Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ben Crane ————- 6. mars 2016

Afmæliskylfingur dagsins Benjamin McCully Crane, betur þekktur sem Golf Boys-inn og grínistinn Ben Crane. Ben Crane er fæddur 6. mars 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!!  Líklegast eru Rickie Fowler, sleggjan Bubba Watson og Hunter Mahan, félagar hans í Golf Boys allir að fagna með honum í Flórída, þar sem heimsmótið Cadillac Championship fer fram!!!

Sjá má myndskeiðið sem þeir félagar í Golf Boys með afmæliskylfingnum Ben Crane í fararbroddi gerðu vinsælt fyrir 4 árum með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard H. Sikes, 6 mars 1940 (76 ára); Kristín Dagný Magnúsdóttir, GR, 6. mars 1949 (67 ára);  Ari Kristinn Jónsson, 6. mars 1949 (67 ára);  Alison Nicholas, fyrirliði sigurliðs Evrópu í Solheim Cup 2011, 6. mars 1962 (54 árs); Michael McLean, 6. mars 1963 (Spilaði á Evróputúrnum – 53 ára) Golf Boys-inn Benjamin (Ben) McCully Crane, 6. mars 1976 (40  ára stórafmæli); Grace Park, 6. mars 1979 (37 ára); Óli Ingi Ólason, 6. mars 1981 (35 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is