Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023: Brandon Matthews (16/50)

Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022.

Sá sem varð í 10. sæti verður kynntur í dag, en það er Brandon Matthews.

Brandon (Michael) Matthews fæddist 27. júlí 1994 í Dupont, Pennsylvaníu og er því 28 ára.

Hann var við nám í Temple University.

Eftir útskrift, árið 2018, gerðist Matthews atvinnumaður í golfi.

Síðan þá hefir hann sigrað 6 sinnum í atvinnumannsmótum.

Matthews er frekar hávaxinn eða 1,93 m.