Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023: MJ Daffue (15/50)

Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022.

Sá sem varð í 11. sæti verður kynntur í dag, en það er MJ Daffue.

M (atthys) J Daffue fæddist 13. janúar 1989 í Pretoríu, S-Afríku og á því 34 ára afmæli í dag. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu fyrst með Lee háskólanum í 1 ár og kláraði svo næstu 3 í Lamar háskólanum.

Daffue spilaði í fyrsta Korn Ferry Tour móti sínu árið 2019. Á 2021-2022 keppnistímabilinu náði Daffue 6 sinnum að spila á PGA Tour mótum með því að sigra í úrtökumótum. Árið 2022 öðlaðist hann þátttökurétt á Opna bandaríska risamóti, enn með því að sigra á úrtökumóti.

Daffue býr í Kingwood, Texas með eiginkonu sinni Kamilu og syni þeirra. Árið 2014 missti Kamila móður sína í bílslysi í Bandaríkjunum.

Daffue hefir unnið í sjálfboðavinnu sem aðstoðarmaður golfliðs University of Houston.

Á 2021-2022 var besti árangur Daffue T-2 árangur á Albertsons Boise Open. Hann hefir á atvinnumannsferli sínum aðeins sigrað einu sinni, en það var árið 2013 á  NeSmith Chevrolet Classic.