
Bandaríska háskólagolfið: Gengi Huldu Clöru með Denver haustið 2022
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, Íslandsmeistari í höggleik 2021, er við nám og spilar með golfliði The University of Denver.
Á haustönn voru 4 mót og spilaði Hulda Clara í öllum þeirra, þrátt fyrir að vera einungis 2. bekkingur (ens. sophmore). Aðrir í liðinu eru annaðhvort efstubekkingar eða útskrifaðir!
Gengi Huldu Clöru var eftirfarandi:
1 Dick McGuire Invitational. Mótið fór fram dagana 12.-13. september 2022 á Championship Course hjá UNM í Albuquerque. Lið Denver varð í 6. sæti af 17 háskólaliðum í liðakeppninni. Hulda Clara varð T-67 af 93 þátttakendum á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (80 73 75).
2 Mason Rudolph Invitational. Mótið fór fram 23.-25. september 2023, í Nashville, Tennessee. Lið Denver varð í 11. sæti af 14 háskólaliðum. Hulda Clara varð T-55 af 78 þátttakendum, en hún lék á 227 höggum (75 73 79).
3 Ron Moore Intercollegiate. Mótið fór fram dagana 7.-9. október 2022 á Highlands Ranch, í Colorado. Lið Denver varð varð í 5. sæti af 16 liðum í liðakeppninni. Hulda Clara varð T-10 og á besta skori af „Denver Pioneers“, en hún keppti sem einstaklingur.
4 Stanford Intercollegiate hosted by Dr. Condoleezza Rice. Mótið fór fram dagana 21.-23. oktkóber 2022, í Stanford, Kaliforníu. Denver var T-10 af 19 liðum í liðakeppninni. Hulda Clara varð í 43. sæti af 100 þátttakendum á 6 yfir pari, 219 höggum. Í þessu móti náði hún lægsta skori sínu á tímabilinu, glæsilegum 69 höggum!!! Hringina 3 spilaði Hulda Clara á (69 77 73).
Næsta mót Huldu Clöru og félaga er 13.-14. febrúar 2023 í San Diego, Kaliforníu.
Í aðalmyndaglugga: Hulda Clara Gestsdóttir í „Crimson and Gold“ – litum Denver University á Ron Moore Intercollegiate.
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)