Nýju strákarnir á PGA 2023: Brandon Matthews (16/50)
Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022. Sá sem varð í 10. sæti verður kynntur í dag, en það er Brandon Matthews. Brandon (Michael) Matthews fæddist 27. júlí 1994 í Dupont, Pennsylvaníu og er því 28 ára. Hann var við nám í Temple University. Eftir útskrift, árið 2018, gerðist Matthews atvinnumaður í golfi. Síðan þá hefir hann sigrað 6 sinnum í atvinnumannsmótum. Matthews er frekar hávaxinn eða 1,93 m.
Afmæliskylfingur dagsins: Þröstur Ingvarsson – 15. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Þröstur Ingvarsson . Þröstur er fæddur 15. janúar 1963 og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Hann er kvæntur Gíslínu Hákonardóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Þresti til hamingju með afmælið hér að neðan: Þröstur Ingvarsson – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Howard Allen, 15. janúar 1949 (74 ára); Hraunkots Handverk (65 ára); Ellý Erlingsdóttir, GK, 15. janúar 1962 (61 árs); Árni Þór Freysteinsson, 15. janúar 1966 (57 ára); Ted N Tryba, 15. janúar 1967 (56 ára); Einar Páll Tamimi, 15. janúar 1969 (54 ára); Sirry Hallgrimsdottir, 15. janúar Lesa meira
Adam Scott í ráðgjafanefnd PGA
Adam Scott, 42 ára, hefir hlotið skipun í nefnd innan PGA Tour, hvers hlutver er að móta framtíð PGA Tour með sérstakri áherslu á útistöður við LIV Golf. Scott hefir alltaf þótt skynsamur þegar kemur að afstöðu til LIV, og alltaf hagað sér sem óaðfinnanlegur fagmaður. Meðspilarar hans á PGA mótaröðinni hafa nú valið hann sem einn af 16 nefndarmönnum í leikmannaráð fyrir árið 2023. Meðal þeirra sem sæti eiga í ráðgjafanefndinni eru Rory McIlroy og Tiger Woods. „Ég hef meiri áhuga á því hvað mótaröðin ætlar að gera í framtíðinni heldur en hver strategían gæti verið í málsókn við LIV,“ sagði Scott um núninga LIV Golf og PGA mótaraðarinnar. „Mér gæti Lesa meira
GKG: Fjóla og Tómas sigruðu í Áramóti GKG
Fjóla Rós Magnúsdóttir og Tómas Jónsson sigruðu í Áramóti GKG sem haldið var í Trackman hermunum núna á gamlársdag. Leiknar voru seinni níu á Leirdalsvellinum. Flott þátttaka var í mótinu en alls tóku 47 þátt. Keppt var í tveimur flokkum, opnum flokki og 65 ára og eldri. Efstu sætin skipuðu eftirfarandi: Opinn flokkur sæti Fjóla Rós Magnúsdóttir 28 punktar. 5 skipta klippikort í hermana + kassi af Pepsi sæti Magnús Bjargarson 23 punktar. 2×60 mín kort í hermana sæti Embla Hrönn Hallsdóttir og Ásta Ólafsdóttir 22 punktar. 60 mín kort í hermana 65 ára og eldri sæti Tómas Jónsson 22 punktar. 5 skipta klippikort í hermana + kassi af Pepsi Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (2/2023)
Fimm stuttir á ensku: I shot one under at golf today. One under a tree, one under a bush and one under the water. Bad at golf? Join the club. What is the biggest fear of all professional golfers? The bogeyman I’m not really that bad at putting, I just can’t catch a break. Why don’t golfers ever eat pie? Just in case they get a slice.
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Smári Þorsteinsson. Hann er fæddur 14. janúar 1996 og er því 27 ára í dag. Gunnar Smári er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebooksíðu Gunnars Smára hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Gunnar Smári Þorsteinsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: John Paul Cain, 14. janúar 1936 (87 ára); CL “Gibby” Gilbert Jr., 14. janúar 1941 (82 ára); Graham Vivian Marsh 14. janúar 1944 (79 ára); Tom Sieckmann, 14. janúar 1955 (68 ára); Hrönn Harðardóttir, GK, 14. janúar 1960 (63 ára); Elin Henriksen, 14. janúar 1971 (52 ára); Félagsmiðstöðin Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gengi Huldu Clöru með Denver haustið 2022
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, Íslandsmeistari í höggleik 2021, er við nám og spilar með golfliði The University of Denver. Á haustönn voru 4 mót og spilaði Hulda Clara í öllum þeirra, þrátt fyrir að vera einungis 2. bekkingur (ens. sophmore). Aðrir í liðinu eru annaðhvort efstubekkingar eða útskrifaðir! Gengi Huldu Clöru var eftirfarandi: 1 Dick McGuire Invitational. Mótið fór fram dagana 12.-13. september 2022 á Championship Course hjá UNM í Albuquerque. Lið Denver varð í 6. sæti af 17 háskólaliðum í liðakeppninni. Hulda Clara varð T-67 af 93 þátttakendum á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (80 73 75). 2 Mason Rudolph Invitational. Mótið fór fram 23.-25. september 2023, í Lesa meira
Masters 2023: Röngum kylfingi sent boð um þátttöku í Masters risamótinu!
Nr. 54 á heimslistanum Scott Stallings var nýlega komið á óvart þegar hann fékk skilaboð frá manni, sem ber sama nafn og hann. Í ljós kom að skipuleggjendur Masters mótsins 2023 höfðu sent röngum Scott Stallings boðskort um að spila á Masters mótinu 2023 – en hinn rangi Scott Stallings ber augljóslega sama nafn og nr. 54 á heimslistanum, hann býr á sama svæði og jafnvel eiginkonur beggja heita báðar Jennifer. Atvinnukylfingurinn Scott Stallings fór á Twitter og sagði frá þessum skrítna ruglingi: „[Ég] var bókstaflega búinn að tékka á pósthólfinu mínu fimm sinnum á dag, þegar ég fékk tilkynningunni í gær,“ skrifaði Stallings, eftir að hann fékk eftirfarandi skilaboð Lesa meira
Óvissa um hvort LIV kylfingar fái að spila í Rydernum
Ryder-inn fer fram í Róm í september á þessu ári. Írski kylfingurinn Shane Lowry tjáði sig um keppnina í gær, en nokkuð öruggt þykir að hann muni eiga sæti í evrópska liðinu – Sjá með því að SMELLA HÉR: Lowry sagði m.a. að tveir bestu kylfingar heims yrðu í liði Evrópu: Rory McIlroy og Jon Rahm. Forsvarsmenn Ryder bikarsins hafa enn ekki gefið upp hvort evrópskir LIV kylfingar fái að taka þátt í Rydernum. Af hálfu Bandaríkjamanna eru hlutirnir skýrari – Þar á bæ er búið að taka ákvörðun um að engir LIV kylfingar verði í bandaríska Ryder bikarsliðinu. Þetta þýðir m.a. að Dustin Johnson og Phil Mickelson fá ekki að Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2023: MJ Daffue (15/50)
Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022. Sá sem varð í 11. sæti verður kynntur í dag, en það er MJ Daffue. M (atthys) J Daffue fæddist 13. janúar 1989 í Pretoríu, S-Afríku og á því 34 ára afmæli í dag. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu fyrst með Lee háskólanum í 1 ár og kláraði svo næstu 3 í Lamar háskólanum. Daffue spilaði í fyrsta Korn Ferry Tour móti sínu árið 2019. Á 2021-2022 keppnistímabilinu náði Daffue 6 sinnum að spila Lesa meira










