Afmæliskylfingar dagsins: Gyða Björk og Siggi Óli – 13. janúar 2023
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Siggi Óli og Gyða Björk Ágústsdóttir. Siggi Óli er fæddur 13. janúar 1968 og á því 55 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Vestmannaeyja (GV). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Siggi Óli – Innilega til hamingju með 55 ára afmælið!!! Gyða Björk er fædd 13. janúar 1978 og á því 45 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Gyða Björk Ágústsdóttir – (Innilega til hamingju með 45 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gengi Sverris Haraldssonar með Appalachian haustið ´22
GM-ingurinn Sverrir Haraldsson er við nám og spilar með golfliði Appalachian State háskólans í N-Karólínu í Bandaríkjunum. Haustið 2022 voru 5 mót á dagskrá hjá Appalachian State. Sverrir tók þátt í öllum mótum og var árangur hans í þeim er eftirfarandi: 1 JT Poston Invitatational. Mótið fór fram í CC of Sapphire Valley í Sapphire, N-Karólínu, dagana 27.-28. September 2022. Þáttakendur í mótinu voru 87 frá 14 háskólum. Sverrir varð T-32 á samtals 2 yfir pari, 215 höggum (72 68 75). Lið Appalachian State varð í 7. sæti í liðakeppninni. 2 Highlander Invitational. Mótið fór fram á Peter Dye River vellinum hjá Virginia Tech í Radford, Virginíu, 4. október 2022. Þátttakendur Lesa meira
Jon Rahm ósáttur við 5. sætið á heimslistanum
Í síðustu viku var Jon Rahm í 5. sæti heimslistans. Jafnvel þá var hann ósáttur við þá röðun hans, þar sem stutt er síðan að hann hefir sigrað í Opna spænska og síðan á DP World Tour Championship. Botninn tók þó úr þegar Rahm var enn rankaður í 5. sæti heimslistans eftir glæsilegan sigur hans á 1. móti ársins á PGA Tour; Sentry Tournament of Champions. Þar náði hann að ná upp 10 högga forskoti bandaríska kylfingsins Collin Morikawa …. og sigra með ótrúlega flottum hætti. En sigurinn hafði engin áhrif á stöðu hans á heimslistanum. Hann er enn í 5. sæti heimslistans. „Frá því í Playoffinu … hef ég Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2023 (14/50): SH Kim
Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022. Sá sem varð í 12. sæti verður kynntur í dag, en það er SH Kim. SH Kim (m.ö.o Kim Seong-hyeon) fæddist í Changwon, 17. september 1998 í S-Kóreu og er því 24 ára. Hann hlaut háskólamenntun í S-Kóreu í „Korea National Sport University.“ Eftir útskrift 2017 gerðist hann atvinnumaður í golfi. Hann hefir unnið sér inn $917,458 á stuttum golfferli sínum. SH Kim fór í úrtökumót fyrir Korn Ferry Tour 2021 og var kominn á mótaröðina Lesa meira
Monty kvænist í 3. sinn
Colin Montgomerie (Monty) gékk í það heilaga nú nýverið og það í 3. sinn. Monty hefir alltaf þótt mikill kvennamaður og hefir í gegnum tíðina allt eins verið í fréttum golffréttamiðla fyrir það og íþróttafrek sín. Hann var kvæntur Eimear Wilson (1990-2006) og á með henni 3 börn: Olivia, Venetia og Cameron. Síðan var Monty kvæntur Gaynor Knowles (2008-2017), en þau eru nú skilin. Í þetta sinn er sú lukkulega umboðsmaður hans, Sarah Casey. Hún hefir nú þegar breytt eftirnafni sínu í Montgomerie á facebook. Monty lýsti brúðkaupi sínu, sem kemur næstum 6 árum eftir 2. skilnað hans, sem „fullkomnum degi.“ Brúðkaupið fór fram í Coworth Park í Ascot, Berkshire, í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Berglind Richardsdóttir – 12. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Berglind Richardsdóttir. Berglind er fædd 12. janúar 1973 og fagnar því 50 ára afmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Harold Horsefall Hilton, f. 12. janúar 1869 d. 5. mars 1942. Patty Hayes, 12. janúar 1955 (68 ára); Craig Parry, 12. janúar 1966 (ástralski túrinn – 57 ára); Eiríkur Svanur Sigfússon, 12. janúar 1967 (56 ára); Sigríður Jóhannsdóttir 12. janúar 1969 (54 ára); Davíð Viðarsson, 12. janúar 1979 (44 ára); Félag Um Jákvæða Sálfræði 12. janúar 1990 (33 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Vilhjálmur V Matthíasson og Kristján Þór Einarsson – 11. janúar 2023
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Vilhjálmur V Matthíasson og Kristján Þór Einarsson. Vilhjálmur er fæddur 11. janúar 1963 og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Vilhjálmur V Matthíasson – Innilega til hamingju með 60 ára afmælið!!! ________________________ Kristján Þór Einarsson er er fæddur 11. janúar 1988 og á því 35 ára afmæli í dag!!!! Svo sem er með mikla afreksmenn í golfi s.s. Kristján Þór er þá er aðeins hægt að tæpa á nokkrum meginatriðum á glæstum ferli í stuttri afmælisgrein. Kristján Þór er s.s. allir vita í Golfklúbbi Mosfellsbæjar og hefir Lesa meira
Hvaða ungu kylfingum (u. 23 ára) ætti að veita athygli 2023? Christopher Gotterup (3/10)
Chris Gotterup er fæddur 20. júlí 1999 og er því 23 ára, nákvæmlega upp á dag, 1 ári yngri en Henning Darri Þórðarson í GK. Hann er frá Little Silver í New Jersey og var r í Rutgers háskólanum í heimaríki sínu og spilaði golf með golfliði skólans í 4 ár. Fimmta árið í háskóla undirbjó Chris Gotterup svo sannarlega fyrir vinnumarkaðinn – í Rutgers var hann valinn „leikmaður ársins“ (ens.: „Big Ten Player of the Year“ ) og hlaut heiðurstitilinn All-American árið 2020 – og aukaárið sitt í háskóla notaði hann til þess að verða stjarna í Oklahoma. Það ár (þetta eina ár sitt sem „Sooner“) vann hann nefnilega Haskins Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gengi Andreu Ýr Ásmundsdóttur með Elon haustið 2022
Andrea Ásmundsdóttir, GA, stundar nám og er í golfliði Elon í bandaríska háskólagolfinu. Á haustönn 2022 voru 5 mót á dagskrá hjá Elon. Andrea tók þátt í eftirfarandi mótum: Elon Invitational. Mótið fór fram 19.-20. september 2022. Andrea varð T-27 af tæplega 60 keppendum. Skor hennar var (77 74 76). Aggie Invitational. Mótið fór fram 26.-27. september 2022 í Bryan Park í Greensboro N-Karólínu. Andrea varð T-7 en skor hennar (75 76 74). Edisto Island Invitational. Mótið fór fram 9.-11. október 2022. Andrea varð í 77. sæti, en hún spilaði á 46 yfir pari, 259 höggum (88 86 85). Lið Elon varð í 5. sæti af 14 í liðakeppninni.
Guðrún Brá íþróttakona Hafnarfjarðar – þriðja árið í röð!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir var 27. desember sl. valin íþróttakona Hafnarfjarðar, þriðja árið í röð. Hafnarfjarðarbær veitti viðurkenningar til íþróttafólks sem hafa skarað framúr á Íslandi og erlendis. Anton Sveinn Mckee sundmaður frá SH var valinn íþróttakarl Hafnarfjarðar. Ummæli um íþróttakonu Hafnarfjarðar 2022 Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún var með fullan þátttökurétt á árinu. Hún tók þátt í sextán mótum á árinu og besti árangur hennar var 10. sæti á ATS mótinu í Bangkok. Guðrún Brá er ein af fremstu kylfingum landsins og hefur verið það í mörg ár. Í dag er Guðrún 162. sæti á styrkleikalista Lesa meira










