Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2016 | 16:00

Kylfingur fer í mál við golfklúbb eftir að hann er svikinn um bíl í vinning fyrir ás – Tapaði!!!

Kylfingur sem vann bíl eftir að hafa farið holu í höggi á góðgerðarmóti er kominn þúsundir punda í skuld eftir að hann tapaði máli um vinning sem hann átti að hljóta í verðlaun fyrir ásinn.

Jake Warner, 24 ára, var yfir sig hrifinn þegar hann fór holu í höggi á  202-yarda holu í Haverhill golfklúbbnum, Suffolk, á degi þar sem aðgangur var  £10 (u.þ.b. 2000 kr.).

Hann stillti sér upp fyrir ljósmynd af því sem hann hélt að væri vinningurinn: nýr fimm dyra 1.6TDi Vauxhall Corsa, sem sagður var kosta £14,000 og var merktur orðunum: „Þessi bíll í verðlaun fyrir holu í höggi .“

En þegar Warner fór nokkrum dögum síðar til að ná í bílinn þá var Warner miður sín þegar golfklúbburinn bauð honum bara standard 1.0. Corsu sem kosta átti meira en minna eða £6,500.

Ég var svo glaður á þeim degi sem ég vann og svo í rusli þegar ég fékk að vita að ég fengi ekki bílinn sem þeir auglýstu.“  sagði Warner.

Hann neitaði að taka við ódýrari Corsunni – eða neitaði 7000 pundum út í hönd – og  kærði málið fyrir  Cambridge County Court, en tapaði málinu vegna þess sem hann kallaði lagagloppu (ens. legal loophole).

Warner fékk £7,500 í dómssátt sem honum var boðinn, en var dæmdur til að greiða málskostnað, sem kostaði hann  £10,000 – sem varð til þess að hann varð að greiða £2,500 úr eigin vasa.

Warner er auðvitað sárreiður og hefir nú sagt skilið við klúbbinn og segir að 12 vinir og fjölskyldumeðlimir hafi líka sagt sig úr klúbbnum.
Hann sagði „Þetta hefir allt verið martröð. Ég var heppinn og fór holu í höggi og þetta er fyrsti og eini ás sem ég hef fengið og ég gat ekki trúað því þegar boltinn lenti á flötinni.

Ég var svo glaður að vinna þennan flotta bíl en þetta snerist í eitthvað allt annað en þeir höfðu auglýst. Þeir settu flottan 
 £14,000 nýjan bíl til þess að laða fólk að, en þegar ég síðan vann var mér bara boðinn þessi bíll 1.0. basic módelið á £6,500.“
Hann var ekki með álfelgur, loftkælingu og var mest basic módelið. Ég var virkilega vonsvikinn. Ég var glaður á þeim degi sem ég vann bílinn en síðan í rusli þegar ég fékk að vita að ég myndi ekki fá bílinn sem þeir auglýstu.

Warner sagði að skuldin hefði orðið til þess að hann hefði þurft að taka fasteignalán til þess að hann gæti jafnframt borgað fyrir giftingu sína og 25 ára kærustu sinnar, Kirsty Dolby.

Hann sagði: „Ég varð að taka lán til þess að koma okkur úr skuldum. Við urðum að taka 10,000 punda lán. Þetta var tími mikilla áhyggna og á tímabili leit út fyrir að við myndum ekki getað borgað fyrir giftinguna.“

„En það kom sem betur fer ekki til þess en við urðum að verja miklu af þeim peningum sem við höfðum sparað til þess að borga málskostnað.“

Fyrir málið reyndi Warner að semja við klúbbinn og bað um  £8,000 plús nokkurra ára frírrar félagsaðildar.  En beiðni hans var hafnað.  Þar sem ekki náðist saman með aðilum fór Warner með málið fyrir rétt og var sagt af lögmanni sínum að hann væri með „mjög góða stöðu.“

Warner sagði síðan að hann hefði tapað málinu vegna þess að hann hefði ekki séð bílinn fyrir mótið.

Hann (Warner) bætti við: „Rök okkar voru þau að bíllinn hefði verið á teig og auglýsingin eins og hún var. Það fór ekkert á milli mála. Við neyddumst til að fara með málið fyrir rétt. Mér var sagt að ég gæti ekki fengið bílinn hreinlega og einfaldlega vegna þess að ég sjá hann (bílinn) ekki áður en ég hóf hringinn.“

Warner tapaði máli sínu þann 14. janúar s.l. í Cambridge County Court. Strax eftir réttarhöldin buðu klúbburinn og tryggingarfélag klúbbsins honum Vauxhall Viva án miðstöðvar að andvirði £8,300.

Warner neitaði að taka við bílnum en samþykkti sáttarboð um  £7,500, sem hann notaði til þess að borga málskostnað sinn. Þetta þýddi að hann varð að finna  önnur £2,500 til þessa að borga allan málskostanðinn, en hann var eins og áður er komið fram dæmdur til að greiða £10,000 í málskostanð.

Haverhill golfklúbburinn lét frá sér fara fréttatilkynningu, þar sem þeir sögðust hafa algerlega hegðað sér rétt og að krafa Warner hefði verið út í hött.

Í tilkynningunni sagði m.a.: „Klúbburinn dró aldrei í efa að Jake Warner hefði unnið bílinn og gerði mjög höfðinglegt tilboð sem Jake kaus að hafna.

 „Klúbburinn kom rétt fram í alla staði og fékk það staðfest við niðurstöðu dómstólsins sem kaus að hafna kröfu hans (Warners). Klúbbnum þykir miður að Jake hafi kosið að halda kröfu sinni uppi, sem ekki var réttmæt og var til þess fallin að tapast.“ 

Eftir að hafa tapað málsókninni hefir Warner keyrt um á 10 ára gömlum Ford Focus Zetec að andvirði £1,500.