Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2023 | 22:00

Óvissa um hvort LIV kylfingar fái að spila í Rydernum

Ryder-inn fer fram í Róm í september á þessu ári.

Írski kylfingurinn Shane Lowry tjáði sig um keppnina í gær, en nokkuð öruggt þykir að hann muni eiga sæti í evrópska liðinu – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Lowry sagði m.a. að tveir bestu kylfingar heims yrðu í liði Evrópu: Rory McIlroy og Jon Rahm.

Forsvarsmenn Ryder bikarsins hafa enn ekki gefið upp hvort evrópskir LIV kylfingar fái að taka þátt í Rydernum.

Af hálfu Bandaríkjamanna eru hlutirnir skýrari – Þar á bæ er búið að taka ákvörðun um að engir LIV kylfingar verði í bandaríska Ryder bikarsliðinu. Þetta þýðir m.a. að Dustin Johnson og Phil Mickelson fá ekki að taka þátt í Rydernum.

Allt er enn opið hvort evrópskir reynsluboltar í Rydernum, sem nú spila á LIV mótaröðinni fái að taka þátt: t.d. Ryder-reynsluboltarnir Sergio GarciaIan Poulter og  Henrik Stenson, en þeir spila á LIV.