og átti heil 4 högg á þá sem næst kom. Það var thailenska golfstjarnan Pornanong Phattlum, sem lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (70 – 67 – 68 – 68) og varð í 2. sæti. Amy Yang frá Suður-Kóreu varð í 3. sæti á samtals 11 undir pari og síðan deildu 5 stúlkur 4. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 06:30
Bandaríska háskólagolfið: Stefanía og Pfeiffer í 8. sæti á Converse Inv.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2015 og lið hennar The Pfeiffer Falcons hófu vorkeppnistímabilið þann 22. febrúar s.l. með þátttöku í Converse Invite. Leikið var á par-72, 5881 yarda golfvelli Carolina Country Club. Lið The Falcons varð í 8. sæti með liðsskor upp á samtals 680. Stefania var á samtals skori upp á 173 högg. The Falcons verða gestgjafar á morgun á the Pfeiffer Invitational sem fram fer á Hilton Head Island
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 05:00
Bandaríska háskólagolfið: Emil Þór Ragnarson lék með í Atchafayala mótinu

Emil Þór Ragnarsson GKG og Nicholls State tóku þátt í Atchafayala mótinu 23. febrúar s.l. en seinni hringur mótsins var felldur niður vegna mikilla rigninga. Emil lék með sem einstaklingur en var ekki í liði Nicholls State, en mótið var það fyrsta á keppnistímabilinu. Hann lék á 79 höggum og fékk ekki tækifæri til að bæta sig á 2. hring vegna þess að hann var felldur niður. Nicholls State varð í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má úrslitin í Atchafayala mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Nicholls State verður 14. mars n.k.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 04:30
WGC: Rory efstur e. 3. hring á Cadillac Championship

Það er nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy, sem kominn er í efsta sætið á Cadillac Championship á Bláa Skrímslinu fyrir lokahring mótsins sem spilaður verður í dag. Rory sagði m.a. eftir hringinn (3. hring) að það að spila varnargolf væri ekki hans stíll. Hann er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (71 65 68). Í 2. sæti 3 höggum á eftir er DJ (Dustin Johnson) á samtals 9 undir pari, 207 höggum (72 64 71). Sjá má stöðuna á Cadillac Championship e. 3. dag með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags á Cadillac Championship með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2016 | 22:00
DREAM myndin hennar Ólafíu komin á íslensku

Í tilkynningu frá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur segir: „Ég er spennt að segja ykkur frá því að….. vegna mikillar eftirspurnar er komin DREAM mynd á íslensku!!! Og af því að þið eruð svo frábær og það hefur gengið svo vel í styrktarsöfnuninni hef ég ákveðið að gefa einum heppnum sem er búinn að læka íþróttasíðuna mína, lækar/kommentar að neðan og deilir þessu: Eina mynd á íslensku í stærð 40×40. TAKK FYRIR STUÐNINGINN!“ Komast má á íþróttasíðu Ólafíu til að like-a með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2016 | 18:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Sveinsson – 5. mars 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurður Sveinsson. Siggi Sveins er fæddur er fæddur 5. mars 1959 og er því 57 ára í dag. Sjá má eldra viðtal við Sigga með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sigurður Sveinsson – f. 5. mars 1959 (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Earl Dennison Woods (pabbi Tiger f. 5. mars 1932 – d. 3. maí 2006); Dale Douglass Wewoka, 5. mars 1936 (80 ára); Mats Lanner, 5. mars 1961 (55 ára); Tracy L. Kerdyk, 5. mars 1966 (50 ára stórafmæli); Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2016 | 16:30
WGC: Adam Scott efstur í hálfleik á Cadillac Championship

Það er Adam Scott sem er efstur í hálfleik á Cadillac Championship. Scott er búinn að spila á 10 undir pari, 134 höggum (68 66). Í 2. sæti eru Rory McIlroy og DJ á samtals 8 undir pari, hvor eða 2 höggum á eftir Scott. Einn í 4. sæti er síðan enski kylfingurinn Danny Willett á samtals 7 undir pari. Hér má skoða stöðuna eftir 2. dag á Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. hrings Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2016 | 20:00
Afmæliskylfingar dagsins: Helgi Dan, Dýrleif Anna og Pétur Gautur – 4. mars 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír Helgi Dan Steinsson, Dýrleif Anna Guðmundsdóttir og Pétur Gautur. Dýrleif Anna er fædd 4. mars 1966. Hún er í Golfklúbbnum Oddi og rekur golffatanetverslunina icegolf, sem og samnefnda golfferðaskrifstofu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Dýrleif Anna Guðmundsdóttir (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Pétur Gauti er einnig fæddur 4. mars 1966 og á því einnig stórafmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Pétri Gaut til hamingju með afmælið hér að neðan Pétur Gautur (Inniega til hamingju með stórafmælið!!!) Helgi Dan er fæddur 4. mars 1976 og á því 40 ára Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2016 | 16:00
Kylfingur fer í mál við golfklúbb eftir að hann er svikinn um bíl í vinning fyrir ás – Tapaði!!!

Kylfingur sem vann bíl eftir að hafa farið holu í höggi á góðgerðarmóti er kominn þúsundir punda í skuld eftir að hann tapaði máli um vinning sem hann átti að hljóta í verðlaun fyrir ásinn. Jake Warner, 24 ára, var yfir sig hrifinn þegar hann fór holu í höggi á 202-yarda holu í Haverhill golfklúbbnum, Suffolk, á degi þar sem aðgangur var £10 (u.þ.b. 2000 kr.). Hann stillti sér upp fyrir ljósmynd af því sem hann hélt að væri vinningurinn: nýr fimm dyra 1.6TDi Vauxhall Corsa, sem sagður var kosta £14,000 og var merktur orðunum: „Þessi bíll í verðlaun fyrir holu í höggi .“ En þegar Warner fór nokkrum dögum síðar Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

