Emil Þór Ragnarsson, flottur eins og alltar!
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2016 | 05:00

Bandaríska háskólagolfið: Emil Þór Ragnarson lék með í Atchafayala mótinu

Emil Þór Ragnarsson GKG og Nicholls State tóku þátt í Atchafayala mótinu 23. febrúar s.l. en seinni hringur mótsins var felldur niður vegna mikilla rigninga.

Emil lék með sem einstaklingur en var ekki í liði Nicholls State, en mótið var það fyrsta á keppnistímabilinu.

Hann lék á 79 höggum og fékk ekki tækifæri til að bæta sig á 2. hring vegna þess að hann var felldur niður.

Nicholls State varð í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má úrslitin í Atchafayala mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Nicholls State verður 14. mars n.k.