Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 09:00

LPGA: Ha Na Yang sigraði á HSBC Women´s Champions

Það var Ha Na Yang sem sigraði á HSBC Women´s Champions í morgun.

Mótið stóð 3.-6. mars 2016 og fór fram í Sentosa klúbbnum í Singapore.

Það voru stúlkur frá Asíu sem röðuðu sér í efstu 8 sætin

Ha Na spilaði á samtals 19 undir pari, 269 höggum (70 – 66 – 68 – 65) og átti heil 4 högg á þá sem næst kom.

Það var thailenska golfstjarnan Pornanong Phattlum, sem lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (70 –  67 – 68 – 68) og varð í 2. sæti.

Amy Yang frá Suður-Kóreu varð í 3. sæti á samtals 11 undir pari og síðan deildu 5 stúlkur 4. sætinu allar á samtals 10 undir pari hver, en það voru þær Candie Kung frá Taíwan; Ariya Jutanugarn frá Thailandi; Choi-urnar báðar frá Suður-Kóreu; Na Yeon og Chella og svo Mirim Lee, landa þeirra.

Það er ekki fyrr en í 9. sæti sem við finnum Vesturlandabúa en 9. sætinu deildu þær Suzann Pettersen, Gerina Piller, Stacy Lewis og Brooke M. Henderson.

Til þess að sjá lokastöðuna á HSBC Women´s Champions SMELLIÐ HÉR: